Segir frá reynslu sinni sem atvinnumaður í fótbolta á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 10:30 Camille Bassett. Skjámynd/Youtube Camille Bassett ákvað að deila með öllum upplifun sinni af því að spila sem atvinnumaður á Íslandi en þessi 22 ára sóknarmaður lék með Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Camille Bassett fór yfir reynslu sína af Íslandi og íslenskum fótbolta í myndbandi sem hún setti síðan inn á Youtube. Hún hóf þó myndbandið á því að segja að hún væri ekki vön að gera svona því hingað til hefur hún aðeins setti tilþrifamyndbönd og myndbönd af ferðalögum inn á Youtube síðuna sína. „Ég var bara á Íslandi í þrjá mánuði en þetta voru fyrstu kynni mín af atvinnumennsku sem og að ég fór til útlanda í fyrsta sinn,“ sagði Camille Bassett sem ákvað að henda í myndband í stað þess að vera að svara alltaf sömu spurningunum aftur og aftur. „Ég ákvað að tala um það sem mér fannst áhugaverðast og kannski getur þessi reynsla mín hjálpað ykkur sem eru að pæla í því að reyna fyrir ykkur sem atvinnumenn í fótbolta í Evrópu einhvern daginn,“ sagði Camille. Camille ræðir fyrst tungumálið og segir að það hafi ráðið miklu um hverjar urðu vinkonur hennar því það voru þær sem töluðu ensku við hana. „Ég reyndi að læra íslensku en það var alltof erfitt. Íslenskan er fallegt tungumál en mjög ólíkt ensku. Ég var bara í þrjá mánuði og lærði ekki mörg orð,“ sagði Camille. „Liðsfélagar mínir töluðu ensku en allar æfingarnar fóru fram á íslensku. Ég þurfti því að elta hinar stelpurnar eða spyrja þær hvað væri í gangi,“ sagði Camille sem viðurkennir að hafa oft ekki vitað hvað væri í gangi á æfingunni. Þjálfararnir voru greinilega ekkert að hafa áhyggjur af því að það skyldu ekki allar það sem þeir voru að segja.Skjámynd/YoutubeCamille saknaði líka að hafa sjúkraþjálfara á öllum æfingum og að það var allt í einu á hennar herðum að passa upp á líkamann sinn eftir æfingar. Hún var óvön því enda þegar hún spilaði í bandaríska háskólaboltanum þá var sjúkraþjálfari á öllum æfingum. „Hvað varðar fótboltann sjálfan þá var hann hraðari og harðari en ég var vön. Leikmenn voru líka með meiri tækni en ég er vön. Ég veit ekki hvort að þetta sé hinn dæmigerði evrópski fótbolti eða hvort að þetta sé bara íslenskur fótbolti en það var krafan að allir leikmenn áttu að reyna að komast fram hjá tveimur eða þremur leikmönnum,“ sagði Camille og bætti við: „Þetta var skrítið fyrir mig því ég vön því að senda boltann og spila í fáum snertingum. Þetta þvingaði mig til að læra meiri tækni en það er minn veikasti hlekkur sem fótboltakona,“ sagði Camille. Hún var mikið á varamannabekknum og nefnir það sérstaklega að varamennirnir hafi ekki fengið að hita upp með byrjunarliðinu. Í bandaríska háskólafótboltanum eru fleiri en þrjár skiptingar og þar geta leikmenn farið inn og út af vellinum eins og í körfubolta og handbolta. Camille Bassett kom til Stjörnunnar um mitt sumar og náði að spila átta leiki með liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Hún var þó aðeins í byrjunarliðinu í þremur leikjum, fyrsta leiknum eftir að hún kom og svo í tveimur síðustu leikjunum. Camille Bassett náði ekki að skora í Pepsi Max deildinni og átti heldur ekki stoðsendingu. Í lok myndbandsins fer hún yfir bæði það neikvæða og jákvæða við það að spila á Íslandi. „Það var mjög góð reynsla fyrir mig að spila mitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður á Íslandi,“ sagði Camille. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Camille Bassett ákvað að deila með öllum upplifun sinni af því að spila sem atvinnumaður á Íslandi en þessi 22 ára sóknarmaður lék með Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Camille Bassett fór yfir reynslu sína af Íslandi og íslenskum fótbolta í myndbandi sem hún setti síðan inn á Youtube. Hún hóf þó myndbandið á því að segja að hún væri ekki vön að gera svona því hingað til hefur hún aðeins setti tilþrifamyndbönd og myndbönd af ferðalögum inn á Youtube síðuna sína. „Ég var bara á Íslandi í þrjá mánuði en þetta voru fyrstu kynni mín af atvinnumennsku sem og að ég fór til útlanda í fyrsta sinn,“ sagði Camille Bassett sem ákvað að henda í myndband í stað þess að vera að svara alltaf sömu spurningunum aftur og aftur. „Ég ákvað að tala um það sem mér fannst áhugaverðast og kannski getur þessi reynsla mín hjálpað ykkur sem eru að pæla í því að reyna fyrir ykkur sem atvinnumenn í fótbolta í Evrópu einhvern daginn,“ sagði Camille. Camille ræðir fyrst tungumálið og segir að það hafi ráðið miklu um hverjar urðu vinkonur hennar því það voru þær sem töluðu ensku við hana. „Ég reyndi að læra íslensku en það var alltof erfitt. Íslenskan er fallegt tungumál en mjög ólíkt ensku. Ég var bara í þrjá mánuði og lærði ekki mörg orð,“ sagði Camille. „Liðsfélagar mínir töluðu ensku en allar æfingarnar fóru fram á íslensku. Ég þurfti því að elta hinar stelpurnar eða spyrja þær hvað væri í gangi,“ sagði Camille sem viðurkennir að hafa oft ekki vitað hvað væri í gangi á æfingunni. Þjálfararnir voru greinilega ekkert að hafa áhyggjur af því að það skyldu ekki allar það sem þeir voru að segja.Skjámynd/YoutubeCamille saknaði líka að hafa sjúkraþjálfara á öllum æfingum og að það var allt í einu á hennar herðum að passa upp á líkamann sinn eftir æfingar. Hún var óvön því enda þegar hún spilaði í bandaríska háskólaboltanum þá var sjúkraþjálfari á öllum æfingum. „Hvað varðar fótboltann sjálfan þá var hann hraðari og harðari en ég var vön. Leikmenn voru líka með meiri tækni en ég er vön. Ég veit ekki hvort að þetta sé hinn dæmigerði evrópski fótbolti eða hvort að þetta sé bara íslenskur fótbolti en það var krafan að allir leikmenn áttu að reyna að komast fram hjá tveimur eða þremur leikmönnum,“ sagði Camille og bætti við: „Þetta var skrítið fyrir mig því ég vön því að senda boltann og spila í fáum snertingum. Þetta þvingaði mig til að læra meiri tækni en það er minn veikasti hlekkur sem fótboltakona,“ sagði Camille. Hún var mikið á varamannabekknum og nefnir það sérstaklega að varamennirnir hafi ekki fengið að hita upp með byrjunarliðinu. Í bandaríska háskólafótboltanum eru fleiri en þrjár skiptingar og þar geta leikmenn farið inn og út af vellinum eins og í körfubolta og handbolta. Camille Bassett kom til Stjörnunnar um mitt sumar og náði að spila átta leiki með liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Hún var þó aðeins í byrjunarliðinu í þremur leikjum, fyrsta leiknum eftir að hún kom og svo í tveimur síðustu leikjunum. Camille Bassett náði ekki að skora í Pepsi Max deildinni og átti heldur ekki stoðsendingu. Í lok myndbandsins fer hún yfir bæði það neikvæða og jákvæða við það að spila á Íslandi. „Það var mjög góð reynsla fyrir mig að spila mitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður á Íslandi,“ sagði Camille. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira