Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í þrettánda sinn klukkan átta annað kvöld.
„Eins og margir vita er 9. október fæðingardagur Johns Lennon og mun Friðarsúlan varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardægur hans,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.
Yoko Ono býður að venju fríar siglingar yfir sundið og frítt verður í strætó frá Hlemmi að Skarfabakka. Listasafnið, Borgarsögusafnið og fleiri halda úti dagskrá sem hefst klukkan 17.45.
