Birna segir mál Atla Rafns, Kristínar og Borgarleikhússins snúið Jakob Bjarnar skrifar 31. október 2019 14:00 Birna Hafstein er formaður Félags íslenskra leikara en þar er nú mikil ólga og skiptast félagar þar í tvær fylkingar. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um að mál leikarans Atla Rafns á hendur Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra og Borgarleikhússins hefur reynst hinum til þess að gera smáa leikhúsheimi Íslands erfitt viðureignar. Þar skiptast menn í fylkingar. Vísir hefur rætt við fjölda leikara og ríkir mikil óvissa. Og meðan þessu fer fram er Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra undir feldi og veltir því fyrir sér hver verður næsti Þjóðleikhússtjóri: Hvort Ari Matthíasson haldi áfram eða nýjum verði skipt inn. Þar er Kristín meðal umsækjenda.Dómur var upp kveðinn í gær og Kristín og leikhúsið dæmd sek um að hafa brotið allar reglur sem snúa að ábyrgð vinnuveitanda með fyrirvaralausri uppsögn Atla Rafns. Málinu verður áfrýjað til Landsréttar af hálfu Kristínar og leikhússins. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL), er nú stödd á fundi norræna leikararáðsins í Kaupmannahöfn, þar sem meðal annars þetta mál er til umfjöllunar. „Hér sitjum við og förum yfir stór og mikil mál sem við erum að fást við í okkar heimalöndum. Berum saman bækur okkar og ræðum hvernig má snúa sér í slíkum málum,“ segir Birna sem telur gott að geta litið með þetta til landa sem við viljum bera okkur saman við. Birna segir málið afar snúið. Og því verði að halda til haga að FÍL sé ekki formlegur aðili að því.Kristín Eysteinsdóttir sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem hún tilkynnti að málinu yrði áfrýjað.Vísir/Egill„Ég hef ekkert meiri upplýsingar en hver annar varðandi þetta, þannig lagað. En get sagt bæði sem formaður og persónulega að ég finn til með öllum hlutaðeigandi. Þetta er lítið samfélag sem við búum í og þarna horfum við til þess að meintir gerendur og þolendur eru á sama vinnustað í erfiðum málum sem upp koma; þetta er mjög snúið.“Væntanlega rætt á næsta aðalfundi Starf leikarans er sérstakt, hann er berskjaldaður á sviðinu en Birna segir leikhús eða ekki leikhús; þessi mál séu alstaðar flókið úrlausnarefni. Og ekki síst vegna þess að ekki liggi allar upplýsingar á borðinu. „Mér finnst gott, þar sem við búum í réttarríki, að fólk leiti réttar síns ef það telur á sér brotið. Það er hið jákvæða við þetta mál. Hins vegar er nokkuð ljóst að það eru einhverjir sem eiga hlut að þessu máli sem treysta sér ekki til að fara hina lögformlegu leið í þessu öllu saman. Við sem samfélag þurfum að skoða hver ástæðan fyrir því er? Það er hin samfélagslega áskorun sem við blasir. ekki allir að fara sömu leiðina.“ Birna leggur áherslu á að hún viti ekkert meira um málið en hver annar. „Þar af leiðandi erum við öll í óvissu og það er óþægilegt. Það er mannlegt, mann langar til að hafa skoðun á hlutum en það er erfitt þegar maður veit ekki allt. Óþægilegt fyrir mig og alla aðra.“Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni sem segir Kristínu hafa brotið nánast allar reglur sem hægt er að brjóta sem snúa að reglum um skyldur atvinnurekanda.Vísir/EgillEins og fram hefur komið hefur málinu verið áfrýjað. Birna segir að þetta mál hafi ekki komið með formlegum hætti til umfjöllunar á vettvangi félagsins. Og það stendur ekki til. „En ég geri ráð fyrir því að þetta verði rætt eins og fleiri erfið ár bara á næsta aðalfundi. Sem verður haldinn seinna í haust.“Er Borgarleikhúsið opinber stofnun? Ekki er komin dagsetning enn á aðalfund FÍL. Birna bendir á málið sé athyglisvert fyrir fleiri en leikara og leikhús. „Það verður áhugavert að sjá hvernig þessu máli lyktar; hvaða afstöðu Landsréttur tekur til Borgarleikhússins; hvort því sé skylt að starfa eftir sömu reglum og opinberar stofnanir verandi starfandi á almennum markaði en rekið að stóru hluta fyrir almanna fé. Þetta er ekki alveg skýrt út frá rekstrarfyrirkomulagi. Ef Borgarleikhúsinu er gert skylt að starfa eftir lögum og reglum um opinberar stofnanir þá er Borgarleikhúsið ekki einstakt varðandi slíkt rekstrarfyrirkomulag. Dómurinn mun því hafa áhrif á fleiri stofnanir sem þurfa þá að lúta strangari reglum. Það verður áhugavert að fá úr því skorið.“ Birna segist vona að okkur beri gæfa til að fara betur á okkur komin inn í framtíðina. „Það þurfa allir að vanda sig.“ Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kristínu hefði mátt vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. 30. október 2019 16:10 Leikfélagið ætlar að áfrýja dómi vegna Atla Rafns Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni Sigurðssyni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar í dag. 30. október 2019 22:24 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 „Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. 30. október 2019 14:38 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um að mál leikarans Atla Rafns á hendur Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra og Borgarleikhússins hefur reynst hinum til þess að gera smáa leikhúsheimi Íslands erfitt viðureignar. Þar skiptast menn í fylkingar. Vísir hefur rætt við fjölda leikara og ríkir mikil óvissa. Og meðan þessu fer fram er Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra undir feldi og veltir því fyrir sér hver verður næsti Þjóðleikhússtjóri: Hvort Ari Matthíasson haldi áfram eða nýjum verði skipt inn. Þar er Kristín meðal umsækjenda.Dómur var upp kveðinn í gær og Kristín og leikhúsið dæmd sek um að hafa brotið allar reglur sem snúa að ábyrgð vinnuveitanda með fyrirvaralausri uppsögn Atla Rafns. Málinu verður áfrýjað til Landsréttar af hálfu Kristínar og leikhússins. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL), er nú stödd á fundi norræna leikararáðsins í Kaupmannahöfn, þar sem meðal annars þetta mál er til umfjöllunar. „Hér sitjum við og förum yfir stór og mikil mál sem við erum að fást við í okkar heimalöndum. Berum saman bækur okkar og ræðum hvernig má snúa sér í slíkum málum,“ segir Birna sem telur gott að geta litið með þetta til landa sem við viljum bera okkur saman við. Birna segir málið afar snúið. Og því verði að halda til haga að FÍL sé ekki formlegur aðili að því.Kristín Eysteinsdóttir sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem hún tilkynnti að málinu yrði áfrýjað.Vísir/Egill„Ég hef ekkert meiri upplýsingar en hver annar varðandi þetta, þannig lagað. En get sagt bæði sem formaður og persónulega að ég finn til með öllum hlutaðeigandi. Þetta er lítið samfélag sem við búum í og þarna horfum við til þess að meintir gerendur og þolendur eru á sama vinnustað í erfiðum málum sem upp koma; þetta er mjög snúið.“Væntanlega rætt á næsta aðalfundi Starf leikarans er sérstakt, hann er berskjaldaður á sviðinu en Birna segir leikhús eða ekki leikhús; þessi mál séu alstaðar flókið úrlausnarefni. Og ekki síst vegna þess að ekki liggi allar upplýsingar á borðinu. „Mér finnst gott, þar sem við búum í réttarríki, að fólk leiti réttar síns ef það telur á sér brotið. Það er hið jákvæða við þetta mál. Hins vegar er nokkuð ljóst að það eru einhverjir sem eiga hlut að þessu máli sem treysta sér ekki til að fara hina lögformlegu leið í þessu öllu saman. Við sem samfélag þurfum að skoða hver ástæðan fyrir því er? Það er hin samfélagslega áskorun sem við blasir. ekki allir að fara sömu leiðina.“ Birna leggur áherslu á að hún viti ekkert meira um málið en hver annar. „Þar af leiðandi erum við öll í óvissu og það er óþægilegt. Það er mannlegt, mann langar til að hafa skoðun á hlutum en það er erfitt þegar maður veit ekki allt. Óþægilegt fyrir mig og alla aðra.“Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni sem segir Kristínu hafa brotið nánast allar reglur sem hægt er að brjóta sem snúa að reglum um skyldur atvinnurekanda.Vísir/EgillEins og fram hefur komið hefur málinu verið áfrýjað. Birna segir að þetta mál hafi ekki komið með formlegum hætti til umfjöllunar á vettvangi félagsins. Og það stendur ekki til. „En ég geri ráð fyrir því að þetta verði rætt eins og fleiri erfið ár bara á næsta aðalfundi. Sem verður haldinn seinna í haust.“Er Borgarleikhúsið opinber stofnun? Ekki er komin dagsetning enn á aðalfund FÍL. Birna bendir á málið sé athyglisvert fyrir fleiri en leikara og leikhús. „Það verður áhugavert að sjá hvernig þessu máli lyktar; hvaða afstöðu Landsréttur tekur til Borgarleikhússins; hvort því sé skylt að starfa eftir sömu reglum og opinberar stofnanir verandi starfandi á almennum markaði en rekið að stóru hluta fyrir almanna fé. Þetta er ekki alveg skýrt út frá rekstrarfyrirkomulagi. Ef Borgarleikhúsinu er gert skylt að starfa eftir lögum og reglum um opinberar stofnanir þá er Borgarleikhúsið ekki einstakt varðandi slíkt rekstrarfyrirkomulag. Dómurinn mun því hafa áhrif á fleiri stofnanir sem þurfa þá að lúta strangari reglum. Það verður áhugavert að fá úr því skorið.“ Birna segist vona að okkur beri gæfa til að fara betur á okkur komin inn í framtíðina. „Það þurfa allir að vanda sig.“
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kristínu hefði mátt vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. 30. október 2019 16:10 Leikfélagið ætlar að áfrýja dómi vegna Atla Rafns Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni Sigurðssyni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar í dag. 30. október 2019 22:24 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 „Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. 30. október 2019 14:38 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Kristínu hefði mátt vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. 30. október 2019 16:10
Leikfélagið ætlar að áfrýja dómi vegna Atla Rafns Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni Sigurðssyni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar í dag. 30. október 2019 22:24
Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50
„Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. 30. október 2019 14:38