Þórarinn opnar veitingastað Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 10:30 Þórarinn Ævarsson, forstöðumaður Spaðans. FBL/Ernir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. Hann hefur útvegað sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir staðinn og verður hann rekinn í félaginu Spaðinn ehf., sem stofnað var í lok september.Er þetta veitingastaðurinn sem fólk hefur hvíslað um síðan þú kvaddir IKEA?„Ég get ekki neitað því,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Ekki leið nema hálfur mánuður frá því að hann sagði starfi sínu lausu hjá IKEA í apríl síðastliðnum þangað til að fréttir birtust af meintum pizzustaðakeðjuáformum hans. Þá vísaði hann fregnunum til föðurhúsanna, en bætti við að það væri of snemmt að spá fyrir um framtíðina. Veitingaáhugi Þórarins ætti að koma fáum á óvart - „hjartað mitt liggur þar, það er engum blöðum um það að fletta. Þar er mín sérstaða og sérhæfing. Ég hef unnið við það alla mína ævi þó svo að ég hafi tekið öll þessi ár í IKEA, og í raun breytt því í veitingastað,“ segir Þórarinn. Það er ekki ofsögum sagt; Þórarinn hefur áður starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara, auk þess sem hann kom að stofnun Domino‘s árið 1993 og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005.Vonandi spennandi fyrir almenning „Þannig að þarna þykja mér sóknarfærin liggja,“ segir Þórarinn. Áður en hann sagði skilið við IKEA var Þórarinn iðinn við að gagnrýna verðlag á íslenskum veitingastöðum, við misjafna hrifningu. Það verður því spennandi sjá hvort honum takist að halda verðlagningnu þannig að Íslendingar upplifi sig ekki „einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund [verði] misboðið,“ eins og Þórarinn komst sjálfur að orði í upphafi árs.Hann segist þó ekki geta tjáð sig nánar um nýja veitingastaðinn að svo stöddu, eins og hvort hann muni sérhæfa sig í pizzum eða öðrum mat. „Það er ekki sniðugt að sýna spilin sín of snemma,“ segir Þórarinn. Hugmyndin á bakvið staðinn sé þó mótuð, búið sé að útvega húsnæði fyrir staðinn á höfuðborgarsvæðinu og áætlar Þórarinn að það muni taka nokkra mánuði að standsetja það fyrir rekstur. Hann segir að hann muni þó greina nánar frá veitingastaðnum þegar fram líða stundir. „Þetta eru spennandi tímar, bæði fyrir mig og vonandi almenning í landinu,“ segir Þórarinn, verðandi veitingastaðarekandi. IKEA Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33 Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson segir alltof snemmt að segja til um það hvort hann ætli sér að opna nýjan pítsustað. 1. maí 2019 13:26 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. Hann hefur útvegað sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir staðinn og verður hann rekinn í félaginu Spaðinn ehf., sem stofnað var í lok september.Er þetta veitingastaðurinn sem fólk hefur hvíslað um síðan þú kvaddir IKEA?„Ég get ekki neitað því,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Ekki leið nema hálfur mánuður frá því að hann sagði starfi sínu lausu hjá IKEA í apríl síðastliðnum þangað til að fréttir birtust af meintum pizzustaðakeðjuáformum hans. Þá vísaði hann fregnunum til föðurhúsanna, en bætti við að það væri of snemmt að spá fyrir um framtíðina. Veitingaáhugi Þórarins ætti að koma fáum á óvart - „hjartað mitt liggur þar, það er engum blöðum um það að fletta. Þar er mín sérstaða og sérhæfing. Ég hef unnið við það alla mína ævi þó svo að ég hafi tekið öll þessi ár í IKEA, og í raun breytt því í veitingastað,“ segir Þórarinn. Það er ekki ofsögum sagt; Þórarinn hefur áður starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara, auk þess sem hann kom að stofnun Domino‘s árið 1993 og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005.Vonandi spennandi fyrir almenning „Þannig að þarna þykja mér sóknarfærin liggja,“ segir Þórarinn. Áður en hann sagði skilið við IKEA var Þórarinn iðinn við að gagnrýna verðlag á íslenskum veitingastöðum, við misjafna hrifningu. Það verður því spennandi sjá hvort honum takist að halda verðlagningnu þannig að Íslendingar upplifi sig ekki „einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund [verði] misboðið,“ eins og Þórarinn komst sjálfur að orði í upphafi árs.Hann segist þó ekki geta tjáð sig nánar um nýja veitingastaðinn að svo stöddu, eins og hvort hann muni sérhæfa sig í pizzum eða öðrum mat. „Það er ekki sniðugt að sýna spilin sín of snemma,“ segir Þórarinn. Hugmyndin á bakvið staðinn sé þó mótuð, búið sé að útvega húsnæði fyrir staðinn á höfuðborgarsvæðinu og áætlar Þórarinn að það muni taka nokkra mánuði að standsetja það fyrir rekstur. Hann segir að hann muni þó greina nánar frá veitingastaðnum þegar fram líða stundir. „Þetta eru spennandi tímar, bæði fyrir mig og vonandi almenning í landinu,“ segir Þórarinn, verðandi veitingastaðarekandi.
IKEA Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33 Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson segir alltof snemmt að segja til um það hvort hann ætli sér að opna nýjan pítsustað. 1. maí 2019 13:26 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33
Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson segir alltof snemmt að segja til um það hvort hann ætli sér að opna nýjan pítsustað. 1. maí 2019 13:26
Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00