Undanfarin ár hefur ferðaþjónustan á Norðurlandi unnið hörðum höndum að því að byggja upp heilsársferðaþjónustu á svæðinu. Mikil áhersla hefur verið lögð á að bæta Akureyrarflugvöll svo hann sé betur í stakk búinn til að taka á móti millilandaflugi. Það hefur hins vegar gengið hægt og nú óttast menn að áhugi yfirvalda hafi færst annað.
„Það kemur alveg skýrt fram í drögum að grænbók um flugstefnu að fókusinn er að fara eitthvað annað. Þar kemur mjög skýrt fram að ekki er gert ráð fyrir millilandaflugi á Akureyrarflugvöll. Það á að byggja upp varaflugvöll á Egilisstöðum en ekki með farþegaflutninga í huga heldur eingöngu til þess að geyma þar vélar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Markaðurinn sé til staðar
Síðustu ár hafa tvær stórar erlendar ferðaskrifstofur selt ferðir til Norðurlands í gegnum Akureyrarflugvöll. Forsvarsmenn þeirra munu síðar í dag halda erindi á ráðstefnu framtíð flugs á Norðurlandi sem hefst klukkan eitt í Hofi á Akureyri.„Við viljum frá reynslusögur frá þeim. Hvað þarf að laga, hvað hefur gengið vel. Við viljum líka fá þá til að segja að markaðurinn sé til staðar. Það er eitthvað sem við vitum. Við vitum að vandamálin eru hérna innanlands hjá okkur. Þau er ekki á markaðinum út í heimi, hann er til staðar,“ segir Arnheiður.

„Þá hættum við að markaðssetja Akureyrarflugvöll, þá hættum við að tala um að endurnýja flugstöðina, við ættum að hætta með aðflugsbúnaðinn og í rauninni fara að byggja þetta upp sem eingöngu innanlandsflugvöll,“ segir Arnheiður.
Þannig er markmiðið með ráðstefnunni að fá skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar.
„Við erum búin að vera að velta á undan okkur sömu hindrunum í mörg ár og það er kominn tími á að menn taki ákvörðun og keyri þetta í gang.“