Cyril Borovsky fjárfesti á sínum tíma í landi þar sem hann hafði aðeins fjögurra metra breitt svæði til að reisa hús.
Hann ákvað því að byggja hús á litlum bletti en samt sem áður fjögurra hæða og er útkoman smekkleg og skemmtileg.
YouTube-notandinn Kirsten Dirksen, sem sérhæfir sig í fasteignum, fjallar um eignina á síðu sinni.
Borovsky varð að byggja húsið á sama stað og lítill skúr hafði staðið áður. Hann fer vel yfir allt byggingarferlið í myndbandinu hér að neðan.
Til að mynda kom hann fyrir bílastæði undir húsinu með lygilegri aðferð, sem var í raun nauðsynleg út af byggingareglugerðinni í Toronto.