Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. október 2019 13:15 Nánustu aðstandendur Erlends Pálssonar segja að hann sé fullkomið dæmi um að allt sé hægt ef manni langi það nógu mikið. Myndir úr einkasafni Í gær var eitt ár síðan æxli á stærð við golfkúlu var fjarlægt úr höfði Erlends Pálssonar. Núna er hann staddur í fjallgöngu í Nepal, að láta draum sinn um að klífa fjallið Ama Dablam rætast. Erlendur er giftur tveggja barna faðir og er sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, hann missti aldrei sjónar á markmiðinu sínu þrátt fyrir að veikindin hafi gert verkefnið mun meira krefjandi. „Æxlið fannst þannig, að ég fékk suð fyrir eyrun og heimilislæknirinn var svo almennilegur að senda mig í myndatöku. Þá fannst æxlið en ég er ennþá með suðið,“ segir Erlendur í samtali við Vísi. „Það fannst fyrir algjöra tilviljun en var góðkynja æxli, sem betur fer, um það bil golfkúla á stærð.“ Heimilislæknir í sumarafleysingu tók þá frábæru ákvörðun um að senda Erlend í höfuðmyndatöku og var hann í kjölfarið sendur til sérfræðings. „Þetta var pínu sjokk en læknirinn sem mér var vísað á var algjörlega frábær og útskýrði þetta allt vel fyrir mér, sagði mér frá því að það væru góðar líkur. Þetta var bara verkefni sem ég þurfti að klára.“ Fjallið Ama Dablam, sem Erlendur stefnir á að toppa í kringum mánaðarmótin.Mynd úr einkasafni Æxlið fór með á toppinn Erlendur var 51 árs þegar æxlið fannst en þrátt fyrir að hann hafi fengið fréttir um að hann væri með æxli á stærð við golfkúlu í höfðinu, vildi hann bíða með að láta fjarlægja það. „Ég fór til Kilimanjaro með æxlið. Ég vildi fara á Kilimanjaro og klára þá ferð, æxlið fékk að fara með, í samráði við lækninn af sjálfsögðu og það var allt í góðu.“ Aðgerðin var gerð sex mánuðum eftir að æxlið fannst og gekk mjög vel. „Ég var bara svæfður og flís skorin úr höfuðkúpunni, skorið á og svo lokað, heftað saman. Mjög einföld aðgerð sagði hann, mér fannst það ekkert auðvelt.“ Heilaskurðæknirinn náði að fjarlægja allt æxlið og þar sem það var góðkynja þurfti hann ekki að fara í neina lyfjameðferð. „Svo fer í tékk núna eftir að ég kem heim aftur, af því að það er liðið ár.“ Erlendur segir að þetta hafi verið mjög hægvaxta æxli, sem þýðir að það var í einhver ár að stækka í höfðinu án þess að hann vissi af því. Á þeim tíma sem Erlendur fékk greininguna var hann í frábæru líkamlegu formi og telur hann að það hafi hjálpað mjög mikið í bataferlinu. „Ég var í mjög góðu formi og var fljótur að ná mér, það gerði þetta í raun allt miklu einfaldara. Ég var svona mánuð að ná mér, í fimmtu viku var ég kominn í vinnu. Ég var bara í mjög góðu formi.“ Ástæða þess að Erlendur var í þessu góða formi var að hann var á fullu að þjálfa sig fyrir stórt verkefni, að klífa fjallið Ama Dablam, sem þykir með fallegustu tindum heims. „Það var fyrir þremur árum sem ég kom hérna með konunni minni og góðum hóp, við löbbuðum í grunnbúðir Everest. Þetta fjall blasir við manni alla leiðina, er alveg stórkostlega fallegt fjall. Einhvern veginn fékk ég þá flugu í hausinn að ég ætlaði að fara þarna upp.“ Fjallgöngurnar hafa breytt lífi Erlends og lagði hann mikið á sig til þess að komast í form fyrir þessa ferð.Mynd úr einkasafni Gat ekki sleppt tækifærinu Eftir að Erlendur fékk þessa hugmynd þá var ekki aftur snúið, hann var tilbúinn til að leggja allt í að undirbúa sig fyrir þessa áskorun. „Þarna kunni ég ekkert í fjallamennsku, ekki þannig, svo að ég er búinn að fara í björgunarsveitarþjálfun, þetta hefur verið mikið undirbúningstímabil að læra fjallamennsku. Ég setti mér þetta markmið og ætlaði í rauninni að fara innan fimm ára.“ Þetta hefur ekki verið auðvelt ferli fyrir Erlend, enda þurfti hann að láta fjarlægja æxlið á meðan undirbúningnum stóð. Líkamleg þjálfun hans var líka einstaklega krefjandi. „Ég var í miðri björgunarsveitarþjálfun þegar ég fékk æxlið. Sem betur fer unnu þau með mér hjá björgunarsveitinni svo ég fékk að útskrifast og klára þetta allt saman.“ Hann er núna í flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og verður það áfram. Þegar Vilborg Arna Gissurardóttir, fyrsta íslenska konan til að klífa Everest, sagði Erlendi frá ferð sem hún var að fara á Ama Dablam, þá gat hann einfaldlega ekki sleppt því að fara með. „Ég ætlaði ekki að fara fyrr en eftir tvö ár en þetta var tækifæri sem er ekki hægt að sleppa.“ Hópurinn flaug út 10. október síðastliðinn og lenti daginn eftir í Katmandú. „Strax daginn eftir erum við í Khumbu, á litla Lukla flugvellinum sem er frægur fyrir að vera hættulegasti flugvöllur í heimi. Þú flýgur bara inn í fjallshlíð, svona lítil flugbraut sem hallar upp. Svo þegar þú flýgur frá vellinum þá flýgur þú bara fram af kletti. Þetta er alveg magnaður völlur, það er mjög merkilegt að koma þarna.“ Vísir náði tali af Erlendi í lélegu símasambandi á afskekktum stað í Nepal. Hann var spenntur fyrir verkefninu framundan.Mynd úr einkasafni Sá hvert styrkirnir fara „Þegar við vorum hérna fyrir þremur árum, þá var konan mín með mér og þá kynntumst við góðgerðarsamtökum sem heita Empower Nepali girls, snýst um að styrkja stúlkur hérna í Nepal til náms.“ Þetta eru lítil samtök og Erlendur stofnaði Íslandsdeild ásamt konu sinni, Guðrúnu Hörpu Bjarnadóttur. Nánar er hægt að lesa um Empower Nepali Girls - Íslandsdeild á Facebook. „Við höfum verið með á hverjum Uppstigningardegi viðburð á Úlfarsfelli sem við köllum Mitt eigið Everest. Við höfum safnað talsvert miklum peningum fyrir þessi samtök. Þetta snýst um að það er valin stúlka úr hverju þorpi hérna í Nepal, besti námsmaðurinn. Þær eru styrktar til að verða fyrirmyndir fyrir aðrar stúlkur, eru styrktar alveg fram í háskólanám. Þetta er mjög merkilegt starf hjá þeim og bara einn starfsmaður, það fer hver einasta króna í að mennta stúlkur.“ Í ferðinni núna náði Erlendur að hitta konuna sem kynnti þau fyrir samtökunum og einnig stúlkur sem eru á þessum námsstyrk í dag. „Ég hitti stúlkurnar í Katmandú núna daginn sem ég var þar, var í kennslustund með þeim,“ Erlendur segir að þetta hafi verið dásamlegur og mjög skemmtilegur fundur, að sjá það sem upphæðirnar sem safnast eru notaðar í. „Þetta voru elstu stelpurnar, sem eru komnar í háskólanámið. Þær eru úr fátækum þorpum. Tækifærin sem þær hafa hérna eru ótrúlega lítil, þær fá ekki einu sinni að vera burðarmenn, þær eru bara að vinna heima. 13, 14 ára eru þær jafnvel farnar að eiga börn. Á blæðingum er ennþá verið að senda stúlkur út í gripahús á meðan blæðingunum stendur, þetta er allt svo frumstætt.“ Hann bendir einnig á að 12 þúsund stelpur þaðan séu seldar til Indlands á hverju ári. „Þær lifa ekki lengi þar. Þannig að það er þörf hérna til að styrkja þessar stelpur og mennta þær. Það er svo mikilvægt.“ Með stúlkunum í NepalMynd úr einkasafni Hæðaraðlögunin mikilvæg Erlendur er í flottum hópi göngugarpa og fjallaklifrara í Nepal og segir að líkamleg líðan sín sé búin að vera mjög góð fyrstu daga göngunnar. „Ég finn ekkert fyrir hæðinni núna, ótrúlega ferskur. Ég var svolítið lengi í gang eftir aðgerðina en var komin á fullt vel fyrir ferðina, tíu kílóum síðar, ég náði þeim af mér í veikindunum.“ Erlendur er staddur á afskekktum stað efst í Khumbudalnum í Nepal þegar blaðamaður nær tali af honum. Hann segir að ferðin hafi hingað til gengið frábærlega og hópurinn ætlar að vera kominn í grunnbúðir Everest um helgina. „Svo er stefnt á fjall sem heitir Island peak og er 6.300 metra fjall. Svo er það Ama Dablam, við stefnum á að toppa þar í kringum mánaðarmótin, við þurfum allan þennan tíma til að ná hæðaraðlöguninni.“ Það er mjög mikilvægt fyrir Erlend að vera að ná þessu markmiði sínu, að klífa Ama Dablam. „Ég er svolítið markmiðabrjálaður, set mér alltaf svona fimm ára markmið, öll vegferðin að þessu markmiði var ótrúleg, það er ferðalagið sem skiptir máli ekki toppurinn. Að fara og læra fjallamennsku og koma mér í að geta meira.“ Erlendur setur sér alltaf fimm ára markmið og lítur út fyrir að hann nái þessu markmiði á þremur árum.Mynd úr einkasafni Lærði að vera þakklátari Skömmu áður en Erlendur fór út, þurfti hann að kveðja nána frænku sem féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Hún var ekki eins heppin og ég, maður hugsar mjög stíft til hennar hérna.“ Erlendur segir að stærsti lærdómurinn sem hann hafi fengið á þessum veikindum, hafi verið að hann lærði að vera þakklátari. Þó að ferlið allt hafi verið lærdómsríkt og skemmtilegt þá var samt eitt sem stóð upp úr í undirbúningnum fyrir gönguna á Ama Dablam. „Björgunarsveitin og björgunarsveitarnámið og allur sá félagsskapur kom mér ótrúlega skemmtilega á óvart, mér þykir ótrúlega vænt um það allt saman og þann hóp sem ég var með. Svo líka bara að geta þetta. Það stendur líka upp úr að halda heilsunni til að geta þetta.“ Erlendur viðurkennir að það verði líka mikill sigur að ná að sýna fram á að hann geti þetta, komist alla leið á toppinn. Hann hefur haft trú á verkefninu frá upphafi og stefndi alltaf ótrauður áfram. „Ég var alltaf viss, það hjálpaði mér líka alveg helling, það var aldrei vafi. Ég þurfti svolítið að leggja meira á mig í æfingum og öðru slíku, fara upp á Móskarðshnjúka þrisvar í viku, hlaupa og hjóla, alls konar undirbúningur. Þetta er búið að vera frábært ferðalag.“ Fjallamennska Heilsa Helgarviðtal Nepal Viðtal Tengdar fréttir Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45 Gengið á Úlfarsfell til styrktar nepölskum stúlkum: „Hvetjum fólk til að sigrast á sínu eigin Everest“ Búast má við fjölmenni í hlíðum Úlfarsfells í dag þar sem viðburðurinn Mitt eigið Everest er haldið í þriðja sinn. 30. maí 2019 08:30 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira
Í gær var eitt ár síðan æxli á stærð við golfkúlu var fjarlægt úr höfði Erlends Pálssonar. Núna er hann staddur í fjallgöngu í Nepal, að láta draum sinn um að klífa fjallið Ama Dablam rætast. Erlendur er giftur tveggja barna faðir og er sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, hann missti aldrei sjónar á markmiðinu sínu þrátt fyrir að veikindin hafi gert verkefnið mun meira krefjandi. „Æxlið fannst þannig, að ég fékk suð fyrir eyrun og heimilislæknirinn var svo almennilegur að senda mig í myndatöku. Þá fannst æxlið en ég er ennþá með suðið,“ segir Erlendur í samtali við Vísi. „Það fannst fyrir algjöra tilviljun en var góðkynja æxli, sem betur fer, um það bil golfkúla á stærð.“ Heimilislæknir í sumarafleysingu tók þá frábæru ákvörðun um að senda Erlend í höfuðmyndatöku og var hann í kjölfarið sendur til sérfræðings. „Þetta var pínu sjokk en læknirinn sem mér var vísað á var algjörlega frábær og útskýrði þetta allt vel fyrir mér, sagði mér frá því að það væru góðar líkur. Þetta var bara verkefni sem ég þurfti að klára.“ Fjallið Ama Dablam, sem Erlendur stefnir á að toppa í kringum mánaðarmótin.Mynd úr einkasafni Æxlið fór með á toppinn Erlendur var 51 árs þegar æxlið fannst en þrátt fyrir að hann hafi fengið fréttir um að hann væri með æxli á stærð við golfkúlu í höfðinu, vildi hann bíða með að láta fjarlægja það. „Ég fór til Kilimanjaro með æxlið. Ég vildi fara á Kilimanjaro og klára þá ferð, æxlið fékk að fara með, í samráði við lækninn af sjálfsögðu og það var allt í góðu.“ Aðgerðin var gerð sex mánuðum eftir að æxlið fannst og gekk mjög vel. „Ég var bara svæfður og flís skorin úr höfuðkúpunni, skorið á og svo lokað, heftað saman. Mjög einföld aðgerð sagði hann, mér fannst það ekkert auðvelt.“ Heilaskurðæknirinn náði að fjarlægja allt æxlið og þar sem það var góðkynja þurfti hann ekki að fara í neina lyfjameðferð. „Svo fer í tékk núna eftir að ég kem heim aftur, af því að það er liðið ár.“ Erlendur segir að þetta hafi verið mjög hægvaxta æxli, sem þýðir að það var í einhver ár að stækka í höfðinu án þess að hann vissi af því. Á þeim tíma sem Erlendur fékk greininguna var hann í frábæru líkamlegu formi og telur hann að það hafi hjálpað mjög mikið í bataferlinu. „Ég var í mjög góðu formi og var fljótur að ná mér, það gerði þetta í raun allt miklu einfaldara. Ég var svona mánuð að ná mér, í fimmtu viku var ég kominn í vinnu. Ég var bara í mjög góðu formi.“ Ástæða þess að Erlendur var í þessu góða formi var að hann var á fullu að þjálfa sig fyrir stórt verkefni, að klífa fjallið Ama Dablam, sem þykir með fallegustu tindum heims. „Það var fyrir þremur árum sem ég kom hérna með konunni minni og góðum hóp, við löbbuðum í grunnbúðir Everest. Þetta fjall blasir við manni alla leiðina, er alveg stórkostlega fallegt fjall. Einhvern veginn fékk ég þá flugu í hausinn að ég ætlaði að fara þarna upp.“ Fjallgöngurnar hafa breytt lífi Erlends og lagði hann mikið á sig til þess að komast í form fyrir þessa ferð.Mynd úr einkasafni Gat ekki sleppt tækifærinu Eftir að Erlendur fékk þessa hugmynd þá var ekki aftur snúið, hann var tilbúinn til að leggja allt í að undirbúa sig fyrir þessa áskorun. „Þarna kunni ég ekkert í fjallamennsku, ekki þannig, svo að ég er búinn að fara í björgunarsveitarþjálfun, þetta hefur verið mikið undirbúningstímabil að læra fjallamennsku. Ég setti mér þetta markmið og ætlaði í rauninni að fara innan fimm ára.“ Þetta hefur ekki verið auðvelt ferli fyrir Erlend, enda þurfti hann að láta fjarlægja æxlið á meðan undirbúningnum stóð. Líkamleg þjálfun hans var líka einstaklega krefjandi. „Ég var í miðri björgunarsveitarþjálfun þegar ég fékk æxlið. Sem betur fer unnu þau með mér hjá björgunarsveitinni svo ég fékk að útskrifast og klára þetta allt saman.“ Hann er núna í flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og verður það áfram. Þegar Vilborg Arna Gissurardóttir, fyrsta íslenska konan til að klífa Everest, sagði Erlendi frá ferð sem hún var að fara á Ama Dablam, þá gat hann einfaldlega ekki sleppt því að fara með. „Ég ætlaði ekki að fara fyrr en eftir tvö ár en þetta var tækifæri sem er ekki hægt að sleppa.“ Hópurinn flaug út 10. október síðastliðinn og lenti daginn eftir í Katmandú. „Strax daginn eftir erum við í Khumbu, á litla Lukla flugvellinum sem er frægur fyrir að vera hættulegasti flugvöllur í heimi. Þú flýgur bara inn í fjallshlíð, svona lítil flugbraut sem hallar upp. Svo þegar þú flýgur frá vellinum þá flýgur þú bara fram af kletti. Þetta er alveg magnaður völlur, það er mjög merkilegt að koma þarna.“ Vísir náði tali af Erlendi í lélegu símasambandi á afskekktum stað í Nepal. Hann var spenntur fyrir verkefninu framundan.Mynd úr einkasafni Sá hvert styrkirnir fara „Þegar við vorum hérna fyrir þremur árum, þá var konan mín með mér og þá kynntumst við góðgerðarsamtökum sem heita Empower Nepali girls, snýst um að styrkja stúlkur hérna í Nepal til náms.“ Þetta eru lítil samtök og Erlendur stofnaði Íslandsdeild ásamt konu sinni, Guðrúnu Hörpu Bjarnadóttur. Nánar er hægt að lesa um Empower Nepali Girls - Íslandsdeild á Facebook. „Við höfum verið með á hverjum Uppstigningardegi viðburð á Úlfarsfelli sem við köllum Mitt eigið Everest. Við höfum safnað talsvert miklum peningum fyrir þessi samtök. Þetta snýst um að það er valin stúlka úr hverju þorpi hérna í Nepal, besti námsmaðurinn. Þær eru styrktar til að verða fyrirmyndir fyrir aðrar stúlkur, eru styrktar alveg fram í háskólanám. Þetta er mjög merkilegt starf hjá þeim og bara einn starfsmaður, það fer hver einasta króna í að mennta stúlkur.“ Í ferðinni núna náði Erlendur að hitta konuna sem kynnti þau fyrir samtökunum og einnig stúlkur sem eru á þessum námsstyrk í dag. „Ég hitti stúlkurnar í Katmandú núna daginn sem ég var þar, var í kennslustund með þeim,“ Erlendur segir að þetta hafi verið dásamlegur og mjög skemmtilegur fundur, að sjá það sem upphæðirnar sem safnast eru notaðar í. „Þetta voru elstu stelpurnar, sem eru komnar í háskólanámið. Þær eru úr fátækum þorpum. Tækifærin sem þær hafa hérna eru ótrúlega lítil, þær fá ekki einu sinni að vera burðarmenn, þær eru bara að vinna heima. 13, 14 ára eru þær jafnvel farnar að eiga börn. Á blæðingum er ennþá verið að senda stúlkur út í gripahús á meðan blæðingunum stendur, þetta er allt svo frumstætt.“ Hann bendir einnig á að 12 þúsund stelpur þaðan séu seldar til Indlands á hverju ári. „Þær lifa ekki lengi þar. Þannig að það er þörf hérna til að styrkja þessar stelpur og mennta þær. Það er svo mikilvægt.“ Með stúlkunum í NepalMynd úr einkasafni Hæðaraðlögunin mikilvæg Erlendur er í flottum hópi göngugarpa og fjallaklifrara í Nepal og segir að líkamleg líðan sín sé búin að vera mjög góð fyrstu daga göngunnar. „Ég finn ekkert fyrir hæðinni núna, ótrúlega ferskur. Ég var svolítið lengi í gang eftir aðgerðina en var komin á fullt vel fyrir ferðina, tíu kílóum síðar, ég náði þeim af mér í veikindunum.“ Erlendur er staddur á afskekktum stað efst í Khumbudalnum í Nepal þegar blaðamaður nær tali af honum. Hann segir að ferðin hafi hingað til gengið frábærlega og hópurinn ætlar að vera kominn í grunnbúðir Everest um helgina. „Svo er stefnt á fjall sem heitir Island peak og er 6.300 metra fjall. Svo er það Ama Dablam, við stefnum á að toppa þar í kringum mánaðarmótin, við þurfum allan þennan tíma til að ná hæðaraðlöguninni.“ Það er mjög mikilvægt fyrir Erlend að vera að ná þessu markmiði sínu, að klífa Ama Dablam. „Ég er svolítið markmiðabrjálaður, set mér alltaf svona fimm ára markmið, öll vegferðin að þessu markmiði var ótrúleg, það er ferðalagið sem skiptir máli ekki toppurinn. Að fara og læra fjallamennsku og koma mér í að geta meira.“ Erlendur setur sér alltaf fimm ára markmið og lítur út fyrir að hann nái þessu markmiði á þremur árum.Mynd úr einkasafni Lærði að vera þakklátari Skömmu áður en Erlendur fór út, þurfti hann að kveðja nána frænku sem féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Hún var ekki eins heppin og ég, maður hugsar mjög stíft til hennar hérna.“ Erlendur segir að stærsti lærdómurinn sem hann hafi fengið á þessum veikindum, hafi verið að hann lærði að vera þakklátari. Þó að ferlið allt hafi verið lærdómsríkt og skemmtilegt þá var samt eitt sem stóð upp úr í undirbúningnum fyrir gönguna á Ama Dablam. „Björgunarsveitin og björgunarsveitarnámið og allur sá félagsskapur kom mér ótrúlega skemmtilega á óvart, mér þykir ótrúlega vænt um það allt saman og þann hóp sem ég var með. Svo líka bara að geta þetta. Það stendur líka upp úr að halda heilsunni til að geta þetta.“ Erlendur viðurkennir að það verði líka mikill sigur að ná að sýna fram á að hann geti þetta, komist alla leið á toppinn. Hann hefur haft trú á verkefninu frá upphafi og stefndi alltaf ótrauður áfram. „Ég var alltaf viss, það hjálpaði mér líka alveg helling, það var aldrei vafi. Ég þurfti svolítið að leggja meira á mig í æfingum og öðru slíku, fara upp á Móskarðshnjúka þrisvar í viku, hlaupa og hjóla, alls konar undirbúningur. Þetta er búið að vera frábært ferðalag.“
Fjallamennska Heilsa Helgarviðtal Nepal Viðtal Tengdar fréttir Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45 Gengið á Úlfarsfell til styrktar nepölskum stúlkum: „Hvetjum fólk til að sigrast á sínu eigin Everest“ Búast má við fjölmenni í hlíðum Úlfarsfells í dag þar sem viðburðurinn Mitt eigið Everest er haldið í þriðja sinn. 30. maí 2019 08:30 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira
Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45
Gengið á Úlfarsfell til styrktar nepölskum stúlkum: „Hvetjum fólk til að sigrast á sínu eigin Everest“ Búast má við fjölmenni í hlíðum Úlfarsfells í dag þar sem viðburðurinn Mitt eigið Everest er haldið í þriðja sinn. 30. maí 2019 08:30