Skólayfirvöld og foreldrar þurfi að taka á matarvenjum barna Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2019 19:49 Ragga segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við það að mörg börn séu með slæmar matarvenjur. Vísir/Vilhelm Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem flestir þekkja sem Röggu Nagla, segir ríka ástæðu til þess að vekja athygli á offitu barna á Íslandi. Íslendingar þurfi að horfast í augu við þær lausnir sem séu fyrir hendi svo börnum líði betur í eigin skinni og eigi í heilbrigðu sambandi við mat. Í færslu á Facebook-síðu sinni setur Ragga fram nokkrar lausnir sem hægt sé að taka til skoðunar til þess að sporna við óheilbrigðum matarvenjum. Hún ítrekar þó að mikilvægast sé að skoða hvernig börn borði, frekar en hvað þau borði. Mikil umræða hefur skapast um offitu hjá íslenskum börnum eftir að málið var tekið fyrir í fréttaskýringarþættinum Kompás. Þar kom fram að íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung og að samkvæmt nýjustu mælingum sé fjórðungur íslenskra grunnskólabarna í ofþyngd. Sjá einnig: Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“„Ef börn eiga að skófla niður matnum á kortéri þá velja þau mat sem uppfyllir þau skilyrði eins og samlokur, snúða, skinkuhorn og ostaslaufur. Mat sem þau geta mokað upp í túlann með höndunum á innan við fimm og málið er dautt,“ skrifar Ragga og bætir við að í þessu samhengi megi draga skólayfirvöld og foreldra til ábyrgðar. Hún segir endurteknar máltíðir á hlaupum eða í kapphlaupi við klukkuna valda því að líkaminn sé ekki klár í að melta fæðuna. Blóðið sé enn í útlimum sem þýði minna blóðflæði í magann og slíkt geti valdið meltingartruflunum til lengri tíma. „Hámað í sófanum í kaffistofunni yfir símanum og hausinn er ekki með í partýinu í munninum því hann er á fullu að skoða myndir á instagram. Það verður engin upplifun af matnum. Engin nautn. Engin tenging. Engin skráning á máltíðinni í minninu.“Ragga segir mikilvægt að börn fái góðan tíma í að næra sig en ekki eiga að þurfa að velja mat sem þau geti borðað á fimm mínútum.Vísir/GettyAllir elska mat en fæstir borða þannig Ragga bendir á að rannsóknir sýni fram á það að þegar fjölskyldur borði saman og sitji saman þar til matartíma sé lokið séu grennri en aðrar fjölskyldur þar sem fjölskyldumeðlimir fari frá borðinu þegar þeir hafa lokið sér af. Núvitund sé líka hjálpleg í þessu samhengi og segir hún fólk sem nærast í núvitund fara að velja hollari kosti. „Allir elska að borða. Allir elska mat. Enn fæstir borða eins og þeir elski mat.“ Þær lausnir sem Ragga setur fram snúa að matartímanum sjálfum. Fyrsta lausnin sé að útrýma sjónvarpsglápi og símahangsi á meðan matartíma stendur enda þurfi einbeitingin að vera á máltíðina sjálfa en ekki annað afþreyingarefni. „Við viljum að heilinn sé í partýinu sem er í munninum en ekki límdur á hvað er að gerast á skjánum á Jútjúb eða Instagramm,“ skrifar Ragga. Næstu lausnir miða að frekari samvinnu foreldra og barna þegar kemur að matargerðinni og matartímanum sjálfum. Það að foreldrar leyfi börnum að taka þátt í eldamennskunni, brýni fyrir þeim að taka sér góðan tíma í máltíðina og hvetji þau til þess að velja fjölbreyttara mataræði geti skipt sköpum. „Því ást er að veita óskipta athygli og ef við kennum unglingum að borða hægar, í fullkominni ró og með öll skilningarvit galopin verða þau sáttari í sálinni eftir hverja máltíð sem minnkar líkur á árás á nammibarinn í Hagkaup í næstu frímínútum.“Pistil Röggu má lesa í heild sinni hér að neðan. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00 „Eigum að löðra okkur upp úr fitu og passa okkur á því að borða ekki banana“ Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur. 12. maí 2019 10:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem flestir þekkja sem Röggu Nagla, segir ríka ástæðu til þess að vekja athygli á offitu barna á Íslandi. Íslendingar þurfi að horfast í augu við þær lausnir sem séu fyrir hendi svo börnum líði betur í eigin skinni og eigi í heilbrigðu sambandi við mat. Í færslu á Facebook-síðu sinni setur Ragga fram nokkrar lausnir sem hægt sé að taka til skoðunar til þess að sporna við óheilbrigðum matarvenjum. Hún ítrekar þó að mikilvægast sé að skoða hvernig börn borði, frekar en hvað þau borði. Mikil umræða hefur skapast um offitu hjá íslenskum börnum eftir að málið var tekið fyrir í fréttaskýringarþættinum Kompás. Þar kom fram að íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung og að samkvæmt nýjustu mælingum sé fjórðungur íslenskra grunnskólabarna í ofþyngd. Sjá einnig: Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“„Ef börn eiga að skófla niður matnum á kortéri þá velja þau mat sem uppfyllir þau skilyrði eins og samlokur, snúða, skinkuhorn og ostaslaufur. Mat sem þau geta mokað upp í túlann með höndunum á innan við fimm og málið er dautt,“ skrifar Ragga og bætir við að í þessu samhengi megi draga skólayfirvöld og foreldra til ábyrgðar. Hún segir endurteknar máltíðir á hlaupum eða í kapphlaupi við klukkuna valda því að líkaminn sé ekki klár í að melta fæðuna. Blóðið sé enn í útlimum sem þýði minna blóðflæði í magann og slíkt geti valdið meltingartruflunum til lengri tíma. „Hámað í sófanum í kaffistofunni yfir símanum og hausinn er ekki með í partýinu í munninum því hann er á fullu að skoða myndir á instagram. Það verður engin upplifun af matnum. Engin nautn. Engin tenging. Engin skráning á máltíðinni í minninu.“Ragga segir mikilvægt að börn fái góðan tíma í að næra sig en ekki eiga að þurfa að velja mat sem þau geti borðað á fimm mínútum.Vísir/GettyAllir elska mat en fæstir borða þannig Ragga bendir á að rannsóknir sýni fram á það að þegar fjölskyldur borði saman og sitji saman þar til matartíma sé lokið séu grennri en aðrar fjölskyldur þar sem fjölskyldumeðlimir fari frá borðinu þegar þeir hafa lokið sér af. Núvitund sé líka hjálpleg í þessu samhengi og segir hún fólk sem nærast í núvitund fara að velja hollari kosti. „Allir elska að borða. Allir elska mat. Enn fæstir borða eins og þeir elski mat.“ Þær lausnir sem Ragga setur fram snúa að matartímanum sjálfum. Fyrsta lausnin sé að útrýma sjónvarpsglápi og símahangsi á meðan matartíma stendur enda þurfi einbeitingin að vera á máltíðina sjálfa en ekki annað afþreyingarefni. „Við viljum að heilinn sé í partýinu sem er í munninum en ekki límdur á hvað er að gerast á skjánum á Jútjúb eða Instagramm,“ skrifar Ragga. Næstu lausnir miða að frekari samvinnu foreldra og barna þegar kemur að matargerðinni og matartímanum sjálfum. Það að foreldrar leyfi börnum að taka þátt í eldamennskunni, brýni fyrir þeim að taka sér góðan tíma í máltíðina og hvetji þau til þess að velja fjölbreyttara mataræði geti skipt sköpum. „Því ást er að veita óskipta athygli og ef við kennum unglingum að borða hægar, í fullkominni ró og með öll skilningarvit galopin verða þau sáttari í sálinni eftir hverja máltíð sem minnkar líkur á árás á nammibarinn í Hagkaup í næstu frímínútum.“Pistil Röggu má lesa í heild sinni hér að neðan.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00 „Eigum að löðra okkur upp úr fitu og passa okkur á því að borða ekki banana“ Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur. 12. maí 2019 10:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00
„Eigum að löðra okkur upp úr fitu og passa okkur á því að borða ekki banana“ Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur. 12. maí 2019 10:00