Hafna því að hafa horft sérstaklega til þekktra veganvörumerkja Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 17:00 Á þessari samsettu mynd má sjá merkin þrjú, Jömm, Oatly og Júmbó. Vísir/Samsett Matvælafyrirtækið Sómi hafnar því að horft hafi verið til vörumerkjanna Jömm og Oatly, sem bæði framleiða vegan vörur, við hönnun á nýjum umbúðum undir merkjum Júmbó. Bent hefur verið á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar séu afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. Jömm er íslenskur skyndibitastaður sem stofnaður var sumarið 2018. Fyrirtækið rekur matsölustað og þá eru vörur undir merkjum Jömm einnig fáanlegar í verslunum landsins.Fólk kannist við stemninguna og myndmálið Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir eigandi Jömm segir í samtali við Vísi að í gærmorgun hafi fyrirtækinu byrjað að berast skilaboð frá viðskiptavinum sem furðuðu sig á nýjum umbúðum Júmbó. „Fyrst fengum við ábendingu frá konu sem sendi okkur mynd af þessu og ætlaði að grípa sér nýja Jömm-grautinn sem hún taldi sig hafa séð. Þegar hún kom langleiðina á kassann fattaði hún svo að þetta var ekki Jömm heldur Júmbó,“ segir Sæunn. „Okkur brá pínulítið að sjá þetta, okkur fannst þetta svona svolítið kunnuglegt.“ Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi því fundið sig knúin til að tjá sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær. „Við ákváðum að láta vita af því að fólk þyrfti að passa sig að ruglast ekki. Það er búin að vera rosalega mikil umræða um þetta, fólk segir að þetta minni bæði á Oatly og Jömm. Það kannast við stemninguna og myndmálið í þessu,“ segir Sæunn.Færðu markaðsdeildinni kaffi Í kjölfarið vöknuðu umræður um málið á samfélagsmiðlum, til dæmis á Twitter og inni á Facebook-hópunum Markaðsnördum og Vegan Íslandi. Notendum þótti mörgum umbúðir Júmbó svipa mjög til vörumerkis Jömm, einkum þegar litið er til stafsins M, sem ritaður er á svipaðan hátt.Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, eigandi Jömm.Sænska vörumerkið Oatly, sem framleiðir ýmiss konar vörur úr haframjólk og nýtur mikilla vinsælda hér á landi, var einnig nefnt í þessu samhengi. Þannig er orðaskiptingin í merki Júmbó utan á hafragrautnum sú sama og á vörum Oatly. Þá er fígúra sem Júmbó notast við á pakkningunni afar lík fígúru sem birtist á sumum vörum Oatly. Öll merkin þrjú, frá Júmbó, Jömm og Oatly, má bera saman á samsettri mynd hér efst í fréttinni. Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi skutlað kaffi til markaðsdeildar Sóma/Júmbó í morgun, svona til að „örva ímyndunaraflið“, en þar fyrir utan hafi þau ekki sett sig í samband við fyrirtækið. „Eftir því sem þetta hefur undið upp á sig og við fengið meiri viðbrögð finnst okkur þetta bara sífellt fyndnara.“Ár síðan umbúðirnar voru hannaðar Sigurður Ólafsson, stjórnandi hjá Sóma sem framleiðir vörur undir merkjum Júmbó, segir í svari við fyrirspurn Vísis að ekki hafi verið horft sérstaklega til umræddra vörumerkja, Jömm og Oatly, þegar nýtt „Júmbó-útlit“ var hannað. „[..] og má nefna að það er að verða komið ár síðan þetta var hannað. Horft er til tíðarandans í heild erlendis og hérlendis þegar nýtt útlit er hannað og þetta var útkoman í þetta sinn, en reglulega eru útlit og umbúðir uppfærðar. En um að gera að smakka nýja hafragrautinn frá Júmbó, það er jú innihaldið sem skiptir mestu máli.“ Auglýsinga- og markaðsmál Matur Neytendur Vegan Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Matvælafyrirtækið Sómi hafnar því að horft hafi verið til vörumerkjanna Jömm og Oatly, sem bæði framleiða vegan vörur, við hönnun á nýjum umbúðum undir merkjum Júmbó. Bent hefur verið á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar séu afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. Jömm er íslenskur skyndibitastaður sem stofnaður var sumarið 2018. Fyrirtækið rekur matsölustað og þá eru vörur undir merkjum Jömm einnig fáanlegar í verslunum landsins.Fólk kannist við stemninguna og myndmálið Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir eigandi Jömm segir í samtali við Vísi að í gærmorgun hafi fyrirtækinu byrjað að berast skilaboð frá viðskiptavinum sem furðuðu sig á nýjum umbúðum Júmbó. „Fyrst fengum við ábendingu frá konu sem sendi okkur mynd af þessu og ætlaði að grípa sér nýja Jömm-grautinn sem hún taldi sig hafa séð. Þegar hún kom langleiðina á kassann fattaði hún svo að þetta var ekki Jömm heldur Júmbó,“ segir Sæunn. „Okkur brá pínulítið að sjá þetta, okkur fannst þetta svona svolítið kunnuglegt.“ Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi því fundið sig knúin til að tjá sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær. „Við ákváðum að láta vita af því að fólk þyrfti að passa sig að ruglast ekki. Það er búin að vera rosalega mikil umræða um þetta, fólk segir að þetta minni bæði á Oatly og Jömm. Það kannast við stemninguna og myndmálið í þessu,“ segir Sæunn.Færðu markaðsdeildinni kaffi Í kjölfarið vöknuðu umræður um málið á samfélagsmiðlum, til dæmis á Twitter og inni á Facebook-hópunum Markaðsnördum og Vegan Íslandi. Notendum þótti mörgum umbúðir Júmbó svipa mjög til vörumerkis Jömm, einkum þegar litið er til stafsins M, sem ritaður er á svipaðan hátt.Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, eigandi Jömm.Sænska vörumerkið Oatly, sem framleiðir ýmiss konar vörur úr haframjólk og nýtur mikilla vinsælda hér á landi, var einnig nefnt í þessu samhengi. Þannig er orðaskiptingin í merki Júmbó utan á hafragrautnum sú sama og á vörum Oatly. Þá er fígúra sem Júmbó notast við á pakkningunni afar lík fígúru sem birtist á sumum vörum Oatly. Öll merkin þrjú, frá Júmbó, Jömm og Oatly, má bera saman á samsettri mynd hér efst í fréttinni. Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi skutlað kaffi til markaðsdeildar Sóma/Júmbó í morgun, svona til að „örva ímyndunaraflið“, en þar fyrir utan hafi þau ekki sett sig í samband við fyrirtækið. „Eftir því sem þetta hefur undið upp á sig og við fengið meiri viðbrögð finnst okkur þetta bara sífellt fyndnara.“Ár síðan umbúðirnar voru hannaðar Sigurður Ólafsson, stjórnandi hjá Sóma sem framleiðir vörur undir merkjum Júmbó, segir í svari við fyrirspurn Vísis að ekki hafi verið horft sérstaklega til umræddra vörumerkja, Jömm og Oatly, þegar nýtt „Júmbó-útlit“ var hannað. „[..] og má nefna að það er að verða komið ár síðan þetta var hannað. Horft er til tíðarandans í heild erlendis og hérlendis þegar nýtt útlit er hannað og þetta var útkoman í þetta sinn, en reglulega eru útlit og umbúðir uppfærðar. En um að gera að smakka nýja hafragrautinn frá Júmbó, það er jú innihaldið sem skiptir mestu máli.“
Auglýsinga- og markaðsmál Matur Neytendur Vegan Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira