Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 13:30 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að annir í þinginu hafi ekki verið þess eðlis að hann teldi tilefni til að kalla inn varamann. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, er varamaður Ólafs. Vísir/samsett Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. Ólafur var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu kosningum en gekk í raðir Miðflokksins eftir að honum var vikið úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða. Það þýðir að varamaður Ólafs er Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi úr Flokki fólksins.DV greinir fyrst frá en í samtali við Vísi segir Ólafur að veikindin hafi borið brátt að. Hann hafi verið lagður inn á spítala 23. september og honum hafi verið ráðlagt af læknum að fara í veikindaleyfi. Hann hafi aftur á móti ekki talið tilefni til að kalla inn varamann. „Það eru ekki þannig annir á Alþingi um þetta leyti að ég sæi neina ástæðu til þess,“ segir Ólafur sem nú er mættur aftur til starfa. Hann segir þó að skrifstofa þingsins hafi verið upplýst um stöðuna eftir að hann var lagður inn. Hann kveðst telja að aðal tilefnið til að kalla inn varamenn sé þegar það eru miklar starfsannir í þinginu og mikilvægar atkvæðagreiðslur. Þá segist hann jafnframt hafa viljað sýna gott fordæmi með tilliti til sparnaðar í opinberum fjármálum enda sé kostnaðarsamt að kalla inn varaþingmenn. „Það hefur verið hvatt til þess af hálfu yfirstjórnar þingsins að menn væru ekki að kalla inn varamenn að óþörfu,“ segir Ólafur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að honum hafi ekki verið kunnugt um það fyrr en nýlega að Ólafur hafi glímt við veikindi. Ólafur hafi ekki tilkynnt honum sjálfum sérstaklega um það þótt hann hafi verið talsvert fjarverandi. Steingrímur segir að engin sérstök tímamörk séu fyrir hendi um það hversu lengi þingmenn geti verið fjarverandi án þess að fara í veikindaleyfi eða kalli inn varamann. Í sjálfu sér sé það undir viðkomandi þingmanni og þingflokki hans komið að taka ákvörðun um það. Séu menn lengi í burtu geti það kallað á meiri vinnu fyrir aðra í þingflokknum. „Það er óvenjulegt að það sé mjög lengi og algengara, ef menn eru veikir í langan tíma, er að vara í veikindaleyfi,“ segir Steingrímur, sem að öðru leyti kveðst lítið hafa að segja um tilfelli Ólafs Ísleifssonar. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. Ólafur var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu kosningum en gekk í raðir Miðflokksins eftir að honum var vikið úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða. Það þýðir að varamaður Ólafs er Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi úr Flokki fólksins.DV greinir fyrst frá en í samtali við Vísi segir Ólafur að veikindin hafi borið brátt að. Hann hafi verið lagður inn á spítala 23. september og honum hafi verið ráðlagt af læknum að fara í veikindaleyfi. Hann hafi aftur á móti ekki talið tilefni til að kalla inn varamann. „Það eru ekki þannig annir á Alþingi um þetta leyti að ég sæi neina ástæðu til þess,“ segir Ólafur sem nú er mættur aftur til starfa. Hann segir þó að skrifstofa þingsins hafi verið upplýst um stöðuna eftir að hann var lagður inn. Hann kveðst telja að aðal tilefnið til að kalla inn varamenn sé þegar það eru miklar starfsannir í þinginu og mikilvægar atkvæðagreiðslur. Þá segist hann jafnframt hafa viljað sýna gott fordæmi með tilliti til sparnaðar í opinberum fjármálum enda sé kostnaðarsamt að kalla inn varaþingmenn. „Það hefur verið hvatt til þess af hálfu yfirstjórnar þingsins að menn væru ekki að kalla inn varamenn að óþörfu,“ segir Ólafur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að honum hafi ekki verið kunnugt um það fyrr en nýlega að Ólafur hafi glímt við veikindi. Ólafur hafi ekki tilkynnt honum sjálfum sérstaklega um það þótt hann hafi verið talsvert fjarverandi. Steingrímur segir að engin sérstök tímamörk séu fyrir hendi um það hversu lengi þingmenn geti verið fjarverandi án þess að fara í veikindaleyfi eða kalli inn varamann. Í sjálfu sér sé það undir viðkomandi þingmanni og þingflokki hans komið að taka ákvörðun um það. Séu menn lengi í burtu geti það kallað á meiri vinnu fyrir aðra í þingflokknum. „Það er óvenjulegt að það sé mjög lengi og algengara, ef menn eru veikir í langan tíma, er að vara í veikindaleyfi,“ segir Steingrímur, sem að öðru leyti kveðst lítið hafa að segja um tilfelli Ólafs Ísleifssonar.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira