Hugsað í lausnum Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 2. október 2019 07:15 Fyrir skömmu jarðaði ég góðan vin, Vilmund Þorsteinsson, 94 ára að aldri. Ég fylltist alltaf gleði þegar ég mætti honum því hann ljómaði eins og sól í heiði og kankvís svipur bar vitni um þolgæði, jákvæðni og glettni. Ég kynntist honum þegar ég jarðsöng Gunnhildi Friðriksdóttur eiginkonu hans sem hann hlúði að, ekki síst í veikindum hennar. Síðustu árin hef ég oft hugsað til Vilmundar þegar ég leggst í sjálfsvorkunn. Því hann var maður sem aldrei dvaldi við hindranir en fann alltaf leiðir. Það er ótrúleg sagan af honum þegar hann hljóp 17 ára gamall á miðri aðventu yfir fjöll og dali frá Brekknakoti í Þistilfirði til Húsavíkur til þess að taka bílprófið sitt. Þetta voru 140 km sem hann fór og náði á réttum tíma. 88 ára að aldri þurfti hann nauðsynlega að komast í mjaðmaskiptaaðgerð og við ræddum hvort hann fengi slíka þjónustu vegna kennitölunnar hans, enda fæddur 1925. En hann taldi miklu betra fyrir þjóðfélagið að halda honum á fótum en að setja hann inn á einhverja stofnun. Þegar hann hitti lækninn kom enda í ljós að hann var svo vel á sig kominn að hann fékk að fara í aðgerð á báðum mjöðmum með árs millibili. Var lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig Vilmundur tók ábyrgð á eigin heilsu. Strax á sjúkrahótelinu eftir aðgerðina hafði hann þann háttinn á að skokka upp og niður stigana frekar en að notast við lyftu til þess að liðka sig. Kominn heim gekk hann um allt hverfið í Garðabænum og þar eð hann bjó á einni hæð fékk hann sér málningartröppur og stillti þeim upp á miðju stofugólfi til þess að geta reynt á sig og æft ganginn. Talandi um fólk sem hugsar í lausnum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu jarðaði ég góðan vin, Vilmund Þorsteinsson, 94 ára að aldri. Ég fylltist alltaf gleði þegar ég mætti honum því hann ljómaði eins og sól í heiði og kankvís svipur bar vitni um þolgæði, jákvæðni og glettni. Ég kynntist honum þegar ég jarðsöng Gunnhildi Friðriksdóttur eiginkonu hans sem hann hlúði að, ekki síst í veikindum hennar. Síðustu árin hef ég oft hugsað til Vilmundar þegar ég leggst í sjálfsvorkunn. Því hann var maður sem aldrei dvaldi við hindranir en fann alltaf leiðir. Það er ótrúleg sagan af honum þegar hann hljóp 17 ára gamall á miðri aðventu yfir fjöll og dali frá Brekknakoti í Þistilfirði til Húsavíkur til þess að taka bílprófið sitt. Þetta voru 140 km sem hann fór og náði á réttum tíma. 88 ára að aldri þurfti hann nauðsynlega að komast í mjaðmaskiptaaðgerð og við ræddum hvort hann fengi slíka þjónustu vegna kennitölunnar hans, enda fæddur 1925. En hann taldi miklu betra fyrir þjóðfélagið að halda honum á fótum en að setja hann inn á einhverja stofnun. Þegar hann hitti lækninn kom enda í ljós að hann var svo vel á sig kominn að hann fékk að fara í aðgerð á báðum mjöðmum með árs millibili. Var lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig Vilmundur tók ábyrgð á eigin heilsu. Strax á sjúkrahótelinu eftir aðgerðina hafði hann þann háttinn á að skokka upp og niður stigana frekar en að notast við lyftu til þess að liðka sig. Kominn heim gekk hann um allt hverfið í Garðabænum og þar eð hann bjó á einni hæð fékk hann sér málningartröppur og stillti þeim upp á miðju stofugólfi til þess að geta reynt á sig og æft ganginn. Talandi um fólk sem hugsar í lausnum!
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar