Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2019 14:44 Húsvíkingar eru nú í óðaönn við að undirbúa sig við að aðstoða Will Ferrell og félaga við tökur á kvikmynd um Eurovision. Gríðarleg eftirvænting ríkir í bæjarfélaginu. „Næstu daga fáum við Húsvíkingar það einstaka verkefni að taka á móti kvikmyndagerðarfólki frá Netflix, sem taka mun upp atriði í nýjustu kvikmynd stórleikarans og handritshöfundarins Will Ferrell. Eins og greint hefur verið frá mun myndin fjalla um Eurovision söngvakeppnina og mun bærinn okkar vera að hluta til sögusvið myndarinnar og sem slíkur leika stórt hlutverk í myndinni.“Will Ferrell og Pierce Brosnan á ferð Svo segir í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra sem hann birti nú fyrir skömmu á vef Norðurþings. Allt er á öðrum endanum í Húsavík en að sögn sveitarstjórans munu um 250 manns mæta sérstaklega til Húsavíkur við vinnslu myndarinnar en tökur standa yfir alla helgina eða frá föstudegi 11. október til mánudags þess 14. Meðal þeirra sem spranga um bæinn eru þeir Will Ferrell, sem lenti Akureyri í dag, kom með einkaþotu frá Skotlandi samkvæmt heimildum Vísis og svo leikarinn Pierce Brosnan.Kristján Þór sveitarstjóri og aðrir Húsvíkingar á íbúafundi.fbl/Auðunn Nielsson„Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til,“ segir Kristján Þór kátur. Mikið sé því í húfi og vert að íbúar standi og leggi hönd á plóg.Stranglega bannað að taka myndir á tökustað „Fjöldi íbúa úr samfélaginu kemur að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Sem dæmi má nefna að íbúar hafa leigt eignir sínar tímabundið til verkefnisins, húsvískir aukaleikarar standa vaktina í nokkrum senum og enn aðrir aðstoða með ýmiskonar verkefni þessa daga sem tökurnar standa yfir.“ Í tilkynningunni er tekið fram að alls engar myndir af kvikmyndatökustöðum, leikurum og öðru á tökustað verði teknar og birtar á samfélagsmiðlum. Við því er strangt bann og þá eru allir drónar bannaðir á Húsavík meðan á tökum stendur. Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
„Næstu daga fáum við Húsvíkingar það einstaka verkefni að taka á móti kvikmyndagerðarfólki frá Netflix, sem taka mun upp atriði í nýjustu kvikmynd stórleikarans og handritshöfundarins Will Ferrell. Eins og greint hefur verið frá mun myndin fjalla um Eurovision söngvakeppnina og mun bærinn okkar vera að hluta til sögusvið myndarinnar og sem slíkur leika stórt hlutverk í myndinni.“Will Ferrell og Pierce Brosnan á ferð Svo segir í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra sem hann birti nú fyrir skömmu á vef Norðurþings. Allt er á öðrum endanum í Húsavík en að sögn sveitarstjórans munu um 250 manns mæta sérstaklega til Húsavíkur við vinnslu myndarinnar en tökur standa yfir alla helgina eða frá föstudegi 11. október til mánudags þess 14. Meðal þeirra sem spranga um bæinn eru þeir Will Ferrell, sem lenti Akureyri í dag, kom með einkaþotu frá Skotlandi samkvæmt heimildum Vísis og svo leikarinn Pierce Brosnan.Kristján Þór sveitarstjóri og aðrir Húsvíkingar á íbúafundi.fbl/Auðunn Nielsson„Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til,“ segir Kristján Þór kátur. Mikið sé því í húfi og vert að íbúar standi og leggi hönd á plóg.Stranglega bannað að taka myndir á tökustað „Fjöldi íbúa úr samfélaginu kemur að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Sem dæmi má nefna að íbúar hafa leigt eignir sínar tímabundið til verkefnisins, húsvískir aukaleikarar standa vaktina í nokkrum senum og enn aðrir aðstoða með ýmiskonar verkefni þessa daga sem tökurnar standa yfir.“ Í tilkynningunni er tekið fram að alls engar myndir af kvikmyndatökustöðum, leikurum og öðru á tökustað verði teknar og birtar á samfélagsmiðlum. Við því er strangt bann og þá eru allir drónar bannaðir á Húsavík meðan á tökum stendur.
Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30
Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48
Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06