„Mikill heiður og stór viðurkenning“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2019 13:45 Gyða Valtýsdóttir tónskáld er handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019. norden.org/Magnus Froderberg Íslenska tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir hlaut í gær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Hún segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst vona að þau kunni að opna fleiri dyr. Gyða og Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari voru tilnefndar fyrir hönd Íslands en þær voru í hópi þrettán listamanna sem tilnefndir voru. Gyða var meðal stofnenda rafhljómsveitarinnar múm og er menntuð í sígildri tónlist en hefur ekki einskorðað sig við neina tiltekna tónlistarstefnu að því er segir í rökstuðningi dómnefndar.Sjá einnig: Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs „Þetta er náttúrlega rosa mikill heiður og stór viðurkenning,“ segir Gyða í samtali við fréttastofu. „Þetta vonandi opnar einhverjar dyr og gefur mér frelsi til að skapa það sem mig langar til að skapa. Aðspurð segist hún vera með mörg verkefni í pípunum en hún er til að mynda að gefa út nýja plötu snemma á næsta ári. „Hún er tilbúin og ég er mjög spennt fyrir henni og þar er ég að vinna með íslensku tónlistarfólki og svo er bara margt annað,“ segir Gyða. Í febrúar er til að mynda væntanleg plata sem byggir á samstarfsverkefni Gyðu og tvíburasystur hennar Kristínar Önnu Valtýsdóttur, Ragnars Kjartanssonar og tvíburabræðranna Aarons og Bryce Dessner úr hljómsveitinni The National. Í þakkarræðu sinni í gær minntist Gyða sérstaklega á tvíburasystur sína Kristínu Önnu en Gyða segir hana vera stóran part af lífi sínu og hún hafi kennt henni margt. „Svo þegar maður fær svona tilnefningu og einhver verðlaunaafhending, maður fer alltaf að hugsa hvort að maður sé þess verðugur og einhverjir meta sig út frá einhverjum öðrum og einhverjum standördum,“ segir Gyða. Hún hafi reynt að tileinka sér það að láta samanburð við aðra eða einhvers konar keppni ekki ráða för. „Þegar maður elst upp sem tvíburi þá er svo mikil samkeppni og samanburður, líka bara utan frá einhvern veginn. Fólk er alltaf að bera mann saman. Þannig að maður elst svolítið upp við það og klassískt tónlistarnám hjálpaði ekki. Það byrjar snemma svona einhver mælikvarði á mann og hæfileika manns,“ segir Gyða. „Að hafa kynnst þessu tvennu, að vera tvíburi og fara út í tónlistarnám, þá vildi ég svona einhvern veginn fara í hina áttina. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, einhvern veginn að þekkja sjálfan sig og bera sig ekki saman við eitthvað annað.“ Íslendingar erlendis Menning Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Íslenska tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir hlaut í gær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Hún segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst vona að þau kunni að opna fleiri dyr. Gyða og Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari voru tilnefndar fyrir hönd Íslands en þær voru í hópi þrettán listamanna sem tilnefndir voru. Gyða var meðal stofnenda rafhljómsveitarinnar múm og er menntuð í sígildri tónlist en hefur ekki einskorðað sig við neina tiltekna tónlistarstefnu að því er segir í rökstuðningi dómnefndar.Sjá einnig: Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs „Þetta er náttúrlega rosa mikill heiður og stór viðurkenning,“ segir Gyða í samtali við fréttastofu. „Þetta vonandi opnar einhverjar dyr og gefur mér frelsi til að skapa það sem mig langar til að skapa. Aðspurð segist hún vera með mörg verkefni í pípunum en hún er til að mynda að gefa út nýja plötu snemma á næsta ári. „Hún er tilbúin og ég er mjög spennt fyrir henni og þar er ég að vinna með íslensku tónlistarfólki og svo er bara margt annað,“ segir Gyða. Í febrúar er til að mynda væntanleg plata sem byggir á samstarfsverkefni Gyðu og tvíburasystur hennar Kristínar Önnu Valtýsdóttur, Ragnars Kjartanssonar og tvíburabræðranna Aarons og Bryce Dessner úr hljómsveitinni The National. Í þakkarræðu sinni í gær minntist Gyða sérstaklega á tvíburasystur sína Kristínu Önnu en Gyða segir hana vera stóran part af lífi sínu og hún hafi kennt henni margt. „Svo þegar maður fær svona tilnefningu og einhver verðlaunaafhending, maður fer alltaf að hugsa hvort að maður sé þess verðugur og einhverjir meta sig út frá einhverjum öðrum og einhverjum standördum,“ segir Gyða. Hún hafi reynt að tileinka sér það að láta samanburð við aðra eða einhvers konar keppni ekki ráða för. „Þegar maður elst upp sem tvíburi þá er svo mikil samkeppni og samanburður, líka bara utan frá einhvern veginn. Fólk er alltaf að bera mann saman. Þannig að maður elst svolítið upp við það og klassískt tónlistarnám hjálpaði ekki. Það byrjar snemma svona einhver mælikvarði á mann og hæfileika manns,“ segir Gyða. „Að hafa kynnst þessu tvennu, að vera tvíburi og fara út í tónlistarnám, þá vildi ég svona einhvern veginn fara í hina áttina. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, einhvern veginn að þekkja sjálfan sig og bera sig ekki saman við eitthvað annað.“
Íslendingar erlendis Menning Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira