Hafnarfjarðarbær borgar malbikið og viðgerðir Benedikt Bóas skrifar 17. október 2019 19:30 Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðarbæjar skuldar enn Hlaðbæ Colas fyrir viðgerðir á brautinni í Krýsuvík. Fréttablaðið/Daníel Stjórn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðarbæjar, AÍH, hefur óskað eftir aðkomu bæjarins til að greiða útistandandi skuld við Hlaðbæ Colas vegna malbiksviðgerða á akstursbraut félagsins við Krýsuvíkurveg. Íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins tók jákvætt í erindið og hvetur umhverfis- og framkvæmdaráð til að taka þátt í kostnaði eins og hægt er til að styðja við jaðaríþróttir. AÍH starfrækir íþróttastarf fyrir börn og unglinga og hafa um 14 unglingar nýtt sér starfið á ári hverju. Í bréfi frá félaginu til bæjarins í mars í fyrra segir að félagið hafi verið út undan í fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar frá upphafi en akstursíþróttir hafa verið stundaðar á svæði félagsins frá árinu 2002. Félagið tiltekur eitt atvik til að undirstrika alvarleika ástandsins. „Síðastliðið sumar varð áhorfandi á viðburði félagsins fyrir því óhappi að hluti af malbiki brotnaði upp og fleygðist til með þeim afleiðingum að hann hafnaði í handlegg mannsins sem marðist mikið, ekki viljum við til þess hugsa hverjar afleiðingarnar hefðu verið ef malbiksbúturinn hefði hafnað í börnum sem stóðu álengdar.“ Myndir sem sýna ástandið sýna að svæðið er að drabbast niður og löngu kominn tími á allsherjar viðhald. Þá er aðstöðu áhorfenda verulega ábótavant og þær girðingar sem eru til staðar eru bæði mjög gamlar og í lélegu ásigkomulagi auk þess sem girðingar vantar á stórum hluta svæðisins. „Í raun mætti segja að þær séu stórhættulegar þar sem vírar geta rekist í áhorfendur og duga einnig mjög illa til þess að halda aftur af áhorfendum og þá sérstaklega börnum,“ segir í bréfi félagsins til bæjaryfirvalda.Athugasemd ritstjórnarÍ fyrri útgáfu fréttar kom fram að AÍH væri eina akstursíþróttafélagið á landinu sem væri með íþróttastarf fyrir börn og unglinga og var unnið upp úr tilkynningu félagsins þar sem það var fullyrt. Komið hafa fram ábendingar um að það sé ekki rétt. Svipað starf má finna í öðrum vélhjólaíþróttaklúbbum víðs vegar um landið, svo sem á Akureyri, Höfn og Selfossi. Akstursíþróttir Hafnarfjörður Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Sjá meira
Stjórn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðarbæjar, AÍH, hefur óskað eftir aðkomu bæjarins til að greiða útistandandi skuld við Hlaðbæ Colas vegna malbiksviðgerða á akstursbraut félagsins við Krýsuvíkurveg. Íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins tók jákvætt í erindið og hvetur umhverfis- og framkvæmdaráð til að taka þátt í kostnaði eins og hægt er til að styðja við jaðaríþróttir. AÍH starfrækir íþróttastarf fyrir börn og unglinga og hafa um 14 unglingar nýtt sér starfið á ári hverju. Í bréfi frá félaginu til bæjarins í mars í fyrra segir að félagið hafi verið út undan í fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar frá upphafi en akstursíþróttir hafa verið stundaðar á svæði félagsins frá árinu 2002. Félagið tiltekur eitt atvik til að undirstrika alvarleika ástandsins. „Síðastliðið sumar varð áhorfandi á viðburði félagsins fyrir því óhappi að hluti af malbiki brotnaði upp og fleygðist til með þeim afleiðingum að hann hafnaði í handlegg mannsins sem marðist mikið, ekki viljum við til þess hugsa hverjar afleiðingarnar hefðu verið ef malbiksbúturinn hefði hafnað í börnum sem stóðu álengdar.“ Myndir sem sýna ástandið sýna að svæðið er að drabbast niður og löngu kominn tími á allsherjar viðhald. Þá er aðstöðu áhorfenda verulega ábótavant og þær girðingar sem eru til staðar eru bæði mjög gamlar og í lélegu ásigkomulagi auk þess sem girðingar vantar á stórum hluta svæðisins. „Í raun mætti segja að þær séu stórhættulegar þar sem vírar geta rekist í áhorfendur og duga einnig mjög illa til þess að halda aftur af áhorfendum og þá sérstaklega börnum,“ segir í bréfi félagsins til bæjaryfirvalda.Athugasemd ritstjórnarÍ fyrri útgáfu fréttar kom fram að AÍH væri eina akstursíþróttafélagið á landinu sem væri með íþróttastarf fyrir börn og unglinga og var unnið upp úr tilkynningu félagsins þar sem það var fullyrt. Komið hafa fram ábendingar um að það sé ekki rétt. Svipað starf má finna í öðrum vélhjólaíþróttaklúbbum víðs vegar um landið, svo sem á Akureyri, Höfn og Selfossi.
Akstursíþróttir Hafnarfjörður Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Sjá meira