Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2019 11:31 Frá starfsmannafundinum á Reykjalundi í dag. Vísir/Arnar Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. Embætti landlæknis hefur enga aðkomu að deilunum í Reykjalundi en svaraði fyrirspurn Sveins Guðmundsson, stjórnarformanns SÍBS, vegna ákvörðunar starfsfólksins að senda sjúklinga af daglegudeild heim í gær. Í svörum landlæknis kom fram að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu sé ljóst að á Reykjalundi skuli vera framkvæmdastjóri lækninga. Af samningi Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands yrði þó ekki séð að forsenda fyrir starfshæfni stofnunarinnar dag frá degi standi og falli með framkvæmdastjóra lækninga. Þjónusta Reykjalundar byggi á þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks en tekið var fram í svarinu til Sveins að embætti landlæknis gangi út frá því að verið sé að ganga frá afleysingu í stöðuna eða ráðningu. Sveinn las þetta svar frá embætti landlæknis á fundi með starfsmönnum Reykjalundar í gær. Þar tók Sveinn fram að hann búist við að tilkynna um nýjan framkvæmdastjóra lækninga í byrjun nýrrar viku og ráðningarferli nýs forstjóra standi yfir. Er starfsemi Reykjalundar því með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsmennirnir fóru með vantraustsyfirlýsingu á stjórn SÍBS, sem á Reykjalund, til heilbrigðisráðherra í gær. Var það gert vegna uppsagnar forstjóra Reykjalundar til tólf ára og framkvæmdastjóra lækninga. Yfirlæknir á Reykjalundi sagði forstjórann og framkvæmdastjórann nánast hafa verið borna út með ómanneskjulegum hætti. Starfsfólkið væri í angist, margir hugsuðu sér til hreyfings og framtíð Reykjalundar væri í mikilli óvissu með þessu áframhaldi. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. Embætti landlæknis hefur enga aðkomu að deilunum í Reykjalundi en svaraði fyrirspurn Sveins Guðmundsson, stjórnarformanns SÍBS, vegna ákvörðunar starfsfólksins að senda sjúklinga af daglegudeild heim í gær. Í svörum landlæknis kom fram að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu sé ljóst að á Reykjalundi skuli vera framkvæmdastjóri lækninga. Af samningi Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands yrði þó ekki séð að forsenda fyrir starfshæfni stofnunarinnar dag frá degi standi og falli með framkvæmdastjóra lækninga. Þjónusta Reykjalundar byggi á þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks en tekið var fram í svarinu til Sveins að embætti landlæknis gangi út frá því að verið sé að ganga frá afleysingu í stöðuna eða ráðningu. Sveinn las þetta svar frá embætti landlæknis á fundi með starfsmönnum Reykjalundar í gær. Þar tók Sveinn fram að hann búist við að tilkynna um nýjan framkvæmdastjóra lækninga í byrjun nýrrar viku og ráðningarferli nýs forstjóra standi yfir. Er starfsemi Reykjalundar því með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsmennirnir fóru með vantraustsyfirlýsingu á stjórn SÍBS, sem á Reykjalund, til heilbrigðisráðherra í gær. Var það gert vegna uppsagnar forstjóra Reykjalundar til tólf ára og framkvæmdastjóra lækninga. Yfirlæknir á Reykjalundi sagði forstjórann og framkvæmdastjórann nánast hafa verið borna út með ómanneskjulegum hætti. Starfsfólkið væri í angist, margir hugsuðu sér til hreyfings og framtíð Reykjalundar væri í mikilli óvissu með þessu áframhaldi.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira