Draumurinn að fá leik á HM kvenna til Íslands Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 30. október 2019 09:30 Bandaríkin urðu heimsmeistarar í Frakklandi í sumar. NordicPhotos/getty Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að draumurinn sé að fá leik eða jafnvel leiki á HM kvenna árið 2027 til landsins. Ísland mun að einhverju leyti verða þátttakandi í HM það árið en Klara situr í nefnd sem vinnur að því að koma HM 2027 til Norðurlandanna. Holland, Bandaríkin og Síle eru einnig sögð áhugasöm um að halda mótið sem verður það tíunda í röðinni. „Í Svíþjóð eru margar borgir áhugasamar og eru að keppast um að bjóða betur en nágrannaborgirnar. Það er mikill áhugi víðsvegar um Norðurlöndin en það var mikill einhugur hjá knattspyrnusamböndum landanna um að fara í þetta verkefni og þau leggja á þetta mikla áherslu,“ segir Klara. Í gær var haldinn fundur sænska knattspyrnusambandsins og nefndar Norðurlandaráðs vegna umsóknarinnar um að halda HM í knattspyrnu kvenna 2027. Til að fá leik eða leiki hingað til lands þarf nýr Laugardalsvöllur að vera kominn í gagnið. Klara segir að það gæti verið að hann dygði ekki einu sinni. „Við vitum lítið og vitum ekki hvað við getum lagt til marga velli. Það er ekki víst að allir sem vilja fái leiki. Það skýrist ekki strax. Við erum að sjá hvernig málin þróast með HM 2023. Þar eru sjö þjóðir að sækja um að halda það mót og samkeppnin mikil.“ Klara segir að Norðurlandaráð hafi tekið umsókninni opnum örmum enda norrænum gildum gert hátt undir höfði sem og sögu kvennaboltans sem er mikil hjá Norðurlandaþjóðum. „Við erum spennt fyrir þessu verkefni – hvort sem við fáum leik eða ekki. Við munum taka þátt á einn eða annan hátt enda margt sem hangir á spýtunni í kringum svona mót. Við og Færeyjar sjáum fyrir okkur að halda dómararáðstefnu, drátt í riðla eða eitthvað álíka. Draumurinn er að fá leik eða leiki en á meðan við höfum ekki staðfestingu um hvað við getum boðið upp á í vallarmálum þá er erfitt að sækja það fast,“ bendir hún á. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að draumurinn sé að fá leik eða jafnvel leiki á HM kvenna árið 2027 til landsins. Ísland mun að einhverju leyti verða þátttakandi í HM það árið en Klara situr í nefnd sem vinnur að því að koma HM 2027 til Norðurlandanna. Holland, Bandaríkin og Síle eru einnig sögð áhugasöm um að halda mótið sem verður það tíunda í röðinni. „Í Svíþjóð eru margar borgir áhugasamar og eru að keppast um að bjóða betur en nágrannaborgirnar. Það er mikill áhugi víðsvegar um Norðurlöndin en það var mikill einhugur hjá knattspyrnusamböndum landanna um að fara í þetta verkefni og þau leggja á þetta mikla áherslu,“ segir Klara. Í gær var haldinn fundur sænska knattspyrnusambandsins og nefndar Norðurlandaráðs vegna umsóknarinnar um að halda HM í knattspyrnu kvenna 2027. Til að fá leik eða leiki hingað til lands þarf nýr Laugardalsvöllur að vera kominn í gagnið. Klara segir að það gæti verið að hann dygði ekki einu sinni. „Við vitum lítið og vitum ekki hvað við getum lagt til marga velli. Það er ekki víst að allir sem vilja fái leiki. Það skýrist ekki strax. Við erum að sjá hvernig málin þróast með HM 2023. Þar eru sjö þjóðir að sækja um að halda það mót og samkeppnin mikil.“ Klara segir að Norðurlandaráð hafi tekið umsókninni opnum örmum enda norrænum gildum gert hátt undir höfði sem og sögu kvennaboltans sem er mikil hjá Norðurlandaþjóðum. „Við erum spennt fyrir þessu verkefni – hvort sem við fáum leik eða ekki. Við munum taka þátt á einn eða annan hátt enda margt sem hangir á spýtunni í kringum svona mót. Við og Færeyjar sjáum fyrir okkur að halda dómararáðstefnu, drátt í riðla eða eitthvað álíka. Draumurinn er að fá leik eða leiki en á meðan við höfum ekki staðfestingu um hvað við getum boðið upp á í vallarmálum þá er erfitt að sækja það fast,“ bendir hún á.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira