Ingi Þór: Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2019 22:35 Ingi messar yfir sínum mönnum. vísir/bára Ingi Þór Steinþórsson var ekki kátur eftir sjö stiga tap KR gegn Tindastól á heimavelli í kvöld. Lokatölur 92-85 og vandaði Ingi ekki fyrirliða Tindastóls kveðjurnar að leik loknum en Helgi Rafn Viggóson tók Jón Arnór Stefánsson úr leiknum í fjórða leikhluta. Reikna má þó með að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Ég er að skoða það, slakaðu á maður,“ sagði Ingi Þór við Svala í beinni útsendingu beint eftir leik. Ingi Þór fór svo yfir það sem fór úrskeiðis í DHL höllinni í kvöld. „Það er fullt af litlum hlutum. Rosalega mikið af litlum hlutum í gegnum leikinn sem eru ekki að falla með okkur og við erum ekki nógu grimmir í að klára.“ „Ef lið pakka gegn okkur þá tökum við opin skot. Við vorum að fá fín skot en við vorum ekki að hitta nægilega vel,“ sagði Ingi Þór um skotnýtingu sinna manna í kvöld en hún var arfaslök. „Mér fannst Kristófer illa tekinn í þessum leik og spilaði lítið. Ég hefði viljað nota hann því við erum ekki með alla í 100% standi,“ sagði Ingi um leik Kristófers Acox í kvöld en sá fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta. Ingi Þór var alls ekki sáttur með dómara leiksins og gaf til kynna að oftar en ekki slyppu menn með svipuð brot inn á vellinum. Þá snérist athyglin að Helga Rafni Viggósyni, fyrirliða Tindastóls, en hann braut illa á Jón Arnóri Stefánssyni undir lok þriðja leikhluta og lék Jón Arnór ekki meira í kvöld. „Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu. Þetta er ekki fyrsti maðurinn sem hann meiðir þegar sóknarmaðurinn fer í skot og það á að taka þetta út, hætta þessu.“ „Við gerum alltof mikil mistök í vörninni og þeir nýttu sér það vel í dag. Þetta er gott Tindastóls lið en með þessari frammistöðu sem við sýndum í kvöld hefðum við unnið ÍR en það dugði ekki í dag á móti frábæru Tindastólsliði. Nóvember mánuður er krefjandi og næsta verkefni er Keflavík og við þurfum bæta okkur þar,“ sagði Ingi Þór að lokum en KR mætir Keflavík á útivelli í næstu umferð en Keflavík á enn eftir að tapa leik í deildinni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson var ekki kátur eftir sjö stiga tap KR gegn Tindastól á heimavelli í kvöld. Lokatölur 92-85 og vandaði Ingi ekki fyrirliða Tindastóls kveðjurnar að leik loknum en Helgi Rafn Viggóson tók Jón Arnór Stefánsson úr leiknum í fjórða leikhluta. Reikna má þó með að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Ég er að skoða það, slakaðu á maður,“ sagði Ingi Þór við Svala í beinni útsendingu beint eftir leik. Ingi Þór fór svo yfir það sem fór úrskeiðis í DHL höllinni í kvöld. „Það er fullt af litlum hlutum. Rosalega mikið af litlum hlutum í gegnum leikinn sem eru ekki að falla með okkur og við erum ekki nógu grimmir í að klára.“ „Ef lið pakka gegn okkur þá tökum við opin skot. Við vorum að fá fín skot en við vorum ekki að hitta nægilega vel,“ sagði Ingi Þór um skotnýtingu sinna manna í kvöld en hún var arfaslök. „Mér fannst Kristófer illa tekinn í þessum leik og spilaði lítið. Ég hefði viljað nota hann því við erum ekki með alla í 100% standi,“ sagði Ingi um leik Kristófers Acox í kvöld en sá fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta. Ingi Þór var alls ekki sáttur með dómara leiksins og gaf til kynna að oftar en ekki slyppu menn með svipuð brot inn á vellinum. Þá snérist athyglin að Helga Rafni Viggósyni, fyrirliða Tindastóls, en hann braut illa á Jón Arnóri Stefánssyni undir lok þriðja leikhluta og lék Jón Arnór ekki meira í kvöld. „Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu. Þetta er ekki fyrsti maðurinn sem hann meiðir þegar sóknarmaðurinn fer í skot og það á að taka þetta út, hætta þessu.“ „Við gerum alltof mikil mistök í vörninni og þeir nýttu sér það vel í dag. Þetta er gott Tindastóls lið en með þessari frammistöðu sem við sýndum í kvöld hefðum við unnið ÍR en það dugði ekki í dag á móti frábæru Tindastólsliði. Nóvember mánuður er krefjandi og næsta verkefni er Keflavík og við þurfum bæta okkur þar,“ sagði Ingi Þór að lokum en KR mætir Keflavík á útivelli í næstu umferð en Keflavík á enn eftir að tapa leik í deildinni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15