Sjálfgert barnaníðsefni kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2019 19:00 Sjálfgert barnaníðsefni, þar sem íslensk börn senda óprúttnum aðilum kynferðislegt myndefni af sér, kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi. Í kjölfarið er börnum oft hótað birtingu sendi þau ekki grófara efni. Dæmi eru um sjálfsvíg barna í Evrópu af þessum sökum. Barnaníð á netinu er þar sérstaklega gert að umtalsefni í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum. Varað er sérstaklega við sjálfgerðu barnaníðsefni. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður, segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. „Við höfum verið að sjá í auknum mæli þetta sjálfgerða barnaníðsefni. Þar að segja að börn eru sjálf að taka af sér myndir og senda þá á einhvern félaga eða einhvern sem þeir halda að sé félagi en er fullorðinn einstaklingur og er þá að sækja sér þarna myndefni,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Brotamaðurinn þykist þannig vera einhver annar, jafnaldri barnsins, og kynnist því í gegn um samfélagsmiðla eða leiki á netinu. „Þeir fá traust hjá börnunum en svo reyna þeir að fá eitthvað annað frá þeim um leið og það er komið. Fara að ganga lengra og lengra og lengra og fá frekara efni. Byrjar kannski sem eitthvað saklaust efni en svo kemur hótunin, ef þú sendir mér ekki grófara efni þá birti ég þetta efni,“ segir Daði. Hótanirnar hafi oft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola í för með sér. „Eins og kemur fram í skýrslunni þá hefur þetta jafnvel orðið þess valdandi að börn hafa verið að fremja sjálfsvíg.“ Daði hefur því miklar áhyggjur af þróuninni. „Þetta er mjög alvarleg þróun og þetta er eitthvað sem fólk þarf að ræða við börnin sín og börn þurfa að vera meðvituð um. Það byrjar oft um ellefu ára aldur sem þyrfi að fara ræða þessi mál,“ segir Daði. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Sjálfgert barnaníðsefni, þar sem íslensk börn senda óprúttnum aðilum kynferðislegt myndefni af sér, kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi. Í kjölfarið er börnum oft hótað birtingu sendi þau ekki grófara efni. Dæmi eru um sjálfsvíg barna í Evrópu af þessum sökum. Barnaníð á netinu er þar sérstaklega gert að umtalsefni í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum. Varað er sérstaklega við sjálfgerðu barnaníðsefni. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður, segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. „Við höfum verið að sjá í auknum mæli þetta sjálfgerða barnaníðsefni. Þar að segja að börn eru sjálf að taka af sér myndir og senda þá á einhvern félaga eða einhvern sem þeir halda að sé félagi en er fullorðinn einstaklingur og er þá að sækja sér þarna myndefni,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Brotamaðurinn þykist þannig vera einhver annar, jafnaldri barnsins, og kynnist því í gegn um samfélagsmiðla eða leiki á netinu. „Þeir fá traust hjá börnunum en svo reyna þeir að fá eitthvað annað frá þeim um leið og það er komið. Fara að ganga lengra og lengra og lengra og fá frekara efni. Byrjar kannski sem eitthvað saklaust efni en svo kemur hótunin, ef þú sendir mér ekki grófara efni þá birti ég þetta efni,“ segir Daði. Hótanirnar hafi oft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola í för með sér. „Eins og kemur fram í skýrslunni þá hefur þetta jafnvel orðið þess valdandi að börn hafa verið að fremja sjálfsvíg.“ Daði hefur því miklar áhyggjur af þróuninni. „Þetta er mjög alvarleg þróun og þetta er eitthvað sem fólk þarf að ræða við börnin sín og börn þurfa að vera meðvituð um. Það byrjar oft um ellefu ára aldur sem þyrfi að fara ræða þessi mál,“ segir Daði.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira