Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2019 14:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Sergei Chirikov Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki „öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar (YPG) leiða SDF en þeir sökuðu Tyrki í dag um að brjóta gegn vopnahléi á svæðinu. Yfirvöld Rússa, sem hafa tekið að sér að tryggja að Kúrdar fari af svæðinu, segja þó að vopnahléið hafi ekki verið rofið. Í ræðu í dag sagði Erdogan að fari meðlimir YPG ekki frá öryggissvæðinu muni árásir Tyrkja halda áfram. Tyrkir líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og segja þá vera hryðjuverkamenn. Erdogan gagnrýndi sömuleiðis þjóðarleiðtoga sem fundað hafa með leiðtogum YPG. Hann sagði slíka fundi gera baráttuna gegn hryðjuverkum erfiðari.Nýr kafli í Sýrlandi Nýr kafli var opnaður í áralöngum átökum í Sýrlandi á undanförnum dögum. Það hófst með því að eftir símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Erdogan þann 13. október, tilkynnti Trump óvænt að hann myndi kalla hermenn Bandaríkjanna frá norðausturhluta Sýrlands þar sem Tyrkir ætluðu að gera innrás á svæðið. Bandarísku hermennirnir voru í Sýrlandi til að aðstoða SDF gegn Íslamska ríkinu og hafði samstarf það staðið yfir um árabil. SDF missti meira en tíu þúsund menn í átökunum gegn ISIS og felldi í raun kalífadæmi samtakanna. Innrás Tyrkja hófst tveimur dögum eftir símtalið eða þann 15. október. Innrásin hefur verið leidd af hópum sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir hafa stutt með loft- og stórskotaliðsárásum. Uppreisnarmenn þessir hafa verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum og tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið svæðið.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Kúrdar leituðu fljótt á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi. Í millitíðinni höfðu Bandaríkjamenn milligöngu um vopnahlé á milli Tyrkja og Kúrda.Fyrr í þessari viku gerðu Erdogan og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, samkomulag sem felur í sér að Tyrkir munu stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð völdum á í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45 Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki „öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar (YPG) leiða SDF en þeir sökuðu Tyrki í dag um að brjóta gegn vopnahléi á svæðinu. Yfirvöld Rússa, sem hafa tekið að sér að tryggja að Kúrdar fari af svæðinu, segja þó að vopnahléið hafi ekki verið rofið. Í ræðu í dag sagði Erdogan að fari meðlimir YPG ekki frá öryggissvæðinu muni árásir Tyrkja halda áfram. Tyrkir líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og segja þá vera hryðjuverkamenn. Erdogan gagnrýndi sömuleiðis þjóðarleiðtoga sem fundað hafa með leiðtogum YPG. Hann sagði slíka fundi gera baráttuna gegn hryðjuverkum erfiðari.Nýr kafli í Sýrlandi Nýr kafli var opnaður í áralöngum átökum í Sýrlandi á undanförnum dögum. Það hófst með því að eftir símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Erdogan þann 13. október, tilkynnti Trump óvænt að hann myndi kalla hermenn Bandaríkjanna frá norðausturhluta Sýrlands þar sem Tyrkir ætluðu að gera innrás á svæðið. Bandarísku hermennirnir voru í Sýrlandi til að aðstoða SDF gegn Íslamska ríkinu og hafði samstarf það staðið yfir um árabil. SDF missti meira en tíu þúsund menn í átökunum gegn ISIS og felldi í raun kalífadæmi samtakanna. Innrás Tyrkja hófst tveimur dögum eftir símtalið eða þann 15. október. Innrásin hefur verið leidd af hópum sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir hafa stutt með loft- og stórskotaliðsárásum. Uppreisnarmenn þessir hafa verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum og tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið svæðið.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Kúrdar leituðu fljótt á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi. Í millitíðinni höfðu Bandaríkjamenn milligöngu um vopnahlé á milli Tyrkja og Kúrda.Fyrr í þessari viku gerðu Erdogan og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, samkomulag sem felur í sér að Tyrkir munu stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð völdum á í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45 Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31
Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47
Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45
Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42