Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Vigdís Hauksdóttir skrifar 8. október 2019 10:00 Fyrir Alþingi liggur þingsályktun um að sameina eigi sveitarfélög og að ekkert sveitarfélag hafi færri en eitt þúsund íbúa árið 2026. Jafnframt er lagt til að íbúar fái ekki að kjósa um sameiningar heldur verði sameiningin lögþvinguð. Með þessari lögþvingun á að fylgja 15 milljarðar frá ríkinu/skattgreiðendum. Sveitarfélögum verður að fækka vegna gríðarlegs kostnaðar við að halda slíku batteríi úti. Í dag eru sveitarfélögin 72. Það sjá allir sem vilja að slíkur fjöldi er allt of mikill fyrir þjóð sem telur um 360.000 manns. En slíkar sameiningar mega ekki vera lögþvingaðar og þeim á ekki að fylgja gulrótarpeningur frá ríkinu. Slíkar sameiningar eiga að koma af sjálfu sér í gegnum samtöl og samvinnu kjörinna fulltrúa sem ættu að hafa það eitt markmið að ná fram hagræðingu og sparnaði fyrir útsvarsgreiðendur. En byrjum þá á byrjuninni og góðu fordæmi. Byrjum á því að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu úr sex í tvö til að byrja með. Það er glórulaust að hafa sex sveitarfélög á svo litlu landsvæði þar sem engar landfræðilegar hindranir eru, ólíkt því sem víða er úti á landi. Það liggur í augum uppi að hagstæðast væri að sameina Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbæ þar sem Kjalarnes var sameinað Reykjavík fyrir 21 ári. Jafnvel mætti bæta Kjósarhreppi við. Hitt höfuðborgarsveitarfélagið yrði til við samruna Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar sem nýlega sameinaðist Álftanesi. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í súginn á ári hverju með að halda uppi sex „þjónustum“ í þessum sveitarfélögum. Dæmi: Einn borgarstjóri og fimm bæjarstjórar. Það eru sex einingar af öllum stjórnsýslustofnunum. Sexfaldur kostnaður fyrir útsvarsgreiðendur. Í Reykjavík eru 23 borgarfulltrúar, á Seltjarnarnesi eru 7 bæjarfulltrúar, í Mosfellsbæ eru 9 bæjarfulltrúar, í Garðabæ eru 11 bæjarfulltrúar, í Hafnarfirði eru 11 bæjarfulltrúar og í Kópavogi eru einnig 11 bæjarfulltrúar. Samtals eru því 72 kjörnir fulltrúar á þessu litla landssvæði. Hinn 1. janúar 2019 var íbúafjöldi í þessum sveitarfélögum samkvæmt heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um 228.000 manns. Ætlar einhver að segja mér að það sé eðlilegt að skrifstofa miðlægar stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg kosti 4,6 milljarða samkvæmt fjárhagsáætlun 2019? Það hljóta allir að sjá að sameining þessara sveitarfélaga er ekki bara skynsamleg – heldur er hún bráðnauðsynleg til að ná fram samlegðaráhrifum hvað kostnað varðar. Ég fullyrði að útsvarsgreiðendur vilja sjá sparnað og hagræðingu á sama tíma og flestir vilja hafa byggð í öllu landinu. Sameining sveitarfélaga á landsbyggðinni er því meiri línudans vegna landfræðilegra sjónarmiða sem ekki er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessum sjónarmiðum, að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, fækka kjörnum fulltrúum, fækka stjórum og silkihúfunum. Sameina svið og ráð milli bæjarfélaga og ná heildarsýn á þróun höfuðborgarsvæðisins í heild t.d. hvað varðar framtíðaruppbyggingu þessa landssvæðis. Það eru kjarklausir stjórnmálamenn sem þora ekki að skera niður kerfið eins og við erum m.a. kosin til. Skattgreiðendur eru búnir að fá nóg af því hvernig farið er með opinbert fé.Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktun um að sameina eigi sveitarfélög og að ekkert sveitarfélag hafi færri en eitt þúsund íbúa árið 2026. Jafnframt er lagt til að íbúar fái ekki að kjósa um sameiningar heldur verði sameiningin lögþvinguð. Með þessari lögþvingun á að fylgja 15 milljarðar frá ríkinu/skattgreiðendum. Sveitarfélögum verður að fækka vegna gríðarlegs kostnaðar við að halda slíku batteríi úti. Í dag eru sveitarfélögin 72. Það sjá allir sem vilja að slíkur fjöldi er allt of mikill fyrir þjóð sem telur um 360.000 manns. En slíkar sameiningar mega ekki vera lögþvingaðar og þeim á ekki að fylgja gulrótarpeningur frá ríkinu. Slíkar sameiningar eiga að koma af sjálfu sér í gegnum samtöl og samvinnu kjörinna fulltrúa sem ættu að hafa það eitt markmið að ná fram hagræðingu og sparnaði fyrir útsvarsgreiðendur. En byrjum þá á byrjuninni og góðu fordæmi. Byrjum á því að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu úr sex í tvö til að byrja með. Það er glórulaust að hafa sex sveitarfélög á svo litlu landsvæði þar sem engar landfræðilegar hindranir eru, ólíkt því sem víða er úti á landi. Það liggur í augum uppi að hagstæðast væri að sameina Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbæ þar sem Kjalarnes var sameinað Reykjavík fyrir 21 ári. Jafnvel mætti bæta Kjósarhreppi við. Hitt höfuðborgarsveitarfélagið yrði til við samruna Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar sem nýlega sameinaðist Álftanesi. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í súginn á ári hverju með að halda uppi sex „þjónustum“ í þessum sveitarfélögum. Dæmi: Einn borgarstjóri og fimm bæjarstjórar. Það eru sex einingar af öllum stjórnsýslustofnunum. Sexfaldur kostnaður fyrir útsvarsgreiðendur. Í Reykjavík eru 23 borgarfulltrúar, á Seltjarnarnesi eru 7 bæjarfulltrúar, í Mosfellsbæ eru 9 bæjarfulltrúar, í Garðabæ eru 11 bæjarfulltrúar, í Hafnarfirði eru 11 bæjarfulltrúar og í Kópavogi eru einnig 11 bæjarfulltrúar. Samtals eru því 72 kjörnir fulltrúar á þessu litla landssvæði. Hinn 1. janúar 2019 var íbúafjöldi í þessum sveitarfélögum samkvæmt heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um 228.000 manns. Ætlar einhver að segja mér að það sé eðlilegt að skrifstofa miðlægar stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg kosti 4,6 milljarða samkvæmt fjárhagsáætlun 2019? Það hljóta allir að sjá að sameining þessara sveitarfélaga er ekki bara skynsamleg – heldur er hún bráðnauðsynleg til að ná fram samlegðaráhrifum hvað kostnað varðar. Ég fullyrði að útsvarsgreiðendur vilja sjá sparnað og hagræðingu á sama tíma og flestir vilja hafa byggð í öllu landinu. Sameining sveitarfélaga á landsbyggðinni er því meiri línudans vegna landfræðilegra sjónarmiða sem ekki er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessum sjónarmiðum, að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, fækka kjörnum fulltrúum, fækka stjórum og silkihúfunum. Sameina svið og ráð milli bæjarfélaga og ná heildarsýn á þróun höfuðborgarsvæðisins í heild t.d. hvað varðar framtíðaruppbyggingu þessa landssvæðis. Það eru kjarklausir stjórnmálamenn sem þora ekki að skera niður kerfið eins og við erum m.a. kosin til. Skattgreiðendur eru búnir að fá nóg af því hvernig farið er með opinbert fé.Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun