Benjamín fékk verkefni í skólanum þar sem hann átti að skrifa sögu. Hann vantaði einhvern innblástur til að skrifa upp sögu og var hann sjálfur í vandræðum með að byrja. Þá lofaði faðir hans honum að ef hann myndi klára söguna fengi hann kvikmynd í staðinn þar sem sagan yrði handritið.
Daða Guðjónsson, faðir Benjamín, klippti myndina, Árelía Daðadóttir, dóttir Daða, samdi alla tónlistina og Benjamín Árni Daðason fór með aðalhlutverkið, Benni Batman. Rætt var við fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.