Á leigumarkaði af illri nauðsyn? Bergþóra Baldursdóttir skrifar 8. október 2019 08:00 Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu leigjenda á Íslandi enda má að segja að skipulegur leigumarkaður hafi aldrei náð almennilegri fótfestu hér á landi. Raunar fann tæpur helmingur leigjenda nánast enga kosti við leigumarkaðinn í könnun sem framkvæmd var fyrir Íbúðalánasjóð fyrr á þessu ári. Helst var bent á þann ókost að leiga sé of há en yfirgnæfandi meirihluti telur óhagstætt að leigja eða um 92% svarenda. Það má því ætla að langflestir sem nú eru á leigumarkaðnum myndu heldur kjósa annað búsetuform. Það bendir til að að leiguhúsnæði sé í augum þessa hóps ill nauðsyn fremur en valkostur.Námsmenn og öryrkjar meginþorri leigumarkaðsins Um 16% fullorðinna eru nú á leigumarkaði samkvæmt könnuninni og hefur þetta hlutfall lítið breyst undanfarin ár. Ungt fólk er líklegra til að leigja en um 60% allra leigjenda eru á aldrinum 18-34 ára og eru námsmenn fjölmennasti hópur leigjenda. Næst fjölmennastir eru öryrkjar sem telja 27% leigumarkaðsins og ætla má að stór hluti þeirra sé í félagslegu leiguhúsnæði.Leigjendur verr staddir Einstaklingar á leigumarkaði eru líklegri til að telja sig búa við óöryggi en þeir sem búa í eigin húsnæði samkvæmt fyrrnefndri könnun Íbúðalánasjóðs og Zenter. Þannig telur helmingur leigjenda sig búa við slíkt öryggi en hlutfallið er 94% á meðal íbúðareigenda . Algengasta ástæða þess að leigjendur töldu sig ekki búa við húsnæðisöryggi var of hátt leiguverð. Samkvæmt gögnum Eurostat búa talsvert fleiri leigjendur á Íslandi við íþyngjandi húsnæðiskostnað en húsnæðiseigendur og hefur hlutfallið aukist jafnt og þétt frá árinu 2008 en talað er um að húsnæðiskostnaður sé íþyngjandi þegar hann nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum heimilisins. Samkvæmt nýjustu tölum frá 2016 bjuggu um 15% allra leigjenda þá við íþyngjandi húsnæðiskostnað en einungis tæplega 5% íbúðareigenda. Hins vegar er hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi leigukostnað ekki hærra hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hlutfallið hér á landi mældist 17% árið 2016 en mældist hærra m.a. í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Því glíma hlutfallega fleiri leigjendur við fjárhagslega örðugleika í nágrannalöndum okkar.Leigjendur eiga í vandræðum með að leggja fyrir Vísitölur leiguverðs, íbúðaverðs og launa fylgdust nokkuð vel að á árunum 2011-2016. En nokkur breyting hefur þó orðið þar á. Frá árinu 2016 hefur leiguverð hækkað nokkuð meira en ráðstöfunartekjur, einkum ef litið er til yngstu aldurshópanna. Hærra hlutfall tekna fer því í leigu og erfiðara verður að leggja fyrir og kaupa íbúð. Þannig segjast 20% leigjenda safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman en einungis 7% þeirra sem búa í eigin húsnæði. Það er því mikið verk að vinna sé áhugi á að hér á landi verði leigumarkaðurinn raunverulegur og ákjósanlegur valkostur.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Húsnæðismál Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu leigjenda á Íslandi enda má að segja að skipulegur leigumarkaður hafi aldrei náð almennilegri fótfestu hér á landi. Raunar fann tæpur helmingur leigjenda nánast enga kosti við leigumarkaðinn í könnun sem framkvæmd var fyrir Íbúðalánasjóð fyrr á þessu ári. Helst var bent á þann ókost að leiga sé of há en yfirgnæfandi meirihluti telur óhagstætt að leigja eða um 92% svarenda. Það má því ætla að langflestir sem nú eru á leigumarkaðnum myndu heldur kjósa annað búsetuform. Það bendir til að að leiguhúsnæði sé í augum þessa hóps ill nauðsyn fremur en valkostur.Námsmenn og öryrkjar meginþorri leigumarkaðsins Um 16% fullorðinna eru nú á leigumarkaði samkvæmt könnuninni og hefur þetta hlutfall lítið breyst undanfarin ár. Ungt fólk er líklegra til að leigja en um 60% allra leigjenda eru á aldrinum 18-34 ára og eru námsmenn fjölmennasti hópur leigjenda. Næst fjölmennastir eru öryrkjar sem telja 27% leigumarkaðsins og ætla má að stór hluti þeirra sé í félagslegu leiguhúsnæði.Leigjendur verr staddir Einstaklingar á leigumarkaði eru líklegri til að telja sig búa við óöryggi en þeir sem búa í eigin húsnæði samkvæmt fyrrnefndri könnun Íbúðalánasjóðs og Zenter. Þannig telur helmingur leigjenda sig búa við slíkt öryggi en hlutfallið er 94% á meðal íbúðareigenda . Algengasta ástæða þess að leigjendur töldu sig ekki búa við húsnæðisöryggi var of hátt leiguverð. Samkvæmt gögnum Eurostat búa talsvert fleiri leigjendur á Íslandi við íþyngjandi húsnæðiskostnað en húsnæðiseigendur og hefur hlutfallið aukist jafnt og þétt frá árinu 2008 en talað er um að húsnæðiskostnaður sé íþyngjandi þegar hann nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum heimilisins. Samkvæmt nýjustu tölum frá 2016 bjuggu um 15% allra leigjenda þá við íþyngjandi húsnæðiskostnað en einungis tæplega 5% íbúðareigenda. Hins vegar er hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi leigukostnað ekki hærra hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hlutfallið hér á landi mældist 17% árið 2016 en mældist hærra m.a. í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Því glíma hlutfallega fleiri leigjendur við fjárhagslega örðugleika í nágrannalöndum okkar.Leigjendur eiga í vandræðum með að leggja fyrir Vísitölur leiguverðs, íbúðaverðs og launa fylgdust nokkuð vel að á árunum 2011-2016. En nokkur breyting hefur þó orðið þar á. Frá árinu 2016 hefur leiguverð hækkað nokkuð meira en ráðstöfunartekjur, einkum ef litið er til yngstu aldurshópanna. Hærra hlutfall tekna fer því í leigu og erfiðara verður að leggja fyrir og kaupa íbúð. Þannig segjast 20% leigjenda safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman en einungis 7% þeirra sem búa í eigin húsnæði. Það er því mikið verk að vinna sé áhugi á að hér á landi verði leigumarkaðurinn raunverulegur og ákjósanlegur valkostur.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun