Ferðamannaborgin Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 24. október 2019 07:00 Í samstarfi við helstu hagsmunaaðila vinnur Reykjavíkurborg nú að nýrri ferðamálastefnu, sem á að leiða veginn að Reykjavík sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn, í sátt við íbúa, atvinnulíf, umhverfi og menningu. Lokaskrefin nú eru að vinna úr tillögum sem komu úr opnu umsagnarferli svo til verði fullmótuð stefna um snjalla, aðgengilega og umhverfisvæna ferðamannaborg. Ferðaþjónustan er mikilvæg stoð atvinnulífsins, sem skapar fyrirtækjum, einstaklingum og opinberum aðilum miklar tekjur. Hún hefur líka verið jákvæður drifkraftur í þróun og uppbyggingu borgarinnar. Nú er tímabært að skapa ferðamennsku í Reykjavík heildstæðan ramma til að þessi atvinnugrein geti vaxið á sjálfbæran hátt. Á undanförnum áratug hefur fjöldi ferðamanna stóraukist með tilheyrandi áhrifum á mannlíf borgarinnar, íbúana og atvinnulífið. Þessi gróska hefur einnig reynt á innviði borgarinnar og þolrif íbúa, ekki síst þeirra sem búa nærri miðborginni. Því er mikilvægt að uppbygging borgarinnar, sem áfangastaðar ferðamanna, verði í sem mestri sátt á milli íbúa og ferðaþjónustunnar og að Reykjavíkurborg efli bæði samtal og upplýsingagjöf. Meginmarkmið ferðamálastefnunnar eru þrjú. Að Reykjavík sé lifandi og framsækin mannlífsborg, umvafin einstakri náttúru. Lögð verður áhersla á sérstöðu Reykjavíkur og hennar skapandi listalíf, öflugt þekkingarstarf og hágæðaþjónustu en líka einstaka náttúru. Að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu í sátt við samfélagið, m.a. með því að stefna að kolefnisjafnaðri ferðaþjónustu með minni neikvæðum umhverfisáhrifum, betur dreifðu álagi um borgina og með auknu samtali við íbúa. Að stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, sem snýr að ferðaþjónustu, verði samræmt, einfaldað, skilvirkt og snjallt með markvissri uppbyggingu stafrænna lausna fyrir gesti, borg og borgarbúa. Ferðamálastefnan á að verða leiðarvísir að betri borg sem auðgar líf okkar allra, hvort sem við búum hér, störfum eða erum velkomnir gestir.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Í samstarfi við helstu hagsmunaaðila vinnur Reykjavíkurborg nú að nýrri ferðamálastefnu, sem á að leiða veginn að Reykjavík sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn, í sátt við íbúa, atvinnulíf, umhverfi og menningu. Lokaskrefin nú eru að vinna úr tillögum sem komu úr opnu umsagnarferli svo til verði fullmótuð stefna um snjalla, aðgengilega og umhverfisvæna ferðamannaborg. Ferðaþjónustan er mikilvæg stoð atvinnulífsins, sem skapar fyrirtækjum, einstaklingum og opinberum aðilum miklar tekjur. Hún hefur líka verið jákvæður drifkraftur í þróun og uppbyggingu borgarinnar. Nú er tímabært að skapa ferðamennsku í Reykjavík heildstæðan ramma til að þessi atvinnugrein geti vaxið á sjálfbæran hátt. Á undanförnum áratug hefur fjöldi ferðamanna stóraukist með tilheyrandi áhrifum á mannlíf borgarinnar, íbúana og atvinnulífið. Þessi gróska hefur einnig reynt á innviði borgarinnar og þolrif íbúa, ekki síst þeirra sem búa nærri miðborginni. Því er mikilvægt að uppbygging borgarinnar, sem áfangastaðar ferðamanna, verði í sem mestri sátt á milli íbúa og ferðaþjónustunnar og að Reykjavíkurborg efli bæði samtal og upplýsingagjöf. Meginmarkmið ferðamálastefnunnar eru þrjú. Að Reykjavík sé lifandi og framsækin mannlífsborg, umvafin einstakri náttúru. Lögð verður áhersla á sérstöðu Reykjavíkur og hennar skapandi listalíf, öflugt þekkingarstarf og hágæðaþjónustu en líka einstaka náttúru. Að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu í sátt við samfélagið, m.a. með því að stefna að kolefnisjafnaðri ferðaþjónustu með minni neikvæðum umhverfisáhrifum, betur dreifðu álagi um borgina og með auknu samtali við íbúa. Að stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, sem snýr að ferðaþjónustu, verði samræmt, einfaldað, skilvirkt og snjallt með markvissri uppbyggingu stafrænna lausna fyrir gesti, borg og borgarbúa. Ferðamálastefnan á að verða leiðarvísir að betri borg sem auðgar líf okkar allra, hvort sem við búum hér, störfum eða erum velkomnir gestir.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar