Viggó færði sig um set til Þýskalands í sumar eftir að hafa leikið með West Wien í Austurríki undanfarin tvö ár.
„Ég held að við þurfum að fá fleiri leikmenn í Bundesliguna. Þeim hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Þýska og franska deildin eru þær bestu í heimi og ég held að við þurfum að hafa sem flesta leikmenn í þeim. Ég finn það á sjálfum mér að maður bætir sig hratt,“ segir Viggó.
Viggó ræddi nánar við Gaupa og má sjá viðtalið í spilaranum efst í fréttinni.