Ósáttur við vítaspyrnudóminn fram að spjalli við Ara Frey Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 21:50 Erik Hamrén þarf nú að huga að undirbúningi fyrir leikinn geng Andorra á mánudag. vísir/vilhelm „Ég er stoltur af leikmönnunum og liðinu. Við gerðum allt sem við gátum en ég er auðvitað vonsvikinn að hafa ekki uppskorið fyrir vinnuna og hugrekkið. Stoltur en svekktur, þannig líður mér núna,“ sagði Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eftir 0-1 tapið gegn Frökkum í undankeppni EM í kvöld. Tap Íslands þýðir að liðið þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og treysta á að Frakkar sigri Tyrki á mánudag. Reyndar hefði staðan verið nákvæmlega sú sama hefði Ísland náð í stig í kvöld fyrst að Tyrkir sigruðu Albaníu með marki á lokamínútunni. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason braut á Antoine Griezmann. Laugardalsvöllur brjálaðist og töldu flestir að sá franski hefði látið sig falla. „Frá mínu sjónarhorni hélt ég að þetta væri ekki víti. En ég ræddi við Ara og hann sagði mér að þetta hefði verið víti, þótt það hefði ekki litið þannig út þaðan sem ég sat.“ Ari Freyr viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að um vítaspyrnu hefði verið að ræða. Hamrén upplýsti að meiðsli Jóhanns Berg Guðmundssonar, sem fór af velli eftir kortersleik, væru þess eðlis að hann gæti ekki spilað gegn Andorra á Laugardalsvelli á mánudag. Óvíst væri með þátttöku Rúnars Más Sigurjónssonar sem fór meiddur af velli seint í leiknum. Sá sænski taldi íslensku strákana hafa unnið fyrir stigi með frammistöðu sinni í kvöld. Jafntefli hefði í ljósi annarra úrslita ekki gefið liðinu mikið en þó uppskeru fyrir erfiðið, eitthvað sem allir íþróttamenn vilja fá. „Staðan er sú að við þurfum hjálp frá Frökkum,“ sagði Hamrén og á við leik heimsmeistaranna gegn Tyrkjum á mánudag. Birkir Bjarnason var einn besti leimaður Íslands í dag. Virkar í fínu standi þótt hann sé án liðs og hefur verið í undarlega langan tíma. „Birkir er hættur að koma mér á óvart. Hann spilar svo vel með okkur. Jafnvel þótt hann hafi verið án liðs í nokkurn tíma. Hann sýnir gæðin og reynsluna, ástæðu þess að við völdum hann,“ sagði Hamrén. Hann væri þó stoltur af öllum leikmönnum liðsins og það hefði hann sagt þeim. Það væri erfitt að kyngja tapi en þegar fram liðu stundir myndu þeir kannski átta sig á því og vera stoltir af frammistöðunni gegn heimsmeisturunum. Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði leikinn nokkuð óvænt í stöðu hægri bakvarðar. Reiknað hafði verið með því að Hjörtur Hermannsson yrði þar líkt og í síðustu leikjum. Hjörtur vermdi hins vegar bekkinn í dag. Hamrén sagði þjálfarteymið hafa velt bæði fyrir sér Guðlaugi Victori og Hirti fyrir landsleikjahléð í júní. Þá hefði Hjörtur fengið sénsinn og staðið sig vel. „Ég vildi sjá Gulla og meta hans gæði. Ég er ánægður með hann líka.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
„Ég er stoltur af leikmönnunum og liðinu. Við gerðum allt sem við gátum en ég er auðvitað vonsvikinn að hafa ekki uppskorið fyrir vinnuna og hugrekkið. Stoltur en svekktur, þannig líður mér núna,“ sagði Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eftir 0-1 tapið gegn Frökkum í undankeppni EM í kvöld. Tap Íslands þýðir að liðið þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og treysta á að Frakkar sigri Tyrki á mánudag. Reyndar hefði staðan verið nákvæmlega sú sama hefði Ísland náð í stig í kvöld fyrst að Tyrkir sigruðu Albaníu með marki á lokamínútunni. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason braut á Antoine Griezmann. Laugardalsvöllur brjálaðist og töldu flestir að sá franski hefði látið sig falla. „Frá mínu sjónarhorni hélt ég að þetta væri ekki víti. En ég ræddi við Ara og hann sagði mér að þetta hefði verið víti, þótt það hefði ekki litið þannig út þaðan sem ég sat.“ Ari Freyr viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að um vítaspyrnu hefði verið að ræða. Hamrén upplýsti að meiðsli Jóhanns Berg Guðmundssonar, sem fór af velli eftir kortersleik, væru þess eðlis að hann gæti ekki spilað gegn Andorra á Laugardalsvelli á mánudag. Óvíst væri með þátttöku Rúnars Más Sigurjónssonar sem fór meiddur af velli seint í leiknum. Sá sænski taldi íslensku strákana hafa unnið fyrir stigi með frammistöðu sinni í kvöld. Jafntefli hefði í ljósi annarra úrslita ekki gefið liðinu mikið en þó uppskeru fyrir erfiðið, eitthvað sem allir íþróttamenn vilja fá. „Staðan er sú að við þurfum hjálp frá Frökkum,“ sagði Hamrén og á við leik heimsmeistaranna gegn Tyrkjum á mánudag. Birkir Bjarnason var einn besti leimaður Íslands í dag. Virkar í fínu standi þótt hann sé án liðs og hefur verið í undarlega langan tíma. „Birkir er hættur að koma mér á óvart. Hann spilar svo vel með okkur. Jafnvel þótt hann hafi verið án liðs í nokkurn tíma. Hann sýnir gæðin og reynsluna, ástæðu þess að við völdum hann,“ sagði Hamrén. Hann væri þó stoltur af öllum leikmönnum liðsins og það hefði hann sagt þeim. Það væri erfitt að kyngja tapi en þegar fram liðu stundir myndu þeir kannski átta sig á því og vera stoltir af frammistöðunni gegn heimsmeisturunum. Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði leikinn nokkuð óvænt í stöðu hægri bakvarðar. Reiknað hafði verið með því að Hjörtur Hermannsson yrði þar líkt og í síðustu leikjum. Hjörtur vermdi hins vegar bekkinn í dag. Hamrén sagði þjálfarteymið hafa velt bæði fyrir sér Guðlaugi Victori og Hirti fyrir landsleikjahléð í júní. Þá hefði Hjörtur fengið sénsinn og staðið sig vel. „Ég vildi sjá Gulla og meta hans gæði. Ég er ánægður með hann líka.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn