Segir arftaka Birgis og Magnúsar ekki njóta sinnar virðingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2019 13:59 Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Nýir yfirmenn sem SÍBS skipi njóti ekki sinnar virðingar en þau séu handbendi stjórnarinnar sem starfsfólk Reykjalundar treystir ekki.Gerðu athugasemdir við skipurit Herdís Gunnarsdóttir var ráðin í starfið og kynnt til leiks þann 23. ágúst síðastliðinn. Í dag var svo tilkynnt að hún sinnti jafnframt starfi forstjóra á meðan staðan væri auglýst eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar um mánaðamótin. Mikil ólga var á Reykjalundi í síðustu viku. Starfsfólk sendi sjúklinga heim á fimmtudaginn og einn starfsmaður sagði að annaðhvort viki stjórn SÍBS eða starfsfólkið. „Þessi ólga er vissulega enn þá og mikil óvissa en upphaf þessa máls eru skipuritsbreytingar sem voru kynntar skömmu fyrir sumarlokun og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Starfsmenn og faghópar gerðu athugasemdir við ferlið, bæði við formann stjórnar SÍBS og framkvæmdastjórnar Reykjalundar, en það eina sem virðist hafa komið út úr því er að bæði forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga voru reknir en ferillinn látinn standa,“ sagði Magðalena í viðtali við fréttastofu í morgun.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag þar sem Ólafur Þór Ævarsson var kynntur til leiks.Vísir/SigurjónÍ hádeginu var tilkynnt á starfsmannafundi á Reykjalundi, sem fáir sóttu, að Ólafur Þór Ævarsson tæki við af Magnúsi Ólasyni sem framkvæmdastjóra lækninga. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, sagði í viðtali fyrir helgi að Magnús hefði neitað að hætta störfum eins og til hefði staðið sökum aldurs þótt búið væri að ráða í starf hans. Magðalena segist íhuga stöðu sína hjá Reykjalundi. „Það var náttúrulega ótrúleg samstaða sem skapaðist hér á fimmtudaginn var, daginn eftir að framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp, og við lýstum vantrausti á stjórn SÍBS sem fer með yfirstjórn Reykjalundar. Í mínum huga er ekki starfandi undir þeirri stjórn og hver sá sem þau setja í þær stöður, sem munu vera tilkynntar nú á eftir, nýtur ekki minnar virðingar. Þannig að ég tel mig ekki geta unnið undir [eða verið] handbendi þeirrar stjórnar.“ Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Nýir yfirmenn sem SÍBS skipi njóti ekki sinnar virðingar en þau séu handbendi stjórnarinnar sem starfsfólk Reykjalundar treystir ekki.Gerðu athugasemdir við skipurit Herdís Gunnarsdóttir var ráðin í starfið og kynnt til leiks þann 23. ágúst síðastliðinn. Í dag var svo tilkynnt að hún sinnti jafnframt starfi forstjóra á meðan staðan væri auglýst eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar um mánaðamótin. Mikil ólga var á Reykjalundi í síðustu viku. Starfsfólk sendi sjúklinga heim á fimmtudaginn og einn starfsmaður sagði að annaðhvort viki stjórn SÍBS eða starfsfólkið. „Þessi ólga er vissulega enn þá og mikil óvissa en upphaf þessa máls eru skipuritsbreytingar sem voru kynntar skömmu fyrir sumarlokun og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Starfsmenn og faghópar gerðu athugasemdir við ferlið, bæði við formann stjórnar SÍBS og framkvæmdastjórnar Reykjalundar, en það eina sem virðist hafa komið út úr því er að bæði forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga voru reknir en ferillinn látinn standa,“ sagði Magðalena í viðtali við fréttastofu í morgun.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag þar sem Ólafur Þór Ævarsson var kynntur til leiks.Vísir/SigurjónÍ hádeginu var tilkynnt á starfsmannafundi á Reykjalundi, sem fáir sóttu, að Ólafur Þór Ævarsson tæki við af Magnúsi Ólasyni sem framkvæmdastjóra lækninga. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, sagði í viðtali fyrir helgi að Magnús hefði neitað að hætta störfum eins og til hefði staðið sökum aldurs þótt búið væri að ráða í starf hans. Magðalena segist íhuga stöðu sína hjá Reykjalundi. „Það var náttúrulega ótrúleg samstaða sem skapaðist hér á fimmtudaginn var, daginn eftir að framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp, og við lýstum vantrausti á stjórn SÍBS sem fer með yfirstjórn Reykjalundar. Í mínum huga er ekki starfandi undir þeirri stjórn og hver sá sem þau setja í þær stöður, sem munu vera tilkynntar nú á eftir, nýtur ekki minnar virðingar. Þannig að ég tel mig ekki geta unnið undir [eða verið] handbendi þeirrar stjórnar.“
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira