„Það er verið að hafa áhorfendur í ensku úrvalsdeildinni að fífli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2019 09:00 Sokratis Papastathopoulos talar við Martin Atkinson dómara á meðan VAR skoðar mark Grikkjans. Markið var síðan dæmt af. Getty/Catherine Ivill Varsjáin er að þreyta frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og það er óhætt að segja að margir séu orðnir frekar pirraðir á henni. Ítrekað hefur komið upp sú staða að leikmenn og áhorfendur hafa þurft að bíða í langan tíma á meðan Varsjáin fer yfir einstök atvik. Þetta fer mikið í taugarnar á sumum ekki síst þar sem engar myndir eru sýndar á skjánum. Mark Chapman, Ian Wright og Peter Crouch ræddu Varsjána í þættinum Match of the Day Two á breska ríkisútvarpinu eins og sjá má hér fyrir neðan.Fans attending Premier League matches are "being treated like idiots." Do you think VAR needs to be made clearer? #bbcfootballpic.twitter.com/sjX8OTsEVZ — BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2019„Dómarinn lítur ekki á skjáinn í þessu landi en í Þýskalandi þá hafa dómararnir verið að fara fjörutíu eða fimmtíu sinnum til að skoða þetta sjálfir. Hvað á hann að sjá? Ekki nógu mikið að mínu mati. Hann verður að dæma markið gilt því það er ekkert augljóst við þetta,“ sagði Peter Crouch. Hann var að tala um mark Sokratis Papastathopoulos fyrir Arsenal í gær sem var dæmt af. Í stað þess að vinna leikinn 3-2 sá VAR til þess að Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Crystal Palace. „Áhorfendurnir í stúkunni, sem hafa borgað sig inn á völlinn, hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi. Ég skil þetta bara ekki og enska úrvalsdeildin verður að gera eitthvað í þessu. Það gengur ekki upp að fólk sitji bara og viti ekkert hvað sé í gangi,“ sagði Ian Wright. BBC skoðaði betur kringumstæðurnar varðandi mark Sokratis Papastathopoulos sem var dæmt af. Það er ekki fyrr en einni mínútu og tuttugu sekúndum eftir að boltinn fer í markið að Varsjáin vaknar af værum blundi og lætur Martin Atkinson dómara vita að hún ætli að skoða markið betur. Markið er síðan dæmt af einni mínútu og 55 sekúndum eftir að boltinn fer í markið. Á þessum tíma er ekkert útskýrt fyrir áhorfendunum á vellinum og þau vita því ekkert hvað sé verið að skoða. „Þetta eru tvær mínútur af ringulreið. Þetta kerfi virðir að vettugi undirstöðu leiksins, sem er fólkið sem borgar fyrir að horfa á fótbolta viku eftir viku. Það er verið að hafa áhorfendur í ensku úrvalsdeildinni að fífli,“ sagði Mark Chapman. Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Sjá meira
Varsjáin er að þreyta frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og það er óhætt að segja að margir séu orðnir frekar pirraðir á henni. Ítrekað hefur komið upp sú staða að leikmenn og áhorfendur hafa þurft að bíða í langan tíma á meðan Varsjáin fer yfir einstök atvik. Þetta fer mikið í taugarnar á sumum ekki síst þar sem engar myndir eru sýndar á skjánum. Mark Chapman, Ian Wright og Peter Crouch ræddu Varsjána í þættinum Match of the Day Two á breska ríkisútvarpinu eins og sjá má hér fyrir neðan.Fans attending Premier League matches are "being treated like idiots." Do you think VAR needs to be made clearer? #bbcfootballpic.twitter.com/sjX8OTsEVZ — BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2019„Dómarinn lítur ekki á skjáinn í þessu landi en í Þýskalandi þá hafa dómararnir verið að fara fjörutíu eða fimmtíu sinnum til að skoða þetta sjálfir. Hvað á hann að sjá? Ekki nógu mikið að mínu mati. Hann verður að dæma markið gilt því það er ekkert augljóst við þetta,“ sagði Peter Crouch. Hann var að tala um mark Sokratis Papastathopoulos fyrir Arsenal í gær sem var dæmt af. Í stað þess að vinna leikinn 3-2 sá VAR til þess að Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Crystal Palace. „Áhorfendurnir í stúkunni, sem hafa borgað sig inn á völlinn, hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi. Ég skil þetta bara ekki og enska úrvalsdeildin verður að gera eitthvað í þessu. Það gengur ekki upp að fólk sitji bara og viti ekkert hvað sé í gangi,“ sagði Ian Wright. BBC skoðaði betur kringumstæðurnar varðandi mark Sokratis Papastathopoulos sem var dæmt af. Það er ekki fyrr en einni mínútu og tuttugu sekúndum eftir að boltinn fer í markið að Varsjáin vaknar af værum blundi og lætur Martin Atkinson dómara vita að hún ætli að skoða markið betur. Markið er síðan dæmt af einni mínútu og 55 sekúndum eftir að boltinn fer í markið. Á þessum tíma er ekkert útskýrt fyrir áhorfendunum á vellinum og þau vita því ekkert hvað sé verið að skoða. „Þetta eru tvær mínútur af ringulreið. Þetta kerfi virðir að vettugi undirstöðu leiksins, sem er fólkið sem borgar fyrir að horfa á fótbolta viku eftir viku. Það er verið að hafa áhorfendur í ensku úrvalsdeildinni að fífli,“ sagði Mark Chapman.
Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Sjá meira