Franski hópurinn er að vanda gríðarlega sterkur. Fjórtán af 23 leikmönnum í franska hópnum voru í heimsmeistaraliðinu í fyrra.
Les 23 joueurs sélectionnés par Didier Deschamps pour les 2 matchs de qualifications à l'EURO 2020 ! #FiersdetreBleus
IslandeFrance (vendredi 11/10 à 20h45)
FranceTurquie (lundi 14/10 à 20h45) pic.twitter.com/3oKlP5bJR6
— Equipe de France (@equipedefrance) October 3, 2019
Frakkland og Ísland eigast við á Laugardalsvelli föstudaginn 11. október. Frakkar unnu fyrri leikinn í París, 4-0.
Frakkland er með 15 stig í 2. sæti H-riðils undankeppni EM. Tyrkland er einnig með 15 stig í toppsætinu en Ísland er með tólf stig í 3. sætinu.
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnir íslenska hópinn fyrir leikina gegn Frakklandi og Andorra á morgun.