Ástralskir fjölmiðlar mótmæla leyndarhyggju Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 11:14 Helstu fjölmiðlafyrirtæki Ástralíu tóku höndum saman til að mótmæla leyndarhyggju stjórnvalda. Vísir/EPA Forsíður ástralskra dagblaða voru „ritskoðaðar“ í morgun. Um var að ræða táknræn mótmæli helstu fjölmiðla landsins gegn umdeildum þjóðaröryggislögum Ástralíu sem fréttamenn segja að hafi múlbundið þá og skapað leyndarhyggju í landinu. Búið var að sverta út meirihluta texta á forsíðum dagblaða eins og Daily Telegraph og Sydney Morning Herald í morgun. Þar var einnig rauður stimpill sem á stóð „leyndarmál“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með þessu vildu fjölmiðlarnir mótmæla hertum lögum sem þeir telja ógna rannsóknarblaðamennsku og rétti almennings til upplýsinga. Þeir segja ennfremur að vernd uppljóstrara sé ábótavant og að ströng meiðyrðalöggjöf þaggi niður í fréttaflutningi. Mótmæli fjölmiðlanna má rekja til aðgerða ástralskra yfirvalda gegn opinbera fjölmiðlinum ABC og News Corp í sumar. Lögreglumenn gerðu þá húsleitir í höfuðstöðvum ABC og á heimili blaðamanns News Corp. Fjölmiðlar héldu því fram að húsleitirnar hefðu verið gerðar vegna þess að þeir höfðu birt greinar upp úr upplýsingum uppljóstrara, þar á meðal um ásakanir um stríðsglæpi ástralskra hermanna. „Ástralía á það á hættu að verða leynilegasta lýðræðisríki heimsins,“ sagði David Anderson, forstjóri ABC, vegna mótmælanna í dag. Michael Miller, formaður framkvæmdastjórnar News Corp, tísti mynd með forsíðum dagblaðanna í dag og hvatti Ástrala til að spyrja sig hvað stjórnvöld vildu fela fyrir þeim. Ástralska ríkisstjórnin sagði í gær að mögulega yrðu þrír blaðamenn ákærðir í kjölfar húsleitanna í sumar. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði fjölmiðlafrelsi mikilvægt lýðræðinu en að halda yrði uppi lögum og reglum.Every time a government imposes new restrictions on what journalists can report, Australians should ask: 'What are they trying to hide from me?' - Why I've taken a stand against increasing government secrecy in Australia https://t.co/BQek4KvKyB #righttoknow pic.twitter.com/cpXJEvz7pj— Michael Miller (@michaelmillerau) October 20, 2019 Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Húsleitir lögreglunnar tengjast umfjöllunum tveggja ástralskra fjölmiðla um meinta stríðsglæpi ástralskra hermanna annars vegar og áform leyniþjónustunnar um eftirlit með borgurum hins vegar. 5. júní 2019 08:01 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Forsíður ástralskra dagblaða voru „ritskoðaðar“ í morgun. Um var að ræða táknræn mótmæli helstu fjölmiðla landsins gegn umdeildum þjóðaröryggislögum Ástralíu sem fréttamenn segja að hafi múlbundið þá og skapað leyndarhyggju í landinu. Búið var að sverta út meirihluta texta á forsíðum dagblaða eins og Daily Telegraph og Sydney Morning Herald í morgun. Þar var einnig rauður stimpill sem á stóð „leyndarmál“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með þessu vildu fjölmiðlarnir mótmæla hertum lögum sem þeir telja ógna rannsóknarblaðamennsku og rétti almennings til upplýsinga. Þeir segja ennfremur að vernd uppljóstrara sé ábótavant og að ströng meiðyrðalöggjöf þaggi niður í fréttaflutningi. Mótmæli fjölmiðlanna má rekja til aðgerða ástralskra yfirvalda gegn opinbera fjölmiðlinum ABC og News Corp í sumar. Lögreglumenn gerðu þá húsleitir í höfuðstöðvum ABC og á heimili blaðamanns News Corp. Fjölmiðlar héldu því fram að húsleitirnar hefðu verið gerðar vegna þess að þeir höfðu birt greinar upp úr upplýsingum uppljóstrara, þar á meðal um ásakanir um stríðsglæpi ástralskra hermanna. „Ástralía á það á hættu að verða leynilegasta lýðræðisríki heimsins,“ sagði David Anderson, forstjóri ABC, vegna mótmælanna í dag. Michael Miller, formaður framkvæmdastjórnar News Corp, tísti mynd með forsíðum dagblaðanna í dag og hvatti Ástrala til að spyrja sig hvað stjórnvöld vildu fela fyrir þeim. Ástralska ríkisstjórnin sagði í gær að mögulega yrðu þrír blaðamenn ákærðir í kjölfar húsleitanna í sumar. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði fjölmiðlafrelsi mikilvægt lýðræðinu en að halda yrði uppi lögum og reglum.Every time a government imposes new restrictions on what journalists can report, Australians should ask: 'What are they trying to hide from me?' - Why I've taken a stand against increasing government secrecy in Australia https://t.co/BQek4KvKyB #righttoknow pic.twitter.com/cpXJEvz7pj— Michael Miller (@michaelmillerau) October 20, 2019
Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Húsleitir lögreglunnar tengjast umfjöllunum tveggja ástralskra fjölmiðla um meinta stríðsglæpi ástralskra hermanna annars vegar og áform leyniþjónustunnar um eftirlit með borgurum hins vegar. 5. júní 2019 08:01 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Húsleitir lögreglunnar tengjast umfjöllunum tveggja ástralskra fjölmiðla um meinta stríðsglæpi ástralskra hermanna annars vegar og áform leyniþjónustunnar um eftirlit með borgurum hins vegar. 5. júní 2019 08:01