Miðborgir allt um kring Hildur Björnsdóttir skrifar 2. október 2019 08:00 Varanlegar göngugötur eru fyrirhugaðar í miðborg Reykjavíkur. Ágreiningur um fyrirkomulagið hefur staðið yfir um áratugaskeið. Rekstraraðilar hafa verið andvígir göngugötum, en íbúar fylgjandi. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja hérlendis sem erlendis. Nýlegar fregnir herma að fyrstu sex mánuði ársins hafi 2.868 verslanir lagt upp laupana í Bretlandi. Mestan vöxt má finna í netverslun. Sams konar þróun má greina meðal annarra verslunarþjóða. Reynslan sýnir að hefðbundin verslun verði að bjóða jákvæða og nýstárlega upplifun, ætli hún að halda velli. Fjöldi evrópskra borga hefur skipulagt verslunargötur sem taka mið af gangandi umferð. Upplifunin hefur verið jákvæð fyrir neytandann og mætt nýjum áskorunum í verslun. Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Helsinki og Ósló eru nærtæk dæmi. Áform um göngugötur í borgunum mættu andstöðu í upphafi. Reynslan sýndi þó að mannlíf batnaði, verslun jókst og ánægja óx. Barselónaborg innleiddi árið 2016 nýtt skipulag sem miðar að því að hólfa borgina niður í bíllaus svæði. Bílaumferð ferðast þannig umhverfis svæðin, en innan þeirra tekur allt skipulag mið af mannvænu umhverfi. Skipulagið mætti talsverðri andstöðu í fyrstu en mælingar sýna nú mikla ánægju meðal íbúa. Áhrif á loftgæði og lýðheilsu eru jákvæð auk þess sem verslun í nærumhverfi hefur aukist um þriðjung. Með sama hætti hafa borgir á borð við París, Madríd og London þróað bíllausar verslunargötur. Berlínarborg vinnur að sams konar áformum. Borgarstjóri Lundúnaborgar hefur kynnt áform um 800 metra bíllausan kafla á Oxford-stræti. Þróunin á sér stað allt um kring. Rekstraraðilar þurfa engu að kvíða. Mælingar sýna mikla jákvæðni íbúa gagnvart breytingunum – það gildir einu hvaða borgarhluti eða aldurshópur er skoðaður – alls staðar er jákvæðnin í fyrirrúmi. Af tölunum má jafnvel spá fyrir um fjölgun heimsókna í miðborg eftir breytingar. Í síbreytilegu markaðsumhverfi ræður viðskiptavinurinn að lokum örlögum verslunar. Tölurnar sýna glöggt með hvaða hætti borgarbúar vilja þróa miðborgina – í átt að iðandi mannlífi og lifandi miðborg.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Varanlegar göngugötur eru fyrirhugaðar í miðborg Reykjavíkur. Ágreiningur um fyrirkomulagið hefur staðið yfir um áratugaskeið. Rekstraraðilar hafa verið andvígir göngugötum, en íbúar fylgjandi. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja hérlendis sem erlendis. Nýlegar fregnir herma að fyrstu sex mánuði ársins hafi 2.868 verslanir lagt upp laupana í Bretlandi. Mestan vöxt má finna í netverslun. Sams konar þróun má greina meðal annarra verslunarþjóða. Reynslan sýnir að hefðbundin verslun verði að bjóða jákvæða og nýstárlega upplifun, ætli hún að halda velli. Fjöldi evrópskra borga hefur skipulagt verslunargötur sem taka mið af gangandi umferð. Upplifunin hefur verið jákvæð fyrir neytandann og mætt nýjum áskorunum í verslun. Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Helsinki og Ósló eru nærtæk dæmi. Áform um göngugötur í borgunum mættu andstöðu í upphafi. Reynslan sýndi þó að mannlíf batnaði, verslun jókst og ánægja óx. Barselónaborg innleiddi árið 2016 nýtt skipulag sem miðar að því að hólfa borgina niður í bíllaus svæði. Bílaumferð ferðast þannig umhverfis svæðin, en innan þeirra tekur allt skipulag mið af mannvænu umhverfi. Skipulagið mætti talsverðri andstöðu í fyrstu en mælingar sýna nú mikla ánægju meðal íbúa. Áhrif á loftgæði og lýðheilsu eru jákvæð auk þess sem verslun í nærumhverfi hefur aukist um þriðjung. Með sama hætti hafa borgir á borð við París, Madríd og London þróað bíllausar verslunargötur. Berlínarborg vinnur að sams konar áformum. Borgarstjóri Lundúnaborgar hefur kynnt áform um 800 metra bíllausan kafla á Oxford-stræti. Þróunin á sér stað allt um kring. Rekstraraðilar þurfa engu að kvíða. Mælingar sýna mikla jákvæðni íbúa gagnvart breytingunum – það gildir einu hvaða borgarhluti eða aldurshópur er skoðaður – alls staðar er jákvæðnin í fyrirrúmi. Af tölunum má jafnvel spá fyrir um fjölgun heimsókna í miðborg eftir breytingar. Í síbreytilegu markaðsumhverfi ræður viðskiptavinurinn að lokum örlögum verslunar. Tölurnar sýna glöggt með hvaða hætti borgarbúar vilja þróa miðborgina – í átt að iðandi mannlífi og lifandi miðborg.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun