Fara í bóknám vegna þrýstings frá foreldrum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 4. október 2019 07:30 Heiður Hrund Jónsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, rannsakar nú áhrif foreldra á námsferil framhaldsskólanema. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Í dag fer fram árleg ráðstefna menntavísindasviðs Háskóla Íslands í húsnæði skólans í Stakkahlíð. Ráðstefnan ber heitið Menntakvika og er hlutverk hennar að miðla þekkingu og rannsóknum sem snúa að menntamálum og skóla- og frístundastarfi. Heiður Hrund Jónsdóttir er ein margra sem flytja erindi á ráðstefnunni. Þar kynnir hún doktorsverkefni sitt í félagsfræði sem hún vinnur nú að. „Aðalmarkmið verkefnisins er að skoða námsferil fólks,“ segir Heiður. „Það hvernig nemendur á Íslandi fara í gegnum framhaldsskólanám, námsval þeirra og hættu á brottfalli,“ bætir hún við. Heiður hefur rannsakað ástæður þess að nemendur á framhaldsskólastigi flosna upp úr námi og klára ekki skólagöngu sem þeir hafa hafið. Í erindi sínu í dag mun hún draga upp mynd af því hvort ástæða brottfallsins geti verið sú að nemendurnir séu ekki á réttum stað innan menntakerfisins. „Við sjáum að í samanburði við mörg önnur lönd þá eru hlutfallslega mjög fáir nemendur á Íslandi sem fara beint í starfsnám eftir grunnskóla og Ísland sker sig líka úr flestum OECD-löndum því hér er svo hátt brottfall, það eru svo margir sem annaðhvort ljúka ekki námi eða ljúka því ekki á þeim tíma sem miðað er við,“ segir Heiður. „Við spyrjum okkur að því hvort mikil áhersla sem lögð er á bóknám hér á landi auki hættuna á því að fólk fara í slíkt nám án þess að styrkleikar þeirra og áhugi liggi þar og þá flosni þau upp úr námi,“ segir Heiður. „Á móti því, ef þau hefðu mögulega farið inn á námsbraut sem hentaði þeim betur, bæði þeirra styrkleikum og áhugasviði, þá hefðu þau frekar átt möguleika á farsælli framhaldsskólagöngu og náð að klára,“ bætir hún við. Heiður segir foreldra eiga stóran þátt í þróun þess hversu mikill fjöldi nemenda velur bóknám í stað starfsnáms og segir mikilvægt að allir kynni sér þá möguleika sem í boði eru innan menntakerfisins. „Á Íslandi hefur bóknám alltaf verið hafið upp á kostnað starfsnáms og það er lögð mun meiri áhersla á það. Eldri rannsóknir sýna okkur að foreldrar vilja upp til hópa að börnin þeirra fari í bóknám og leggja áherslu á að krakkarnir þeirra taki stúdentspróf. Við erum því að skoða það hvort krakkar velji í mörgum tilfellum bóknám vegna þrýstings frá foreldrum sínum,“ útskýrir Heiður. „Við þurfum að fræða foreldra um þá möguleika á vinnumarkaði sem fylgja starfsnámi ásamt því að eyða þeirri mýtu að krakkar sem útskrifast úr starfsnámi eigi ekki möguleika á því að fara í háskólanám,“ segir Heiður. Erindi Heiðar fer fram í stofu H-101 klukkan 15.30-17 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Í dag fer fram árleg ráðstefna menntavísindasviðs Háskóla Íslands í húsnæði skólans í Stakkahlíð. Ráðstefnan ber heitið Menntakvika og er hlutverk hennar að miðla þekkingu og rannsóknum sem snúa að menntamálum og skóla- og frístundastarfi. Heiður Hrund Jónsdóttir er ein margra sem flytja erindi á ráðstefnunni. Þar kynnir hún doktorsverkefni sitt í félagsfræði sem hún vinnur nú að. „Aðalmarkmið verkefnisins er að skoða námsferil fólks,“ segir Heiður. „Það hvernig nemendur á Íslandi fara í gegnum framhaldsskólanám, námsval þeirra og hættu á brottfalli,“ bætir hún við. Heiður hefur rannsakað ástæður þess að nemendur á framhaldsskólastigi flosna upp úr námi og klára ekki skólagöngu sem þeir hafa hafið. Í erindi sínu í dag mun hún draga upp mynd af því hvort ástæða brottfallsins geti verið sú að nemendurnir séu ekki á réttum stað innan menntakerfisins. „Við sjáum að í samanburði við mörg önnur lönd þá eru hlutfallslega mjög fáir nemendur á Íslandi sem fara beint í starfsnám eftir grunnskóla og Ísland sker sig líka úr flestum OECD-löndum því hér er svo hátt brottfall, það eru svo margir sem annaðhvort ljúka ekki námi eða ljúka því ekki á þeim tíma sem miðað er við,“ segir Heiður. „Við spyrjum okkur að því hvort mikil áhersla sem lögð er á bóknám hér á landi auki hættuna á því að fólk fara í slíkt nám án þess að styrkleikar þeirra og áhugi liggi þar og þá flosni þau upp úr námi,“ segir Heiður. „Á móti því, ef þau hefðu mögulega farið inn á námsbraut sem hentaði þeim betur, bæði þeirra styrkleikum og áhugasviði, þá hefðu þau frekar átt möguleika á farsælli framhaldsskólagöngu og náð að klára,“ bætir hún við. Heiður segir foreldra eiga stóran þátt í þróun þess hversu mikill fjöldi nemenda velur bóknám í stað starfsnáms og segir mikilvægt að allir kynni sér þá möguleika sem í boði eru innan menntakerfisins. „Á Íslandi hefur bóknám alltaf verið hafið upp á kostnað starfsnáms og það er lögð mun meiri áhersla á það. Eldri rannsóknir sýna okkur að foreldrar vilja upp til hópa að börnin þeirra fari í bóknám og leggja áherslu á að krakkarnir þeirra taki stúdentspróf. Við erum því að skoða það hvort krakkar velji í mörgum tilfellum bóknám vegna þrýstings frá foreldrum sínum,“ útskýrir Heiður. „Við þurfum að fræða foreldra um þá möguleika á vinnumarkaði sem fylgja starfsnámi ásamt því að eyða þeirri mýtu að krakkar sem útskrifast úr starfsnámi eigi ekki möguleika á því að fara í háskólanám,“ segir Heiður. Erindi Heiðar fer fram í stofu H-101 klukkan 15.30-17 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira