Vinnur íslenskt vísindasamfélag langt undir getu vegna vanfjármögnunar? Hópur skrifar 10. október 2019 07:45 Það voru kaldar kveðjur sem mættu íslenskum vísindamönnum í fjárlagafrumvarpi 2020 sem lagt var fyrir Alþingi í byrjun september. Kveðjurnar eru í formi niðurskurðar í Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs, helstu lífæð rannsókna á Íslandi. Niðurskurðurinn nemur 45 milljónum frá síðustu fjárlögum og lækkunin nemur um 80 milljónum frá því 2018. Afleiðingarnar verða að öllum líkindum þær að næsta úthlutun sjóðsins mun lækka um rúm fimm prósent. Upphæðin jafngildir rúmlega átta ársverkum doktorsnema á Íslandi, en stór hluti styrkjanna fer í fjármögnun doktorsverkefna. Þessi niðurskurður er áætlaður þrátt fyrir að sjóðurinn hafi rýrnað að raunvirði ár eftir ár. Í kjölfarið er ljóst að afkastageta íslensks vísindasamfélags mun minnka. Árið 2016 kom innspýting úr fjárlögum í samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs og henni fylgdu fyrirheit um frekari aukningu sem ekki hefur verið staðið við. Áhrifa þessarar innspýtingar gætir víða í íslensku vísindalífi, en hún hefur eflt vísindi í landinu. Þannig hefur ungum íslenskum vísindamönnum fjölgað, fólk hefur snúið aftur til Íslands úr námi, eygjandi von um að geta stundað metnaðarfullar rannsóknir hér. Mikill sköpunarkraftur býr í íslensku vísindasamfélagi og þessi reynsla af auknu fjármagni í sjóðina sýnir það svart á hvítu hversu auðvelt það er að virkja þennan kraft og efla. Þó eru ýmis teikn á lofti um að íslenskt vísindasamfélag starfi nú langt undir getu vegna vanfjármögnunar. Árangurshlutfall umsókna í Rannsóknasjóð er eitt merki þess, en í síðustu úthlutun hlutu einungis 17% verkefna styrk. Þessi lækkun árangurshlutfalls er einungis komin til vegna aukinnar sóknar í sjóðinn, þar sem fjárveitingar í hann hafa staðið nokkurn veginn í stað síðan 2016. Einnig berast fregnir af því að í ár hafi umsóknum í sjóðinn fjölgað enn og aftur. Það er því ljóst að ef ekkert verður að gert verður árangurshlutfall umsókna í sjóðinn í næstu úthlutun komið niður fyrir það lægsta sem gerðist árin eftir hrun á Íslandi. En hvað er þá til ráða? Erum við föst í vítahring þar sem aukin fjármögnun til samkeppnissjóða veldur því að sóknin í þá eykst stöðugt, sem þá sífellt lækkar árangurshlutfallið? Svarið við því er hreint og klárt nei. Ef íslenskt vísindasamfélag væri fjármagnað þannig að það gæti starfað eftir bestu getu, ef fjármögnunin væri á pari við það sem gerist í þeim nágrannalöndum sem okkur er svo tamt að bera okkur saman við, er ólíklegt að hlutfallið væri svo lágt. En á meðan fjármögnun grunnrannsókna er undir því sem gerist að meðaltali í OECD-löndum og langt undir því sem gengur og gerist t.d. í Bretlandi og á Norðurlöndunum, er ekki skrítið að aukið fjármagn leiði til aukinnar sóknar í sjóðina. Sífellt yfirvofandi niðurskurður á fjármagni til rannsókna vekur furðu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur það að stefnu sinni að efla vísindastarf á Íslandi. Yfirlýst stefna hennar er að auka fjárfestingu í rannsóknum og nýsköpun úr 2% í 3% af landsframleiðslu árið 2024. Niðurskurður nú gengur því þvert á kosningaloforð og yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Sú gróska sem fylgdi í kjölfar þeirrar aukningar sem varð á framlögum í sjóðina árið 2016 er birtingarmynd þeirra jákvæðu áhrifa sem það hefur á hugvit íslenskra vísindamanna og af kastagetu að hækka fjármagn sem rennur til vísinda. Sem dæmi má nefna að í kjölfar aukningarinnar hefur Öndvegisstyrkjum úr Rannsóknasjóði fjölgað, en mjög öflug Öndvegisverkefni hafa í kjölfarið hlotið hæstu styrki sem unnt er að fá frá rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Þessi reynsla segir okkur að viðbót fjármagns í innlenda sjóði skili sér jafnvel margfalt til baka á formi erlends rannsóknafjár, enda eru á Íslandi framúrskarandi vísindamenn sem eiga fullt erindi í samkeppni um hæstu erlendu styrkina fái þeir þá forgjöf frá Íslandi sem til þarf. Í stað yfirvofandi niðurskurðar ár eftir ár ætti því að halda áfram á þeirri braut sem var hafin árin 2015-2016 og auka verulega fjármagn í íslenska samkeppnissjóði. Við undirrituð skorum á stjórnvöld að standa við gefin loforð og virkja þann kraft sem í íslensku vísindasamfélagi býr, snúa vörn í sókn og auka við fjármögnun íslenskra samkeppnissjóða. Árangurinn í formi hagsældar fyrir íslenska þjóð mun ekki láta á sér standa.Erna Magnúsdóttir dósent við Háskóla ÍslandsEyja Margrét Brynjarsdóttir lektor við Háskóla ÍslandsEyjólfur Ingi Ásgeirsson dósent við Háskólann í ReykjavíkOddur Vilhelmsson prófessor við Háskólann á AkureyriSigrún Ólafsdóttir prófessor við Háskóla ÍslandsSnævar Sigurðsson sérfræðingur við Háskóla ÍslandsÞórdís Ingadóttir dósent við Háskólann í ReykjavíkHöfundar eru í stjórn Vísindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru kaldar kveðjur sem mættu íslenskum vísindamönnum í fjárlagafrumvarpi 2020 sem lagt var fyrir Alþingi í byrjun september. Kveðjurnar eru í formi niðurskurðar í Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs, helstu lífæð rannsókna á Íslandi. Niðurskurðurinn nemur 45 milljónum frá síðustu fjárlögum og lækkunin nemur um 80 milljónum frá því 2018. Afleiðingarnar verða að öllum líkindum þær að næsta úthlutun sjóðsins mun lækka um rúm fimm prósent. Upphæðin jafngildir rúmlega átta ársverkum doktorsnema á Íslandi, en stór hluti styrkjanna fer í fjármögnun doktorsverkefna. Þessi niðurskurður er áætlaður þrátt fyrir að sjóðurinn hafi rýrnað að raunvirði ár eftir ár. Í kjölfarið er ljóst að afkastageta íslensks vísindasamfélags mun minnka. Árið 2016 kom innspýting úr fjárlögum í samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs og henni fylgdu fyrirheit um frekari aukningu sem ekki hefur verið staðið við. Áhrifa þessarar innspýtingar gætir víða í íslensku vísindalífi, en hún hefur eflt vísindi í landinu. Þannig hefur ungum íslenskum vísindamönnum fjölgað, fólk hefur snúið aftur til Íslands úr námi, eygjandi von um að geta stundað metnaðarfullar rannsóknir hér. Mikill sköpunarkraftur býr í íslensku vísindasamfélagi og þessi reynsla af auknu fjármagni í sjóðina sýnir það svart á hvítu hversu auðvelt það er að virkja þennan kraft og efla. Þó eru ýmis teikn á lofti um að íslenskt vísindasamfélag starfi nú langt undir getu vegna vanfjármögnunar. Árangurshlutfall umsókna í Rannsóknasjóð er eitt merki þess, en í síðustu úthlutun hlutu einungis 17% verkefna styrk. Þessi lækkun árangurshlutfalls er einungis komin til vegna aukinnar sóknar í sjóðinn, þar sem fjárveitingar í hann hafa staðið nokkurn veginn í stað síðan 2016. Einnig berast fregnir af því að í ár hafi umsóknum í sjóðinn fjölgað enn og aftur. Það er því ljóst að ef ekkert verður að gert verður árangurshlutfall umsókna í sjóðinn í næstu úthlutun komið niður fyrir það lægsta sem gerðist árin eftir hrun á Íslandi. En hvað er þá til ráða? Erum við föst í vítahring þar sem aukin fjármögnun til samkeppnissjóða veldur því að sóknin í þá eykst stöðugt, sem þá sífellt lækkar árangurshlutfallið? Svarið við því er hreint og klárt nei. Ef íslenskt vísindasamfélag væri fjármagnað þannig að það gæti starfað eftir bestu getu, ef fjármögnunin væri á pari við það sem gerist í þeim nágrannalöndum sem okkur er svo tamt að bera okkur saman við, er ólíklegt að hlutfallið væri svo lágt. En á meðan fjármögnun grunnrannsókna er undir því sem gerist að meðaltali í OECD-löndum og langt undir því sem gengur og gerist t.d. í Bretlandi og á Norðurlöndunum, er ekki skrítið að aukið fjármagn leiði til aukinnar sóknar í sjóðina. Sífellt yfirvofandi niðurskurður á fjármagni til rannsókna vekur furðu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur það að stefnu sinni að efla vísindastarf á Íslandi. Yfirlýst stefna hennar er að auka fjárfestingu í rannsóknum og nýsköpun úr 2% í 3% af landsframleiðslu árið 2024. Niðurskurður nú gengur því þvert á kosningaloforð og yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Sú gróska sem fylgdi í kjölfar þeirrar aukningar sem varð á framlögum í sjóðina árið 2016 er birtingarmynd þeirra jákvæðu áhrifa sem það hefur á hugvit íslenskra vísindamanna og af kastagetu að hækka fjármagn sem rennur til vísinda. Sem dæmi má nefna að í kjölfar aukningarinnar hefur Öndvegisstyrkjum úr Rannsóknasjóði fjölgað, en mjög öflug Öndvegisverkefni hafa í kjölfarið hlotið hæstu styrki sem unnt er að fá frá rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Þessi reynsla segir okkur að viðbót fjármagns í innlenda sjóði skili sér jafnvel margfalt til baka á formi erlends rannsóknafjár, enda eru á Íslandi framúrskarandi vísindamenn sem eiga fullt erindi í samkeppni um hæstu erlendu styrkina fái þeir þá forgjöf frá Íslandi sem til þarf. Í stað yfirvofandi niðurskurðar ár eftir ár ætti því að halda áfram á þeirri braut sem var hafin árin 2015-2016 og auka verulega fjármagn í íslenska samkeppnissjóði. Við undirrituð skorum á stjórnvöld að standa við gefin loforð og virkja þann kraft sem í íslensku vísindasamfélagi býr, snúa vörn í sókn og auka við fjármögnun íslenskra samkeppnissjóða. Árangurinn í formi hagsældar fyrir íslenska þjóð mun ekki láta á sér standa.Erna Magnúsdóttir dósent við Háskóla ÍslandsEyja Margrét Brynjarsdóttir lektor við Háskóla ÍslandsEyjólfur Ingi Ásgeirsson dósent við Háskólann í ReykjavíkOddur Vilhelmsson prófessor við Háskólann á AkureyriSigrún Ólafsdóttir prófessor við Háskóla ÍslandsSnævar Sigurðsson sérfræðingur við Háskóla ÍslandsÞórdís Ingadóttir dósent við Háskólann í ReykjavíkHöfundar eru í stjórn Vísindafélags Íslands
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar