Tengsl fótboltans og bókmenntanna sterk Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. október 2019 06:15 Einar Örn og Hiroumi á stofnfundinum. Mynd/aðsend Íslenskur stuðningsmannaklúbbur baskneska knattspyrnuliðsins Athletic Bilbao var nýlega stofnaður. Formaðurinn er Einar Örn Sigurdórsson, eigandi RVK Brewing Co., og munu klúbbsfélagar koma þar saman til þess að fylgjast með leikjum liðsins í spænsku deildinni. Athletic Bilbao er lið með mikla sögu og var eitt af sigursælustu liðunum á Spáni á fyrri hluta síðustu aldar. Liðið er mjög sérstakt að því leyti að einungis þeir sem eru af baskneskum uppruna mega spila fyrir það. „Ég hef hrifist af menningu Baska og Bilbaoborgar. Þeir Baskar sem ég hef hitt eru ákaflega vinalegt og gott fólk,“ segir Einar. Einar kynntist liðinu fyrir ekki svo löngu síðan í gegnum vini og hyggst fara á sinn fyrsta leik bráðlega. Helstu andstæðingarnir í Baskalandi eru Real Sociedad en Einar segist ekki leggja fæð á þá. Það sem er einna athyglisverðast við Athletic Bilbao eru tengsl liðsins við menninguna. „Þeir leggja áherslu á að leikmennirnir lesi bókmenntir. Í liðinu er leshringur þar sem lesnar eru baskneskar bækur, bæði til yndisauka og til þess að gera leikinn fallegri,“ segir Einar. Þetta verður endurspeglað hér á Íslandi því á fundum stuðningsmannaliðsins verður lesið upp úr baskneskum fagurbókmenntum. Liðið hefur hvorki unnið deildina né bikarinn í 35 ár, en árið 1984 vann það tvennuna svokölluðu. Síðan þá hafa þeir oftast verið í miðjumoði en aldrei fallið. Einar hefur fulla trú á að liðið geti aftur keppt við risana, Barcelona og Real Madrid. Aðspurður um uppáhalds leikmanninn segir Einar það vera Artiz Aduriz, hinn 38 ára gamla framherja sem raðað hefur inn mörkum fyrir liðið á undanförnum árum. „Þrátt fyrir að hann sé eldgamall þá stendur hann enn fyrir sínu og skoraði meðal annars frábært mark úr hjólhestaspyrnu gegn Barcelona núna í haust.“ Það mark koma á lokamínútunum og tryggði liðinu sigur gegn Spánarmeisturunum. Um 20 manns hafa boðað sig í stuðningsmannaklúbbinn. Á stofnfundinn mætti Hiroumi Keimatsu, heiðursfélagi úr japanska stuðningsklúbbi liðsins, og Einar á von á því að samstarf verði á milli þeirra, hugsanlega varðandi ferðir á leiki. „Mér skilst að Bilbao-ingar taki þessum erlendu klúbbum sínum með kostum og kynjum þegar þeir koma í heimsókn. Við hlökkum til þess,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Spánn Spænski boltinn Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Íslenskur stuðningsmannaklúbbur baskneska knattspyrnuliðsins Athletic Bilbao var nýlega stofnaður. Formaðurinn er Einar Örn Sigurdórsson, eigandi RVK Brewing Co., og munu klúbbsfélagar koma þar saman til þess að fylgjast með leikjum liðsins í spænsku deildinni. Athletic Bilbao er lið með mikla sögu og var eitt af sigursælustu liðunum á Spáni á fyrri hluta síðustu aldar. Liðið er mjög sérstakt að því leyti að einungis þeir sem eru af baskneskum uppruna mega spila fyrir það. „Ég hef hrifist af menningu Baska og Bilbaoborgar. Þeir Baskar sem ég hef hitt eru ákaflega vinalegt og gott fólk,“ segir Einar. Einar kynntist liðinu fyrir ekki svo löngu síðan í gegnum vini og hyggst fara á sinn fyrsta leik bráðlega. Helstu andstæðingarnir í Baskalandi eru Real Sociedad en Einar segist ekki leggja fæð á þá. Það sem er einna athyglisverðast við Athletic Bilbao eru tengsl liðsins við menninguna. „Þeir leggja áherslu á að leikmennirnir lesi bókmenntir. Í liðinu er leshringur þar sem lesnar eru baskneskar bækur, bæði til yndisauka og til þess að gera leikinn fallegri,“ segir Einar. Þetta verður endurspeglað hér á Íslandi því á fundum stuðningsmannaliðsins verður lesið upp úr baskneskum fagurbókmenntum. Liðið hefur hvorki unnið deildina né bikarinn í 35 ár, en árið 1984 vann það tvennuna svokölluðu. Síðan þá hafa þeir oftast verið í miðjumoði en aldrei fallið. Einar hefur fulla trú á að liðið geti aftur keppt við risana, Barcelona og Real Madrid. Aðspurður um uppáhalds leikmanninn segir Einar það vera Artiz Aduriz, hinn 38 ára gamla framherja sem raðað hefur inn mörkum fyrir liðið á undanförnum árum. „Þrátt fyrir að hann sé eldgamall þá stendur hann enn fyrir sínu og skoraði meðal annars frábært mark úr hjólhestaspyrnu gegn Barcelona núna í haust.“ Það mark koma á lokamínútunum og tryggði liðinu sigur gegn Spánarmeisturunum. Um 20 manns hafa boðað sig í stuðningsmannaklúbbinn. Á stofnfundinn mætti Hiroumi Keimatsu, heiðursfélagi úr japanska stuðningsklúbbi liðsins, og Einar á von á því að samstarf verði á milli þeirra, hugsanlega varðandi ferðir á leiki. „Mér skilst að Bilbao-ingar taki þessum erlendu klúbbum sínum með kostum og kynjum þegar þeir koma í heimsókn. Við hlökkum til þess,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Spánn Spænski boltinn Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira