Tengsl fótboltans og bókmenntanna sterk Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. október 2019 06:15 Einar Örn og Hiroumi á stofnfundinum. Mynd/aðsend Íslenskur stuðningsmannaklúbbur baskneska knattspyrnuliðsins Athletic Bilbao var nýlega stofnaður. Formaðurinn er Einar Örn Sigurdórsson, eigandi RVK Brewing Co., og munu klúbbsfélagar koma þar saman til þess að fylgjast með leikjum liðsins í spænsku deildinni. Athletic Bilbao er lið með mikla sögu og var eitt af sigursælustu liðunum á Spáni á fyrri hluta síðustu aldar. Liðið er mjög sérstakt að því leyti að einungis þeir sem eru af baskneskum uppruna mega spila fyrir það. „Ég hef hrifist af menningu Baska og Bilbaoborgar. Þeir Baskar sem ég hef hitt eru ákaflega vinalegt og gott fólk,“ segir Einar. Einar kynntist liðinu fyrir ekki svo löngu síðan í gegnum vini og hyggst fara á sinn fyrsta leik bráðlega. Helstu andstæðingarnir í Baskalandi eru Real Sociedad en Einar segist ekki leggja fæð á þá. Það sem er einna athyglisverðast við Athletic Bilbao eru tengsl liðsins við menninguna. „Þeir leggja áherslu á að leikmennirnir lesi bókmenntir. Í liðinu er leshringur þar sem lesnar eru baskneskar bækur, bæði til yndisauka og til þess að gera leikinn fallegri,“ segir Einar. Þetta verður endurspeglað hér á Íslandi því á fundum stuðningsmannaliðsins verður lesið upp úr baskneskum fagurbókmenntum. Liðið hefur hvorki unnið deildina né bikarinn í 35 ár, en árið 1984 vann það tvennuna svokölluðu. Síðan þá hafa þeir oftast verið í miðjumoði en aldrei fallið. Einar hefur fulla trú á að liðið geti aftur keppt við risana, Barcelona og Real Madrid. Aðspurður um uppáhalds leikmanninn segir Einar það vera Artiz Aduriz, hinn 38 ára gamla framherja sem raðað hefur inn mörkum fyrir liðið á undanförnum árum. „Þrátt fyrir að hann sé eldgamall þá stendur hann enn fyrir sínu og skoraði meðal annars frábært mark úr hjólhestaspyrnu gegn Barcelona núna í haust.“ Það mark koma á lokamínútunum og tryggði liðinu sigur gegn Spánarmeisturunum. Um 20 manns hafa boðað sig í stuðningsmannaklúbbinn. Á stofnfundinn mætti Hiroumi Keimatsu, heiðursfélagi úr japanska stuðningsklúbbi liðsins, og Einar á von á því að samstarf verði á milli þeirra, hugsanlega varðandi ferðir á leiki. „Mér skilst að Bilbao-ingar taki þessum erlendu klúbbum sínum með kostum og kynjum þegar þeir koma í heimsókn. Við hlökkum til þess,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Spánn Spænski boltinn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Íslenskur stuðningsmannaklúbbur baskneska knattspyrnuliðsins Athletic Bilbao var nýlega stofnaður. Formaðurinn er Einar Örn Sigurdórsson, eigandi RVK Brewing Co., og munu klúbbsfélagar koma þar saman til þess að fylgjast með leikjum liðsins í spænsku deildinni. Athletic Bilbao er lið með mikla sögu og var eitt af sigursælustu liðunum á Spáni á fyrri hluta síðustu aldar. Liðið er mjög sérstakt að því leyti að einungis þeir sem eru af baskneskum uppruna mega spila fyrir það. „Ég hef hrifist af menningu Baska og Bilbaoborgar. Þeir Baskar sem ég hef hitt eru ákaflega vinalegt og gott fólk,“ segir Einar. Einar kynntist liðinu fyrir ekki svo löngu síðan í gegnum vini og hyggst fara á sinn fyrsta leik bráðlega. Helstu andstæðingarnir í Baskalandi eru Real Sociedad en Einar segist ekki leggja fæð á þá. Það sem er einna athyglisverðast við Athletic Bilbao eru tengsl liðsins við menninguna. „Þeir leggja áherslu á að leikmennirnir lesi bókmenntir. Í liðinu er leshringur þar sem lesnar eru baskneskar bækur, bæði til yndisauka og til þess að gera leikinn fallegri,“ segir Einar. Þetta verður endurspeglað hér á Íslandi því á fundum stuðningsmannaliðsins verður lesið upp úr baskneskum fagurbókmenntum. Liðið hefur hvorki unnið deildina né bikarinn í 35 ár, en árið 1984 vann það tvennuna svokölluðu. Síðan þá hafa þeir oftast verið í miðjumoði en aldrei fallið. Einar hefur fulla trú á að liðið geti aftur keppt við risana, Barcelona og Real Madrid. Aðspurður um uppáhalds leikmanninn segir Einar það vera Artiz Aduriz, hinn 38 ára gamla framherja sem raðað hefur inn mörkum fyrir liðið á undanförnum árum. „Þrátt fyrir að hann sé eldgamall þá stendur hann enn fyrir sínu og skoraði meðal annars frábært mark úr hjólhestaspyrnu gegn Barcelona núna í haust.“ Það mark koma á lokamínútunum og tryggði liðinu sigur gegn Spánarmeisturunum. Um 20 manns hafa boðað sig í stuðningsmannaklúbbinn. Á stofnfundinn mætti Hiroumi Keimatsu, heiðursfélagi úr japanska stuðningsklúbbi liðsins, og Einar á von á því að samstarf verði á milli þeirra, hugsanlega varðandi ferðir á leiki. „Mér skilst að Bilbao-ingar taki þessum erlendu klúbbum sínum með kostum og kynjum þegar þeir koma í heimsókn. Við hlökkum til þess,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Spánn Spænski boltinn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira