Illskan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. október 2019 07:00 Hættuleg öfl hafa náð fótfestu víða í Evrópu og halda ótrauð áfram að leita fanga. Þeim verður nokkuð ágengt eins og sást mjög greinilega á niðurstöðum kosninga í Póllandi á dögunum þar sem stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hlaut meirihluta á þingi. Flokkur sem berst hatrammlega gegn réttindum samkynhneigðra. Það er óendanlega hryggilegt að flokkur með þær áherslur hafi komist í ríkisstjórn á sínum tíma og enn dapurlegra að pólskir kjósendur hafi nú klappað hann upp. Í aðdraganda kosninganna birtust viðtöl við stuðningsfólk flokksins sem lýsti yfir þungum áhyggjum af velferð barna vegna tilvistar samkynhneigðra. Þar var ekki bara gefið í skyn heldur sagt berum orðum að börnum væri ekki óhætt innan um samkynhneigða. RÚV sendi öflugan fréttamann sinn til Póllands og í viðtölum kom fram að samkynhneigðir einstaklingar óttast jafnvel um líf sitt. Formaður pólskra baráttusamtaka varaði við því að ofbeldi gegn samkynhneigðum gæti orðið að fjöldamorði. Þannig er staðan í Póllandi árið 2019 meðal þjóðar sem varð að þola skelfilegar þjáningar í seinni heimsstyrjöld. Allir sem hafa kynnt sér sögu 20. aldar, hvort sem það er ítarlega eða einungis lítillega, hljóta að staldra við sögu fasisma og nasisma og skelfingar helfararinnar og spyrja sig: „Hvernig gat þetta gerst? Hvers konar fólk var það eiginlega sem gekk þessum öflum á hönd og lagði blessun sína yfir ofsóknir gegn gyðingum, samkynhneigðum, sígaunum og fötluðum?“ Ofur auðvelt er svo að bæta við í huganum hinni huggunarríku hugsun: „Þetta gæti ekki gerst í Evrópu nútímans.“ Um leið og samfélög eru farin stimpla ákveðna hópa sem hættulega og og vilja svipta þá mannréttindum er ástæða til að hrökkva við. Hatur á múslimum er áberandi, fjölmargir hika ekki við að skilgreina þá sem afar líklega hryðjuverkamenn. Samkynhneigðir einstaklingar fá á sig stimpil barnaníðinga. Andúð gegn gyðingum hefur svo blossað upp víða. Hættuleg öfl eru á sveimi í Evrópu og leggja fæð á ákveðna hópa sem fyrir vikið geta ekki lifað fullkomlega öruggu lífi. Þessi öfl njóta stuðnings fólks sem lætur ekki hvarfla að sér að það sé að ganga illum málstað á hönd. Það horfir fram hjá þeirri staðreynd að allar hreyfingar og öll þau öfl sem leggja hatur á ákveðna hópa eru hættuleg. Það er ekki hægt að leiða þessi öfl hjá sér, ekki er í boði að sitja með hendur í skauti og láta sem ekkert sé. Ekki er langt síðan erlendir nýnasistar sprönguðu um Lækjartorg í tilraun til að fá Íslendinga til liðs við málstaðinn. Blessunarlega varð þeim ekkert ágengt. Það þýðir þó ekki að hatursöfl fái engan hljómgrunn hér á landi. Það er engan veginn hægt að neita því að andúð gegn múslimum er staðreynd og enn verða einstaklingar fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar og verða jafnvel að þola ofbeldi þess vegna. Íslenskir kjósendur bera ábyrgð, það er þeirra að greiða götu stjórnmálaflokka sem hafa mannúð, mildi og víðsýni í hávegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Utanríkismál Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Hættuleg öfl hafa náð fótfestu víða í Evrópu og halda ótrauð áfram að leita fanga. Þeim verður nokkuð ágengt eins og sást mjög greinilega á niðurstöðum kosninga í Póllandi á dögunum þar sem stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hlaut meirihluta á þingi. Flokkur sem berst hatrammlega gegn réttindum samkynhneigðra. Það er óendanlega hryggilegt að flokkur með þær áherslur hafi komist í ríkisstjórn á sínum tíma og enn dapurlegra að pólskir kjósendur hafi nú klappað hann upp. Í aðdraganda kosninganna birtust viðtöl við stuðningsfólk flokksins sem lýsti yfir þungum áhyggjum af velferð barna vegna tilvistar samkynhneigðra. Þar var ekki bara gefið í skyn heldur sagt berum orðum að börnum væri ekki óhætt innan um samkynhneigða. RÚV sendi öflugan fréttamann sinn til Póllands og í viðtölum kom fram að samkynhneigðir einstaklingar óttast jafnvel um líf sitt. Formaður pólskra baráttusamtaka varaði við því að ofbeldi gegn samkynhneigðum gæti orðið að fjöldamorði. Þannig er staðan í Póllandi árið 2019 meðal þjóðar sem varð að þola skelfilegar þjáningar í seinni heimsstyrjöld. Allir sem hafa kynnt sér sögu 20. aldar, hvort sem það er ítarlega eða einungis lítillega, hljóta að staldra við sögu fasisma og nasisma og skelfingar helfararinnar og spyrja sig: „Hvernig gat þetta gerst? Hvers konar fólk var það eiginlega sem gekk þessum öflum á hönd og lagði blessun sína yfir ofsóknir gegn gyðingum, samkynhneigðum, sígaunum og fötluðum?“ Ofur auðvelt er svo að bæta við í huganum hinni huggunarríku hugsun: „Þetta gæti ekki gerst í Evrópu nútímans.“ Um leið og samfélög eru farin stimpla ákveðna hópa sem hættulega og og vilja svipta þá mannréttindum er ástæða til að hrökkva við. Hatur á múslimum er áberandi, fjölmargir hika ekki við að skilgreina þá sem afar líklega hryðjuverkamenn. Samkynhneigðir einstaklingar fá á sig stimpil barnaníðinga. Andúð gegn gyðingum hefur svo blossað upp víða. Hættuleg öfl eru á sveimi í Evrópu og leggja fæð á ákveðna hópa sem fyrir vikið geta ekki lifað fullkomlega öruggu lífi. Þessi öfl njóta stuðnings fólks sem lætur ekki hvarfla að sér að það sé að ganga illum málstað á hönd. Það horfir fram hjá þeirri staðreynd að allar hreyfingar og öll þau öfl sem leggja hatur á ákveðna hópa eru hættuleg. Það er ekki hægt að leiða þessi öfl hjá sér, ekki er í boði að sitja með hendur í skauti og láta sem ekkert sé. Ekki er langt síðan erlendir nýnasistar sprönguðu um Lækjartorg í tilraun til að fá Íslendinga til liðs við málstaðinn. Blessunarlega varð þeim ekkert ágengt. Það þýðir þó ekki að hatursöfl fái engan hljómgrunn hér á landi. Það er engan veginn hægt að neita því að andúð gegn múslimum er staðreynd og enn verða einstaklingar fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar og verða jafnvel að þola ofbeldi þess vegna. Íslenskir kjósendur bera ábyrgð, það er þeirra að greiða götu stjórnmálaflokka sem hafa mannúð, mildi og víðsýni í hávegum.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun