Sigurður Kári Tryggvason lögmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.
Sigurður Kári var áður lögfræðingur hjá Almenna lífeyrissjóðnum frá árinu 2016. Hann starfaði sem fulltrúi hjá LEX lögmannsstofu árin 2011-2015, var í starfsnámi hjá EFTA dómstólnum á árinu 2013 og sat í stjórn Landsbréfa 2011-2012.
Hann starfaði áður hjá Landsbankanum á árunum 2009-2011 við lögfræðiráðgjöf. Sigurður Kári er héraðsdómslögmaður, með LL.M. gráðu frá lagadeild Duke-háskóla í Bandaríkjunum og mag. jur. gráðu frá Lagadeild Háskóla Íslands.
