Hvað með fyrstu kaupendur? Bergþóra Baldursdóttir skrifar 18. október 2019 11:02 Verð lítilla íbúða hefur hækkað umtalsvert hraðar en laun ungs fólks á undanförnum árum. Þessum verðhækkunum hefur auk þess fylgt hækkun á leiguverði, sem gerir þeim leigjendum sem vilja kaupa sér íbúð enn erfiðara um vik að spara fyrir útborgun. Það hefur alltaf verið erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið, en fyrir má nú vera.Helmingur nýtir sér úrræði stjórnvalda Frá aldamótum hefur raunverð minni eigna hækkað um 93% en ráðstöfunartekjur ungs fólks einungis um 15% og hefur munurinn aldrei á því tímabili verið meiri en einmitt nú. Stjórnvöld hafa þó ekki setið hjá aðgerðalaus. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán og til fyrstu kaupa hefur vissulega hjálpað mörgum og um 55% þeirra sem keypt hafa sína fyrstu íbúð undanfarin 5 ár hafa nýtt sér úrræðið. Hins vegar eru upphæðirnar tiltölulega lágar að meðaltali. Á tímabilinu hefur 1,7 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti til útborgunar í kaup á íbúð, eða um 210.000 krónum að meðaltali á mann. Öðrum ríflega 2 milljörðum verið ráðstafað inn á húsnæðislán fyrstu kaupenda, eða um 9.000 krónum að meðaltali á mánuði á hvern kaupanda. Að hámarki gefur heimildin þó færi á að ráðstafa 42.000 krónum á mánuði inn á lán en til þess þarf einstaklingur að þéna um 700.000 krónur á mánuði. Fjölmargir fyrstu kaupendur eru með talsvert lægri tekjur og hafa því ekki færi á að fullnýta þessa heimild.Fyrstu kaupendum hefur fjölgað Nú er svo komi að um fjórðungur allra fasteignakaupenda eru að kaupa sína fyrstu eign og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra um árabil. Margir þættir gætu spilað þar inn í en líklega hefur úrræðið stytt þann tíma sem tekur að spara fyrir íbúðarkaupum og þannig hjálpað hluta fyrstu kaupenda inn á markaðinn. Því má þó ekki gleyma að úrræði sem hafa eftirspurnarhvetjandi áhrif á markaðinn geta að öðru óbreyttu leitt til hækkunar íbúðaverðs. Það skildi þó aldrei vera að hluta þeirrar verðhækkunar sem gert hefur fyrstu kaupendum svo erfitt um vik sé hægt að rekja til sértækrar aðstoðar hins opinbera við þennan sama hóp? En tölurnar tala þó sínu máli. Meira er um að fólk sé að kaupa sínar fyrstu eignir þessa dagana og það hlýtur að teljast jákvætt. Við viljum að sjálfsögðu að hér á landi hafi fólk raunverulega valkosti varðandi búsetu, en því miður hefur of margt ungt fólk ílengst á leigumarkaði þrátt fyrir að vilja helst eiga fasteign.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Húsnæðismál Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Verð lítilla íbúða hefur hækkað umtalsvert hraðar en laun ungs fólks á undanförnum árum. Þessum verðhækkunum hefur auk þess fylgt hækkun á leiguverði, sem gerir þeim leigjendum sem vilja kaupa sér íbúð enn erfiðara um vik að spara fyrir útborgun. Það hefur alltaf verið erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið, en fyrir má nú vera.Helmingur nýtir sér úrræði stjórnvalda Frá aldamótum hefur raunverð minni eigna hækkað um 93% en ráðstöfunartekjur ungs fólks einungis um 15% og hefur munurinn aldrei á því tímabili verið meiri en einmitt nú. Stjórnvöld hafa þó ekki setið hjá aðgerðalaus. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán og til fyrstu kaupa hefur vissulega hjálpað mörgum og um 55% þeirra sem keypt hafa sína fyrstu íbúð undanfarin 5 ár hafa nýtt sér úrræðið. Hins vegar eru upphæðirnar tiltölulega lágar að meðaltali. Á tímabilinu hefur 1,7 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti til útborgunar í kaup á íbúð, eða um 210.000 krónum að meðaltali á mann. Öðrum ríflega 2 milljörðum verið ráðstafað inn á húsnæðislán fyrstu kaupenda, eða um 9.000 krónum að meðaltali á mánuði á hvern kaupanda. Að hámarki gefur heimildin þó færi á að ráðstafa 42.000 krónum á mánuði inn á lán en til þess þarf einstaklingur að þéna um 700.000 krónur á mánuði. Fjölmargir fyrstu kaupendur eru með talsvert lægri tekjur og hafa því ekki færi á að fullnýta þessa heimild.Fyrstu kaupendum hefur fjölgað Nú er svo komi að um fjórðungur allra fasteignakaupenda eru að kaupa sína fyrstu eign og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra um árabil. Margir þættir gætu spilað þar inn í en líklega hefur úrræðið stytt þann tíma sem tekur að spara fyrir íbúðarkaupum og þannig hjálpað hluta fyrstu kaupenda inn á markaðinn. Því má þó ekki gleyma að úrræði sem hafa eftirspurnarhvetjandi áhrif á markaðinn geta að öðru óbreyttu leitt til hækkunar íbúðaverðs. Það skildi þó aldrei vera að hluta þeirrar verðhækkunar sem gert hefur fyrstu kaupendum svo erfitt um vik sé hægt að rekja til sértækrar aðstoðar hins opinbera við þennan sama hóp? En tölurnar tala þó sínu máli. Meira er um að fólk sé að kaupa sínar fyrstu eignir þessa dagana og það hlýtur að teljast jákvætt. Við viljum að sjálfsögðu að hér á landi hafi fólk raunverulega valkosti varðandi búsetu, en því miður hefur of margt ungt fólk ílengst á leigumarkaði þrátt fyrir að vilja helst eiga fasteign.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar