Segir arftaka Birgis og Magnúsar ekki njóta sinnar virðingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2019 13:59 Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Nýir yfirmenn sem SÍBS skipi njóti ekki sinnar virðingar en þau séu handbendi stjórnarinnar sem starfsfólk Reykjalundar treystir ekki.Gerðu athugasemdir við skipurit Herdís Gunnarsdóttir var ráðin í starfið og kynnt til leiks þann 23. ágúst síðastliðinn. Í dag var svo tilkynnt að hún sinnti jafnframt starfi forstjóra á meðan staðan væri auglýst eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar um mánaðamótin. Mikil ólga var á Reykjalundi í síðustu viku. Starfsfólk sendi sjúklinga heim á fimmtudaginn og einn starfsmaður sagði að annaðhvort viki stjórn SÍBS eða starfsfólkið. „Þessi ólga er vissulega enn þá og mikil óvissa en upphaf þessa máls eru skipuritsbreytingar sem voru kynntar skömmu fyrir sumarlokun og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Starfsmenn og faghópar gerðu athugasemdir við ferlið, bæði við formann stjórnar SÍBS og framkvæmdastjórnar Reykjalundar, en það eina sem virðist hafa komið út úr því er að bæði forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga voru reknir en ferillinn látinn standa,“ sagði Magðalena í viðtali við fréttastofu í morgun.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag þar sem Ólafur Þór Ævarsson var kynntur til leiks.Vísir/SigurjónÍ hádeginu var tilkynnt á starfsmannafundi á Reykjalundi, sem fáir sóttu, að Ólafur Þór Ævarsson tæki við af Magnúsi Ólasyni sem framkvæmdastjóra lækninga. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, sagði í viðtali fyrir helgi að Magnús hefði neitað að hætta störfum eins og til hefði staðið sökum aldurs þótt búið væri að ráða í starf hans. Magðalena segist íhuga stöðu sína hjá Reykjalundi. „Það var náttúrulega ótrúleg samstaða sem skapaðist hér á fimmtudaginn var, daginn eftir að framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp, og við lýstum vantrausti á stjórn SÍBS sem fer með yfirstjórn Reykjalundar. Í mínum huga er ekki starfandi undir þeirri stjórn og hver sá sem þau setja í þær stöður, sem munu vera tilkynntar nú á eftir, nýtur ekki minnar virðingar. Þannig að ég tel mig ekki geta unnið undir [eða verið] handbendi þeirrar stjórnar.“ Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Nýir yfirmenn sem SÍBS skipi njóti ekki sinnar virðingar en þau séu handbendi stjórnarinnar sem starfsfólk Reykjalundar treystir ekki.Gerðu athugasemdir við skipurit Herdís Gunnarsdóttir var ráðin í starfið og kynnt til leiks þann 23. ágúst síðastliðinn. Í dag var svo tilkynnt að hún sinnti jafnframt starfi forstjóra á meðan staðan væri auglýst eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar um mánaðamótin. Mikil ólga var á Reykjalundi í síðustu viku. Starfsfólk sendi sjúklinga heim á fimmtudaginn og einn starfsmaður sagði að annaðhvort viki stjórn SÍBS eða starfsfólkið. „Þessi ólga er vissulega enn þá og mikil óvissa en upphaf þessa máls eru skipuritsbreytingar sem voru kynntar skömmu fyrir sumarlokun og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Starfsmenn og faghópar gerðu athugasemdir við ferlið, bæði við formann stjórnar SÍBS og framkvæmdastjórnar Reykjalundar, en það eina sem virðist hafa komið út úr því er að bæði forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga voru reknir en ferillinn látinn standa,“ sagði Magðalena í viðtali við fréttastofu í morgun.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag þar sem Ólafur Þór Ævarsson var kynntur til leiks.Vísir/SigurjónÍ hádeginu var tilkynnt á starfsmannafundi á Reykjalundi, sem fáir sóttu, að Ólafur Þór Ævarsson tæki við af Magnúsi Ólasyni sem framkvæmdastjóra lækninga. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, sagði í viðtali fyrir helgi að Magnús hefði neitað að hætta störfum eins og til hefði staðið sökum aldurs þótt búið væri að ráða í starf hans. Magðalena segist íhuga stöðu sína hjá Reykjalundi. „Það var náttúrulega ótrúleg samstaða sem skapaðist hér á fimmtudaginn var, daginn eftir að framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp, og við lýstum vantrausti á stjórn SÍBS sem fer með yfirstjórn Reykjalundar. Í mínum huga er ekki starfandi undir þeirri stjórn og hver sá sem þau setja í þær stöður, sem munu vera tilkynntar nú á eftir, nýtur ekki minnar virðingar. Þannig að ég tel mig ekki geta unnið undir [eða verið] handbendi þeirrar stjórnar.“
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira