Nú þegar styttist í opnun Dýrafjarðarganga, sem áætluð er eftir tæpt ár, verður sú spurning áleitnari: Hvað með framhaldið?
Frá Dýrafjarðargöngum liggur nefnilega einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins, alls sjötíu kílómetrar frá Mjólkárvirkjun til Flókalundar og svo af heiðinni til Bíldudals.

„Ísfirðingar geta ekki mætt á bæjarstjórnarfundi hér í Vesturbyggð og Tálknafirði ef ekki kemur almennilegur vegur. Það er ekki nóg fyrir þá að mæta hingað bara á sumrin. Þeir verða að geta komist líka hingað á bæjarstjórnarfundi á veturna,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri á Tálknafirði.
Það gætu verið sex ár í að Dynjandisheiðin klárist, miðað við nýjustu áætlun.

„Ef þetta er fullfjármagnað og gengur vel þá eru menn að búast við að þetta sé verkefni sem taki að minnsta kosti þrjú ár til viðbótar. Þannig að þá, - nú er að detta 2020 á næsta ári, - eigum við ekki að segja það að við skulum hittast haustið 2025 og vonast til að þá verði farið á sjá í endann á þessu,“ segir yfirverkstjórinn.

„Vestfjord Circle held ég að það verði látið heita, sem verður svona ferðamannaaðdráttarafl fyrir okkur, og á að vera jafngildi hins hringvegarins,“ segir sveitarstjóri Tálknafjarðar.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2: