Menntadagur Garðabæjar: Kynningar á yfir 40 fjölbreyttum þróunarverkefnum skólanna í bænum Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 31. október 2019 10:06 Menntadagur Garðabæjar hefur fest sig í sessi sem fróðlegt og skemmtilegt stefnumót skólafólks í Garðabæ. Dagurinn var haldinn í fjórða skiptið sl. föstudag 25. október, en þá koma saman starfsmenn allra leik- og grunnskóla í Garðabæ. Kennarar og aðrir sérfræðingar kynna fjölbreytt þróunarverkefni sem hafa verið styrkt úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla Garðabæjar, meistaraverkefni eru kynnt, kennarar Fjölbrautaskólans í Garðabæ fjalla um nýjungar í kennsluháttum, auk þess sem settir eru upp sýningabásar og veggspjöld þar sem nýjungar og þróunarstarf er kynnt. Erlendur sérfræðingur fjallaði um áskoranir og leiðir í námsferlinu og bauð upp á vinnustofur fyrir leiðtogahópa. 165 milljónir til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum skapa framsækni Í Garðabæ er fjöldi af fjölbreyttum og framsæknum þróunarverkefnum á leik- og grunnskólastigi. Þróunarsjóðir hafa síðastliðin fimm ár úthlutað samtals 165 milljónum til leik- og grunnskóla og skapað kennurum og öðrum sérfræðingum skólanna aukna möguleika til að vinna á framsækinn hátt á eigin fagsviði. Þróunarverkefnin efla því bæði sérfræðingana í skólum sem vinna verkefnin, námsupplifun nemenda og skólasamfélagið okkar. Þróunarsjóður skapar nýbreytni og fjölbreytileika Meðal verkefna sem kynnt voru að þessu sinni eru: Velferð barna í Garðabæ, Nemandi dagsins; Jákvæð samskipti, Réttindasmiðja- og fræðsla, Heilsueflandi vinnustaðir, Shake it down-shake it up, Hljóðakennsla með stýrðum fyrirmælum, Ævintýraferðir, Forritun, hönnun og lífsleikni, Út fyrir kassann, Vinur okkar Lubbi, PlastPlan endurvinnslustöð, Nemendamiðuð verkefni, Sköpun, Reading Plus lesskilningsverkefni, Ritunarkennsla, Notun snjallforrita við tónsköpun, Endurgjöf nemenda, Nemendalýðræði, Atvinnutengt nám, Stærðfræði og rúmskynjun, Skapandi samstarf list- og verkgreina, Vaxandi hugarfar, Bernskulæsi, Leiðsagnarmat í stærðfræði, Gagnvirk verkefni með lestrarefninu. Mikilvægi skólaþróunar Skólastarf í Garðabæ er metnaðarfullt og sérfræðingarnir í skólunum okkar framsæknir fagmenn. Skólastarf þarf að vera í þróun þar sem það mætir sífellt nýjum áskorunum í breytilegu samfélagi. Stolt af sterkum hópi metnaðarfullra sérfræðinga í skólunum okkar er mér efst í huga eftir frábæran Menntadag Garðabæjar. Til hamingju með framsækin þróunarverkefni, skólafólk í Garðabæ! Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Menntadagur Garðabæjar hefur fest sig í sessi sem fróðlegt og skemmtilegt stefnumót skólafólks í Garðabæ. Dagurinn var haldinn í fjórða skiptið sl. föstudag 25. október, en þá koma saman starfsmenn allra leik- og grunnskóla í Garðabæ. Kennarar og aðrir sérfræðingar kynna fjölbreytt þróunarverkefni sem hafa verið styrkt úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla Garðabæjar, meistaraverkefni eru kynnt, kennarar Fjölbrautaskólans í Garðabæ fjalla um nýjungar í kennsluháttum, auk þess sem settir eru upp sýningabásar og veggspjöld þar sem nýjungar og þróunarstarf er kynnt. Erlendur sérfræðingur fjallaði um áskoranir og leiðir í námsferlinu og bauð upp á vinnustofur fyrir leiðtogahópa. 165 milljónir til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum skapa framsækni Í Garðabæ er fjöldi af fjölbreyttum og framsæknum þróunarverkefnum á leik- og grunnskólastigi. Þróunarsjóðir hafa síðastliðin fimm ár úthlutað samtals 165 milljónum til leik- og grunnskóla og skapað kennurum og öðrum sérfræðingum skólanna aukna möguleika til að vinna á framsækinn hátt á eigin fagsviði. Þróunarverkefnin efla því bæði sérfræðingana í skólum sem vinna verkefnin, námsupplifun nemenda og skólasamfélagið okkar. Þróunarsjóður skapar nýbreytni og fjölbreytileika Meðal verkefna sem kynnt voru að þessu sinni eru: Velferð barna í Garðabæ, Nemandi dagsins; Jákvæð samskipti, Réttindasmiðja- og fræðsla, Heilsueflandi vinnustaðir, Shake it down-shake it up, Hljóðakennsla með stýrðum fyrirmælum, Ævintýraferðir, Forritun, hönnun og lífsleikni, Út fyrir kassann, Vinur okkar Lubbi, PlastPlan endurvinnslustöð, Nemendamiðuð verkefni, Sköpun, Reading Plus lesskilningsverkefni, Ritunarkennsla, Notun snjallforrita við tónsköpun, Endurgjöf nemenda, Nemendalýðræði, Atvinnutengt nám, Stærðfræði og rúmskynjun, Skapandi samstarf list- og verkgreina, Vaxandi hugarfar, Bernskulæsi, Leiðsagnarmat í stærðfræði, Gagnvirk verkefni með lestrarefninu. Mikilvægi skólaþróunar Skólastarf í Garðabæ er metnaðarfullt og sérfræðingarnir í skólunum okkar framsæknir fagmenn. Skólastarf þarf að vera í þróun þar sem það mætir sífellt nýjum áskorunum í breytilegu samfélagi. Stolt af sterkum hópi metnaðarfullra sérfræðinga í skólunum okkar er mér efst í huga eftir frábæran Menntadag Garðabæjar. Til hamingju með framsækin þróunarverkefni, skólafólk í Garðabæ! Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla í Garðabæ.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar