Heyrir til undantekninga að konur hér á landi gangi með börn lengur en í 42 vikur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2019 08:30 Anna Sigríður Vernharðsdóttir segir algengast að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. vísir Það heyrir til undantekninga hér á landi að konur gangi með börn lengur en í 42 vikur. Þetta segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans, í samtali við Vísi. Rannsókn sem gerð var á óléttum konum í Svíþjóð sem gengið höfðu fram yfir var hætt fyrir um ári síðan eftir að sex börn dóu. Börnin áttu það öll sameiginlegt að mæður þeirra voru settar af stað við upphaf 43. viku, það er á 42+0 (sjá nánar um rannsóknina hér). Rannsóknin tók til kvenna þar sem ekki var um áhættumeðgöngu að ræða. Fjallað var um rannsóknina á Vísi fyrr í vikunni. Anna Sigríður segir Landspítalann með langan lista af ábendingum fyrir gangsetningu eða það sem einnig er kallað framköllun fæðingar. Meðgöngulengd er þar einn þáttur. „Þá er meðgöngulengd 41 til 42 vikur, það er 41+0 til 42+0. Þannig að samkvæmt okkar verklagi eru konur aldrei að fara inn í viku 43 nema einstaka kona hefur gert það að eigin ósk og er þá í mjög þéttu eftirliti á þeim tíma,“ segir Anna Sigríður.Algengast að konur séu settar af stað á 42. viku Algengast sé að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. Þá er gengið með barnið í 41 viku plús þrjá til fimm daga. Anna Sigríður segir þó að það sé stundum erfitt að koma öllum konum í gangsetningu og þá sé það einstaka sinnum dregið að 42+0. „Og það er alveg rammi sem hingað til hefur verið talinn öruggur,“ segir hún. Í einstaka tilfellum geti gangsetningarferlið síðan tekið einn til tvo daga og þá sé konan að fæða barnið á 42+1 eða tveir dagar. „En þá eru þær líka hérna hjá okkur í eftirliti allan tímann. Þetta gerist alveg en hjá mjög fáum konum.“ Anna Sigríður segir starfsmenn á Landspítalanum bíða eftir því að sjá rannsóknina sjálfa sem vísað var til hér í upphafi og niðurstöður hennar en þær hafa ekki enn verið birtar opinberlega. „Við öndum alveg rólega yfir þessari frétt af því að við teljum okkur líka vera með mjög góð viðmið. Svo munum við auðvitað kynna okkur þessa rannsókn þegar hún kemur út og skoða hana vel,“ segir Anna Sigríður.Uppfært klukkan 10:43 með nákvæmari upplýsingum um framkvæmd rannsóknarinnar í Svíþjóð. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Það heyrir til undantekninga hér á landi að konur gangi með börn lengur en í 42 vikur. Þetta segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans, í samtali við Vísi. Rannsókn sem gerð var á óléttum konum í Svíþjóð sem gengið höfðu fram yfir var hætt fyrir um ári síðan eftir að sex börn dóu. Börnin áttu það öll sameiginlegt að mæður þeirra voru settar af stað við upphaf 43. viku, það er á 42+0 (sjá nánar um rannsóknina hér). Rannsóknin tók til kvenna þar sem ekki var um áhættumeðgöngu að ræða. Fjallað var um rannsóknina á Vísi fyrr í vikunni. Anna Sigríður segir Landspítalann með langan lista af ábendingum fyrir gangsetningu eða það sem einnig er kallað framköllun fæðingar. Meðgöngulengd er þar einn þáttur. „Þá er meðgöngulengd 41 til 42 vikur, það er 41+0 til 42+0. Þannig að samkvæmt okkar verklagi eru konur aldrei að fara inn í viku 43 nema einstaka kona hefur gert það að eigin ósk og er þá í mjög þéttu eftirliti á þeim tíma,“ segir Anna Sigríður.Algengast að konur séu settar af stað á 42. viku Algengast sé að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. Þá er gengið með barnið í 41 viku plús þrjá til fimm daga. Anna Sigríður segir þó að það sé stundum erfitt að koma öllum konum í gangsetningu og þá sé það einstaka sinnum dregið að 42+0. „Og það er alveg rammi sem hingað til hefur verið talinn öruggur,“ segir hún. Í einstaka tilfellum geti gangsetningarferlið síðan tekið einn til tvo daga og þá sé konan að fæða barnið á 42+1 eða tveir dagar. „En þá eru þær líka hérna hjá okkur í eftirliti allan tímann. Þetta gerist alveg en hjá mjög fáum konum.“ Anna Sigríður segir starfsmenn á Landspítalanum bíða eftir því að sjá rannsóknina sjálfa sem vísað var til hér í upphafi og niðurstöður hennar en þær hafa ekki enn verið birtar opinberlega. „Við öndum alveg rólega yfir þessari frétt af því að við teljum okkur líka vera með mjög góð viðmið. Svo munum við auðvitað kynna okkur þessa rannsókn þegar hún kemur út og skoða hana vel,“ segir Anna Sigríður.Uppfært klukkan 10:43 með nákvæmari upplýsingum um framkvæmd rannsóknarinnar í Svíþjóð.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30