Viljum við spilla meiru? Tryggvi Felixson skrifar 24. október 2019 07:00 Í anddyri Norræna hússins má nú sjá sýningu á fjölmörgum ljósmyndum af náttúruperlum sem þegar hafa verið eyðilagðar eða eru í bráðri hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Er næsta víst að margir eiga erfitt með að trúa eigin augum, þegar þeir sjá þau svæði sem eru nú í hættu. Viljum við virkilega spilla þeim? Þeim má enn bjarga. En þá þarf að stöðva þau öfl og sérhagsmuni sem vilja halda áfram á virkjunarbraut. Sýningin heitir „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Tilefnið er 50 ára afmæli Landverndar en sýningin er haldin í samstarfi við Ólaf Sveinsson kvikmyndagerðarmann, sem jafnframt er sýningarstjóri, og stóran hóp ljósmyndara. Í Landvernd eru í dag yfir 6.000 félagar og um 40 aðildarfélög. Það er traust undirstaða sem byggt verður á til að efla náttúru- og umhverfisvernd á næstu árum. Ekki veitir af. Auk ljósmynda er stór snertiskjár í anddyri Norræna hússins með Náttúrukorti Framtíðarlandsins sem veitir yfirsýn yfir þau svæði á Íslandi þar sem virkjanir hafa verið byggðar, fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða nýta á annan hátt ásamt ítarlegum upplýsingum. Á stóru tjaldi í ráðstefnu-, tónleika- og bíósal Norræna hússins eru sýndar fjórar stuttar kvikmyndir, þrjár eftir Ólaf Sveinsson sem hann gerði sérstaklega fyrir sýninguna og eru tengdar baráttunni gegn Kárahnjúkavirkjun, þar af ein um Ómar Ragnarsson. Sú fjórða fjallar um fyrirhugaða Hvalárvirkjun á Ströndum. Í barnabókasafni í kjallara Norræna hússins þar sem gengið er í gegnum bókasafnið sjálft hefur verið hengdur upp fjöldi mynda af dýrum sem lifa villt í náttúru Íslands. Myndirnar eru heillandi og höfða ekkert síður til fullorðinna en barna og verða vonandi til að opna augu fleiri fyrir þeirri fegurð sem býr í fánu landsins og horfa á náttúruna, jafnt lifandi sem dauða, sem eina heild. Átökin um nýtingu auðlinda Íslands hafa staðið í áratugi og virðast engan enda ætla að taka. Mikil verðmæti hafa glatast vegna virkjana og ef við spornum ekki við glatast enn meira. Verðmætur náttúruarfur komandi kynslóða er í hættu. Framleiðsla rafmagns er nú þegar fimmfalt meiri en þarf til að mæta almennri eftirspurn. Þrátt fyrir það renna út sífellt fleiri rannsóknarleyfi fyrir virkjanir stórar sem smáar. Á sama tíma virðist sem þær stofnanir sem eiga að fylgja eftir lögum um vernd náttúru og víðerna vanti úrræði til að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á náttúru landsins. Stjórnvöld eru eins og þríhöfða þurs; einn segist leggja áherslu á náttúruvernd, annar vill efla ferðaþjónustu sem byggir tilveru sína á náttúruarfi þjóðarinnar en sá þriðji veitir orkufrekum, mengandi fyrirtækjum rausnarlega fyrirgreiðslu. Sýningin stendur til 17. nóvember er opin alla daga frá kl. 10.00 til 17.00.Höfundur er formaður Landverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tryggvi Felixson Umhverfismál Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Í anddyri Norræna hússins má nú sjá sýningu á fjölmörgum ljósmyndum af náttúruperlum sem þegar hafa verið eyðilagðar eða eru í bráðri hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Er næsta víst að margir eiga erfitt með að trúa eigin augum, þegar þeir sjá þau svæði sem eru nú í hættu. Viljum við virkilega spilla þeim? Þeim má enn bjarga. En þá þarf að stöðva þau öfl og sérhagsmuni sem vilja halda áfram á virkjunarbraut. Sýningin heitir „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Tilefnið er 50 ára afmæli Landverndar en sýningin er haldin í samstarfi við Ólaf Sveinsson kvikmyndagerðarmann, sem jafnframt er sýningarstjóri, og stóran hóp ljósmyndara. Í Landvernd eru í dag yfir 6.000 félagar og um 40 aðildarfélög. Það er traust undirstaða sem byggt verður á til að efla náttúru- og umhverfisvernd á næstu árum. Ekki veitir af. Auk ljósmynda er stór snertiskjár í anddyri Norræna hússins með Náttúrukorti Framtíðarlandsins sem veitir yfirsýn yfir þau svæði á Íslandi þar sem virkjanir hafa verið byggðar, fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða nýta á annan hátt ásamt ítarlegum upplýsingum. Á stóru tjaldi í ráðstefnu-, tónleika- og bíósal Norræna hússins eru sýndar fjórar stuttar kvikmyndir, þrjár eftir Ólaf Sveinsson sem hann gerði sérstaklega fyrir sýninguna og eru tengdar baráttunni gegn Kárahnjúkavirkjun, þar af ein um Ómar Ragnarsson. Sú fjórða fjallar um fyrirhugaða Hvalárvirkjun á Ströndum. Í barnabókasafni í kjallara Norræna hússins þar sem gengið er í gegnum bókasafnið sjálft hefur verið hengdur upp fjöldi mynda af dýrum sem lifa villt í náttúru Íslands. Myndirnar eru heillandi og höfða ekkert síður til fullorðinna en barna og verða vonandi til að opna augu fleiri fyrir þeirri fegurð sem býr í fánu landsins og horfa á náttúruna, jafnt lifandi sem dauða, sem eina heild. Átökin um nýtingu auðlinda Íslands hafa staðið í áratugi og virðast engan enda ætla að taka. Mikil verðmæti hafa glatast vegna virkjana og ef við spornum ekki við glatast enn meira. Verðmætur náttúruarfur komandi kynslóða er í hættu. Framleiðsla rafmagns er nú þegar fimmfalt meiri en þarf til að mæta almennri eftirspurn. Þrátt fyrir það renna út sífellt fleiri rannsóknarleyfi fyrir virkjanir stórar sem smáar. Á sama tíma virðist sem þær stofnanir sem eiga að fylgja eftir lögum um vernd náttúru og víðerna vanti úrræði til að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á náttúru landsins. Stjórnvöld eru eins og þríhöfða þurs; einn segist leggja áherslu á náttúruvernd, annar vill efla ferðaþjónustu sem byggir tilveru sína á náttúruarfi þjóðarinnar en sá þriðji veitir orkufrekum, mengandi fyrirtækjum rausnarlega fyrirgreiðslu. Sýningin stendur til 17. nóvember er opin alla daga frá kl. 10.00 til 17.00.Höfundur er formaður Landverndar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun