Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 12:30 Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Starfsemi hófst aftur á leikskólanum í dag. Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Á leikskólanum geta sextíu börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára dvalið samtímis á þremur aldursblönduðum deildum. „Við tókum þá ákvörðun að loka leikskólanum. Ákváðum að leyfa foreldrum að koma með börnin á þriðjudeginum af því að þau þurftu nú að geta tekið eigur barnanna og þess háttar. En svo var lokað frá og með miðvikudeginum 23. október og við vorum bara að opna aftur í dag,“ segðir Berglind Grétarsdóttir, skólastjóri leikskólans. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar, til að mynda á leikskólum, geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu. Berglind segir að mörg börn hafi smitast. „Já, og líka starfsmenn. Það eru 53 börn í húsi núna og það voru innan við helmingur til dæmis á föstudeginum sem mætti föstudaginn 18. október. Sú vika, þá voru ofboðslega mikil veikindi og þetta smitaðist hratt þannig að þetta voru mjög margir sem veiktust,” segir Berglind. Berglind segir að nokkur börn hafi þurft að leita aðhlynningar á Barnaspítala Landspítalans. „Já, því miður. Það hefur alveg gerst. Þurft að fá vökva og eru kannski með blóð í hægðum og við erum með að minnsta kosti þrjú staðfest smit en svo erum við að heyra frá öðrum foreldrum að lækna gruni, mjög sterklega, að fleiri börn séu með þetta en hafi ekki endilega vilja senda í ræktun,” segir Berglind. Berglind segir að hart sé tekið á því innan skólans þegar smit koma upp og að dagarnir fyrir helgi hafi verið nýttir til þess að sótthreinsa húsnæði leikskólans og alla muni. „Ég hef undanfarin ár fengið góðar leiðbeiningar frá sóttvarnalækni og það sem skiptir máli er að allir fari í sóttkví,” segir Berglind. Berglind segir veiruna alltaf stinga sér niður á sama árstíma. „Það er alltaf í þjóðfélaginu að ganga svona frá lok september, byrjun október, niðurgangur en svo undanfarin ár því miður er nóró að banka upp á,” segir Berglind. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Starfsemi hófst aftur á leikskólanum í dag. Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Á leikskólanum geta sextíu börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára dvalið samtímis á þremur aldursblönduðum deildum. „Við tókum þá ákvörðun að loka leikskólanum. Ákváðum að leyfa foreldrum að koma með börnin á þriðjudeginum af því að þau þurftu nú að geta tekið eigur barnanna og þess háttar. En svo var lokað frá og með miðvikudeginum 23. október og við vorum bara að opna aftur í dag,“ segðir Berglind Grétarsdóttir, skólastjóri leikskólans. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar, til að mynda á leikskólum, geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu. Berglind segir að mörg börn hafi smitast. „Já, og líka starfsmenn. Það eru 53 börn í húsi núna og það voru innan við helmingur til dæmis á föstudeginum sem mætti föstudaginn 18. október. Sú vika, þá voru ofboðslega mikil veikindi og þetta smitaðist hratt þannig að þetta voru mjög margir sem veiktust,” segir Berglind. Berglind segir að nokkur börn hafi þurft að leita aðhlynningar á Barnaspítala Landspítalans. „Já, því miður. Það hefur alveg gerst. Þurft að fá vökva og eru kannski með blóð í hægðum og við erum með að minnsta kosti þrjú staðfest smit en svo erum við að heyra frá öðrum foreldrum að lækna gruni, mjög sterklega, að fleiri börn séu með þetta en hafi ekki endilega vilja senda í ræktun,” segir Berglind. Berglind segir að hart sé tekið á því innan skólans þegar smit koma upp og að dagarnir fyrir helgi hafi verið nýttir til þess að sótthreinsa húsnæði leikskólans og alla muni. „Ég hef undanfarin ár fengið góðar leiðbeiningar frá sóttvarnalækni og það sem skiptir máli er að allir fari í sóttkví,” segir Berglind. Berglind segir veiruna alltaf stinga sér niður á sama árstíma. „Það er alltaf í þjóðfélaginu að ganga svona frá lok september, byrjun október, niðurgangur en svo undanfarin ár því miður er nóró að banka upp á,” segir Berglind.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira