Harmrænt lífshlaup Joaquin Phoenix Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2019 14:30 Joaquin Phoenix leikur Jókerinn í nýjasta verkefni sínu. Kvikmyndin um Jókerinn hefur slegið met síðustu daga og er um að ræða stærstu októberopnun kvikmyndar í sögunni á heimsvísu. Stórleikarinn Joaquin Phoenix fer með aðalhlutverkið en hann leikur uppistandarann Arthur Fleck sem reynir að koma sér á framfæri í Gotham-borg. Hann stendur fremur höllum fæti í þeim bransa og er sagður fara yfir um eftir að spjallþáttastjórnandi, sem Robert De Niro leikur, gerir lítið úr honum. Jókerinn tilheyrir myndasagnaheimi DC og er jafnan sagður erkióvinur Batman. Leðurblökumaðurinn er þó hvergi sjáanlegur í þessari mynd. Einblínir hún eingöngu á forsögu Jókersins, hvað það var sem gerði hann svona skelfilega illa innrættan og sturlaðan.Joaquin Phoenix í hlutverki Jokersins.Phoenix hefur í þrígang verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en nú vilja margir sérfræðingar meina að komið sé að honum. Joaquin Phoenix hefur gengið í gegnum margt á skrautlegri og erfiðari lífsleið og nú hefur YouTube-rásin Watch Mojo tekið saman myndband þar sem farið er ítarlega yfir málið.River Phoenix þótti einn besti ungi leikari í heimi áður en hann lést úr of stórum skammti á hrekkjavöku árið 1993.Getty/George RoseForeldar leikarans störfuðu í trúarhreyfingunni The Children of God á sínum tíma og varð Phoenix að taka virkan þátt í starfinu. Foreldrar hans höfðu lítið milli handanna og var hann því sendur úr að betla sem barn. Á sínum tíma bjó fjölskyldan í Venezuela í mjög litlum skúr þar sem var rottugangur og ekkert klósett. Bróðir hans River Phoenix lést árið 1993 eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefni en hann var þekktur leikari og tónlistarmaður. River Phoenix sagði við fjölmiðla á sínum tíma að þeir bræður hafi stundað kynlíf með öðrum börnum þegar þeir sjálfir voru börn.Sjá einnig: River Phoenix - hjartaknúsarinn sem lést fyrir aldur framHreyfingin The Children of God hefur einmitt verið sökuð um að hvetja til kynlífsathafna milli barna. Joaquin Phoenix sjálfur hefur aldrei staðfest þá umræðu. Árið 1978 sagði fjölskyldan skilið við hreyfinguna. Joaquin Phoenix í hlutverki sínu í Her þar sem hann varð ástfanginn af stýrikerfiEftir dvölina í Venesúela var því ákveðið að flytja aftur til Bandaríkjanna og þurfti fjölskyldan að koma sér aftur til landsins með því að ferðast ólöglega með fraktskipi. Fátækt einkenndi æsku hans og þegar til Bandaríkjanna var komið voru þau heimilislaus og bjuggu í bifreið. Einnig átti þessi sjö manna fjölskylda heima í eins herbergja lítilli íbúð um tíma. Í Bandaríkjunum héldu bræðurnir áfram að vinna fyrir sér á götum Los Angelesborgar og það var þá sem þeir voru í raun uppgötvaðir sem listamenn. Báðir urðu þeir miklar barnastjörnur og börðust í framhaldinu við sína djöfla. Joaquin Phoenix er alkahólisti og River Phoenix féll frá langt fyrir aldur fram.Joaquin Phoenix sagði eftir að hafa leikið Johnny Cash í Walk the Line að hann væri hættur í leiklist. Hann ætlaði að einbeita sér að tónlist. Hér er hann með Reese Witherspoon sem lék á móti honum í myndinni.Getty ImagesJoaquin Phoenix leggur sig alltaf mikið fram fyrir hvert hlutverk og þegar hann tók að sér hlutverk Johnny Cash í Walk The Line endaði það mjög illa. Hann setti sig það mikið inn í líf Cash að hann endaði í meðferð. Hann hefur lengi verið í vandræðum með fíkn sína en hér að neðan má sjá yfirferðina í heild sinni. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30 Joker eins og hægelduð steik Kvikmynd Todd Fields um Jókerinn er nú komin í kvikmyndahús og var tekin fyrir í nýjasta þætti Stjörnubíós. 7. október 2019 20:00 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Kvikmyndin um Jókerinn hefur slegið met síðustu daga og er um að ræða stærstu októberopnun kvikmyndar í sögunni á heimsvísu. Stórleikarinn Joaquin Phoenix fer með aðalhlutverkið en hann leikur uppistandarann Arthur Fleck sem reynir að koma sér á framfæri í Gotham-borg. Hann stendur fremur höllum fæti í þeim bransa og er sagður fara yfir um eftir að spjallþáttastjórnandi, sem Robert De Niro leikur, gerir lítið úr honum. Jókerinn tilheyrir myndasagnaheimi DC og er jafnan sagður erkióvinur Batman. Leðurblökumaðurinn er þó hvergi sjáanlegur í þessari mynd. Einblínir hún eingöngu á forsögu Jókersins, hvað það var sem gerði hann svona skelfilega illa innrættan og sturlaðan.Joaquin Phoenix í hlutverki Jokersins.Phoenix hefur í þrígang verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en nú vilja margir sérfræðingar meina að komið sé að honum. Joaquin Phoenix hefur gengið í gegnum margt á skrautlegri og erfiðari lífsleið og nú hefur YouTube-rásin Watch Mojo tekið saman myndband þar sem farið er ítarlega yfir málið.River Phoenix þótti einn besti ungi leikari í heimi áður en hann lést úr of stórum skammti á hrekkjavöku árið 1993.Getty/George RoseForeldar leikarans störfuðu í trúarhreyfingunni The Children of God á sínum tíma og varð Phoenix að taka virkan þátt í starfinu. Foreldrar hans höfðu lítið milli handanna og var hann því sendur úr að betla sem barn. Á sínum tíma bjó fjölskyldan í Venezuela í mjög litlum skúr þar sem var rottugangur og ekkert klósett. Bróðir hans River Phoenix lést árið 1993 eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefni en hann var þekktur leikari og tónlistarmaður. River Phoenix sagði við fjölmiðla á sínum tíma að þeir bræður hafi stundað kynlíf með öðrum börnum þegar þeir sjálfir voru börn.Sjá einnig: River Phoenix - hjartaknúsarinn sem lést fyrir aldur framHreyfingin The Children of God hefur einmitt verið sökuð um að hvetja til kynlífsathafna milli barna. Joaquin Phoenix sjálfur hefur aldrei staðfest þá umræðu. Árið 1978 sagði fjölskyldan skilið við hreyfinguna. Joaquin Phoenix í hlutverki sínu í Her þar sem hann varð ástfanginn af stýrikerfiEftir dvölina í Venesúela var því ákveðið að flytja aftur til Bandaríkjanna og þurfti fjölskyldan að koma sér aftur til landsins með því að ferðast ólöglega með fraktskipi. Fátækt einkenndi æsku hans og þegar til Bandaríkjanna var komið voru þau heimilislaus og bjuggu í bifreið. Einnig átti þessi sjö manna fjölskylda heima í eins herbergja lítilli íbúð um tíma. Í Bandaríkjunum héldu bræðurnir áfram að vinna fyrir sér á götum Los Angelesborgar og það var þá sem þeir voru í raun uppgötvaðir sem listamenn. Báðir urðu þeir miklar barnastjörnur og börðust í framhaldinu við sína djöfla. Joaquin Phoenix er alkahólisti og River Phoenix féll frá langt fyrir aldur fram.Joaquin Phoenix sagði eftir að hafa leikið Johnny Cash í Walk the Line að hann væri hættur í leiklist. Hann ætlaði að einbeita sér að tónlist. Hér er hann með Reese Witherspoon sem lék á móti honum í myndinni.Getty ImagesJoaquin Phoenix leggur sig alltaf mikið fram fyrir hvert hlutverk og þegar hann tók að sér hlutverk Johnny Cash í Walk The Line endaði það mjög illa. Hann setti sig það mikið inn í líf Cash að hann endaði í meðferð. Hann hefur lengi verið í vandræðum með fíkn sína en hér að neðan má sjá yfirferðina í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30 Joker eins og hægelduð steik Kvikmynd Todd Fields um Jókerinn er nú komin í kvikmyndahús og var tekin fyrir í nýjasta þætti Stjörnubíós. 7. október 2019 20:00 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15
Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30
Joker eins og hægelduð steik Kvikmynd Todd Fields um Jókerinn er nú komin í kvikmyndahús og var tekin fyrir í nýjasta þætti Stjörnubíós. 7. október 2019 20:00
Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54