Sjálfstæði blaðamanna Hjálmar Jónsson skrifar 17. október 2019 12:00 Það hefur verið upplýsandi að fylgjast með tilraunum pólskra og ungverskra stjórnvalda til að ná stjórn á lýðræðislegri umræðu í löndum sínum og sýnir svo ekki verður um villst, að allir sem unna lýðræði og tjáningarfrelsinu sem er forsenda þess, verða að vera stöðugt á varðbergi. Það liggur svo í hlutarins eðli að kjarni tjáningarfrelsisins er rétturinn til þess að tjá skoðanir, sem kunna að vera óvinsælar, móðga eða særa, og/eða eru andstæðar almenningsálitinu og/eða ganga gegn viðurkenndum vísindalegum sannleik á hverjum tíma. Við megum aldrei láta undan þeirri ritskoðun hugarfarsins, sem samfélagsmiðlar meðal annarra ýta undir, með því að samþykkja gagnrýnislaust meirihlutaskoðanir og fordæmingu andstæðra sjónarmiða, hversu vel og rökvíslega þau eru sett fram og í samræmi við gildi okkar. Æðsta skylda blaðamannsins og okkar sem stöndum vörð um hið svokallaða fjórða vald er að varðveita gagnrýna hugsun og berjast gegn öllu því sem tálmar gagnsæi. Þannig veitum við valdinu aðhald. Vald spillir og alræðisvald gjörspillir vegna þess að tjáningarfrelsi er ekki við lýði í þeim löndum þar sem almenningur á ekki rödd. Gott dæmi um tilraunir stjórnvalda til þess að hafa áhrif á tjáningarfrelsið er að finna í stefnuskrá Laga og réttar, ráðandi stjórnmálaflokks í Póllandi og sigurvegara kosninganna um síðustu helgi, en flokkurinn hefur á stefnuskrá sinni „að setja sérstakar reglur um blaðamenn og búa til „nýtt fjölmiðlaskipulag” í landinu,” svo vitnað sé í frétt á heimasíðu BÍ, press.is, af þessu tilefni. Mogens Blicher Bjærregaard, forseti Evrópusambands blaðamanna, segir að með því að regluvæða blaðamannastéttina sé verið að binda enda á fjölmiðlafrelsi. Það sé skylda stjórnvalda í lýðfrjálsum ríkjum að styðja skilyrðislaust við frelsi fjölmiðla, en hins vegar sé það skylda blaðamanna og fjölmiðlanna að tryggja siðferðisviðmið og sjálfseftirlit! Nú vill svo óskemmtilega til að jafnvel hér á Ísa köldu landi á hjara veraldar erum við að glíma við draug þessa kyns í gervi svokallaðrar Fjölmiðlanefndar. Svo því sé til haga haldið að þá hefur nefndin ekki enn náð 10 ára aldri, en telur sig samt þess umkomna að segja blaðamönnum hvernig þeir eigi að vinna vinnuna sína með birtingu álitsgerða um efni fjölmiðla og vinnubrögð blaðamanna. Engir blaðamenn vinna þar þó og nánast engin reynsla af blaðamennsku er þar innan dyra. Allt eru þetta vissulega velmeinandi og vel gerðir einstaklingar, en aðalatriðið er að þeir eru hluti af stjórnvaldi og hafa sem slíkir tekið sér það vald að úrskurða hvað sé gjaldgeng blaðamennska og hvað ekki. Sannarlega er það ekki með vilja löggjafans að embættismenn á vegum stjórnvalda hafi tekið sér þetta vald, að mínu mati, heldur er þessi framgangsmáti réttlætur með langsóttum lagatúlkunum. Hitt er dagljóst að á meðan svona er málum háttað getur Fjölmiðlanefnd aldrei haft hlutverk í að úthluta fé til fjölmiðla verði tillögur menntamálaráðherra í þeim efnum að veruleika, sem vonir standa til um. Þeir sem hafa tekið sér það hlutverk að hafa eftirlit með fjölmiðlum, blaðamönnum og efnistökum þeirra, geta, að mínu viti, ekki úthlutað fjármunum til þeirra, að óbreyttum lögum, standist lagatúlkun Fjölmiðlanefndar. Hvaða augum yrði slíkt fyrirkomulag litið hér á landi ef það væri sett upp í Póllandi eða Ungverjalandi? Í lýðfrjálsum ríkjum eru það einungsis dómstólar sem hafa hlutverki að gegna við að setja tjáningarfrelsinu mörk. Blaðamannafélagið hefur svo staðið sig ágætlega í sjálfseftirliti með starfrækslu siðanefndar í meira en hálfa öld, en til hennar getur almenningur leitað telji hann á sér brotið í fjölmiðlaumfjöllun eða að blaðamenn hafi brotið siðareglur stéttarinnar. Það er svo mikið gleðiefni að nú skuli lokst hilla undir að tillögur komi fram á Alþingi um stuðning við upplýsingakerfið í landinu og menntamálaráðherra á heiður skilinn fyrir að hafa sett það mál á oddinn. Miklu skiptir að þau viðmið sem stuðst er við séu hlutlæg og komi að gagni með beinum hætti og ekki sé eytt fjármunum í óþarfa umbúnað. Beinast liggur við að endurgreiða fjölmiðlafyrirtækjum þá skatta sem á þá eru lagðir og stofnun öflugs rannsóknasjóðs um samfélagsmálefni sem fjölmiðlar og einstaklingar þeim tengdir geta sótt til. Miklu skiptir að vel takist til að tryggja hlutlausa og gagnrýna umfjöllun í landinu. Blaðamennska er sannarlega skemmtilegt starf og forréttindi að hafa fengið að gegna því í áratugi. Starfið er fyrst og fremst áhugadrifið, en áhuginn einn og sér dugir ekki endalaust! Háskólamenntaður blaðamaður með eins árs starfsreynslu er með 400.873 kr. í laun á mánuði frá 1. maí 2018 og 15% vantar upp á að laun blaðamanna hafi haldið í við almenna launaþróun í landinu. Þess vegna erum við blaðamenn í fyrsta skipti í rúm 40 ár að undirbúa aðgerðir til framgangs kröfum okkar, illu heilli. Það er hluti af því að bæta upplýsingakerfið í landinu, því til frambúðar verður ekki hægt að búa við þau kjör sem blaðamönnum eru boðin.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið upplýsandi að fylgjast með tilraunum pólskra og ungverskra stjórnvalda til að ná stjórn á lýðræðislegri umræðu í löndum sínum og sýnir svo ekki verður um villst, að allir sem unna lýðræði og tjáningarfrelsinu sem er forsenda þess, verða að vera stöðugt á varðbergi. Það liggur svo í hlutarins eðli að kjarni tjáningarfrelsisins er rétturinn til þess að tjá skoðanir, sem kunna að vera óvinsælar, móðga eða særa, og/eða eru andstæðar almenningsálitinu og/eða ganga gegn viðurkenndum vísindalegum sannleik á hverjum tíma. Við megum aldrei láta undan þeirri ritskoðun hugarfarsins, sem samfélagsmiðlar meðal annarra ýta undir, með því að samþykkja gagnrýnislaust meirihlutaskoðanir og fordæmingu andstæðra sjónarmiða, hversu vel og rökvíslega þau eru sett fram og í samræmi við gildi okkar. Æðsta skylda blaðamannsins og okkar sem stöndum vörð um hið svokallaða fjórða vald er að varðveita gagnrýna hugsun og berjast gegn öllu því sem tálmar gagnsæi. Þannig veitum við valdinu aðhald. Vald spillir og alræðisvald gjörspillir vegna þess að tjáningarfrelsi er ekki við lýði í þeim löndum þar sem almenningur á ekki rödd. Gott dæmi um tilraunir stjórnvalda til þess að hafa áhrif á tjáningarfrelsið er að finna í stefnuskrá Laga og réttar, ráðandi stjórnmálaflokks í Póllandi og sigurvegara kosninganna um síðustu helgi, en flokkurinn hefur á stefnuskrá sinni „að setja sérstakar reglur um blaðamenn og búa til „nýtt fjölmiðlaskipulag” í landinu,” svo vitnað sé í frétt á heimasíðu BÍ, press.is, af þessu tilefni. Mogens Blicher Bjærregaard, forseti Evrópusambands blaðamanna, segir að með því að regluvæða blaðamannastéttina sé verið að binda enda á fjölmiðlafrelsi. Það sé skylda stjórnvalda í lýðfrjálsum ríkjum að styðja skilyrðislaust við frelsi fjölmiðla, en hins vegar sé það skylda blaðamanna og fjölmiðlanna að tryggja siðferðisviðmið og sjálfseftirlit! Nú vill svo óskemmtilega til að jafnvel hér á Ísa köldu landi á hjara veraldar erum við að glíma við draug þessa kyns í gervi svokallaðrar Fjölmiðlanefndar. Svo því sé til haga haldið að þá hefur nefndin ekki enn náð 10 ára aldri, en telur sig samt þess umkomna að segja blaðamönnum hvernig þeir eigi að vinna vinnuna sína með birtingu álitsgerða um efni fjölmiðla og vinnubrögð blaðamanna. Engir blaðamenn vinna þar þó og nánast engin reynsla af blaðamennsku er þar innan dyra. Allt eru þetta vissulega velmeinandi og vel gerðir einstaklingar, en aðalatriðið er að þeir eru hluti af stjórnvaldi og hafa sem slíkir tekið sér það vald að úrskurða hvað sé gjaldgeng blaðamennska og hvað ekki. Sannarlega er það ekki með vilja löggjafans að embættismenn á vegum stjórnvalda hafi tekið sér þetta vald, að mínu mati, heldur er þessi framgangsmáti réttlætur með langsóttum lagatúlkunum. Hitt er dagljóst að á meðan svona er málum háttað getur Fjölmiðlanefnd aldrei haft hlutverk í að úthluta fé til fjölmiðla verði tillögur menntamálaráðherra í þeim efnum að veruleika, sem vonir standa til um. Þeir sem hafa tekið sér það hlutverk að hafa eftirlit með fjölmiðlum, blaðamönnum og efnistökum þeirra, geta, að mínu viti, ekki úthlutað fjármunum til þeirra, að óbreyttum lögum, standist lagatúlkun Fjölmiðlanefndar. Hvaða augum yrði slíkt fyrirkomulag litið hér á landi ef það væri sett upp í Póllandi eða Ungverjalandi? Í lýðfrjálsum ríkjum eru það einungsis dómstólar sem hafa hlutverki að gegna við að setja tjáningarfrelsinu mörk. Blaðamannafélagið hefur svo staðið sig ágætlega í sjálfseftirliti með starfrækslu siðanefndar í meira en hálfa öld, en til hennar getur almenningur leitað telji hann á sér brotið í fjölmiðlaumfjöllun eða að blaðamenn hafi brotið siðareglur stéttarinnar. Það er svo mikið gleðiefni að nú skuli lokst hilla undir að tillögur komi fram á Alþingi um stuðning við upplýsingakerfið í landinu og menntamálaráðherra á heiður skilinn fyrir að hafa sett það mál á oddinn. Miklu skiptir að þau viðmið sem stuðst er við séu hlutlæg og komi að gagni með beinum hætti og ekki sé eytt fjármunum í óþarfa umbúnað. Beinast liggur við að endurgreiða fjölmiðlafyrirtækjum þá skatta sem á þá eru lagðir og stofnun öflugs rannsóknasjóðs um samfélagsmálefni sem fjölmiðlar og einstaklingar þeim tengdir geta sótt til. Miklu skiptir að vel takist til að tryggja hlutlausa og gagnrýna umfjöllun í landinu. Blaðamennska er sannarlega skemmtilegt starf og forréttindi að hafa fengið að gegna því í áratugi. Starfið er fyrst og fremst áhugadrifið, en áhuginn einn og sér dugir ekki endalaust! Háskólamenntaður blaðamaður með eins árs starfsreynslu er með 400.873 kr. í laun á mánuði frá 1. maí 2018 og 15% vantar upp á að laun blaðamanna hafi haldið í við almenna launaþróun í landinu. Þess vegna erum við blaðamenn í fyrsta skipti í rúm 40 ár að undirbúa aðgerðir til framgangs kröfum okkar, illu heilli. Það er hluti af því að bæta upplýsingakerfið í landinu, því til frambúðar verður ekki hægt að búa við þau kjör sem blaðamönnum eru boðin.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun