Hafnarfjarðarbær borgar malbikið og viðgerðir Benedikt Bóas skrifar 17. október 2019 19:30 Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðarbæjar skuldar enn Hlaðbæ Colas fyrir viðgerðir á brautinni í Krýsuvík. Fréttablaðið/Daníel Stjórn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðarbæjar, AÍH, hefur óskað eftir aðkomu bæjarins til að greiða útistandandi skuld við Hlaðbæ Colas vegna malbiksviðgerða á akstursbraut félagsins við Krýsuvíkurveg. Íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins tók jákvætt í erindið og hvetur umhverfis- og framkvæmdaráð til að taka þátt í kostnaði eins og hægt er til að styðja við jaðaríþróttir. AÍH starfrækir íþróttastarf fyrir börn og unglinga og hafa um 14 unglingar nýtt sér starfið á ári hverju. Í bréfi frá félaginu til bæjarins í mars í fyrra segir að félagið hafi verið út undan í fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar frá upphafi en akstursíþróttir hafa verið stundaðar á svæði félagsins frá árinu 2002. Félagið tiltekur eitt atvik til að undirstrika alvarleika ástandsins. „Síðastliðið sumar varð áhorfandi á viðburði félagsins fyrir því óhappi að hluti af malbiki brotnaði upp og fleygðist til með þeim afleiðingum að hann hafnaði í handlegg mannsins sem marðist mikið, ekki viljum við til þess hugsa hverjar afleiðingarnar hefðu verið ef malbiksbúturinn hefði hafnað í börnum sem stóðu álengdar.“ Myndir sem sýna ástandið sýna að svæðið er að drabbast niður og löngu kominn tími á allsherjar viðhald. Þá er aðstöðu áhorfenda verulega ábótavant og þær girðingar sem eru til staðar eru bæði mjög gamlar og í lélegu ásigkomulagi auk þess sem girðingar vantar á stórum hluta svæðisins. „Í raun mætti segja að þær séu stórhættulegar þar sem vírar geta rekist í áhorfendur og duga einnig mjög illa til þess að halda aftur af áhorfendum og þá sérstaklega börnum,“ segir í bréfi félagsins til bæjaryfirvalda.Athugasemd ritstjórnarÍ fyrri útgáfu fréttar kom fram að AÍH væri eina akstursíþróttafélagið á landinu sem væri með íþróttastarf fyrir börn og unglinga og var unnið upp úr tilkynningu félagsins þar sem það var fullyrt. Komið hafa fram ábendingar um að það sé ekki rétt. Svipað starf má finna í öðrum vélhjólaíþróttaklúbbum víðs vegar um landið, svo sem á Akureyri, Höfn og Selfossi. Akstursíþróttir Hafnarfjörður Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Sjá meira
Stjórn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðarbæjar, AÍH, hefur óskað eftir aðkomu bæjarins til að greiða útistandandi skuld við Hlaðbæ Colas vegna malbiksviðgerða á akstursbraut félagsins við Krýsuvíkurveg. Íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins tók jákvætt í erindið og hvetur umhverfis- og framkvæmdaráð til að taka þátt í kostnaði eins og hægt er til að styðja við jaðaríþróttir. AÍH starfrækir íþróttastarf fyrir börn og unglinga og hafa um 14 unglingar nýtt sér starfið á ári hverju. Í bréfi frá félaginu til bæjarins í mars í fyrra segir að félagið hafi verið út undan í fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar frá upphafi en akstursíþróttir hafa verið stundaðar á svæði félagsins frá árinu 2002. Félagið tiltekur eitt atvik til að undirstrika alvarleika ástandsins. „Síðastliðið sumar varð áhorfandi á viðburði félagsins fyrir því óhappi að hluti af malbiki brotnaði upp og fleygðist til með þeim afleiðingum að hann hafnaði í handlegg mannsins sem marðist mikið, ekki viljum við til þess hugsa hverjar afleiðingarnar hefðu verið ef malbiksbúturinn hefði hafnað í börnum sem stóðu álengdar.“ Myndir sem sýna ástandið sýna að svæðið er að drabbast niður og löngu kominn tími á allsherjar viðhald. Þá er aðstöðu áhorfenda verulega ábótavant og þær girðingar sem eru til staðar eru bæði mjög gamlar og í lélegu ásigkomulagi auk þess sem girðingar vantar á stórum hluta svæðisins. „Í raun mætti segja að þær séu stórhættulegar þar sem vírar geta rekist í áhorfendur og duga einnig mjög illa til þess að halda aftur af áhorfendum og þá sérstaklega börnum,“ segir í bréfi félagsins til bæjaryfirvalda.Athugasemd ritstjórnarÍ fyrri útgáfu fréttar kom fram að AÍH væri eina akstursíþróttafélagið á landinu sem væri með íþróttastarf fyrir börn og unglinga og var unnið upp úr tilkynningu félagsins þar sem það var fullyrt. Komið hafa fram ábendingar um að það sé ekki rétt. Svipað starf má finna í öðrum vélhjólaíþróttaklúbbum víðs vegar um landið, svo sem á Akureyri, Höfn og Selfossi.
Akstursíþróttir Hafnarfjörður Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti