Óbærilegur harmur í biðstofu sorgarinnar Sigríður Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 17:15 Enginn áhorfandi fer úr salnum ósnortinn, segir gagnrýnandi Fréttablaðsins. Fréttablaðið/Grímur Bjarnason Eitureftir Lot Vekemans Borgarleikhúsið Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir og Hilmir Snær Guðnason Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist og hljóðmynd: Garðar Borgþórsson Þýðing: Ragna Sigurðardóttir Hún og hann bera engin nöfn, einungis óbærilegan harm. Tíu árum eftir að hann fór frá henni á gamlárskvöldi hittast þau aftur í skrifstofubyggingu kirkjugarðs. Barnsmissinn hafa þau aldrei rætt sín á milli og uppgjör við fortíðina er óhjákvæmilegt. Hollenska leikritið Eitur eftir Lot Vekemans var frumsýnt síðastliðinn laugardag og markar endurkomu Kristínar Jóhannesdóttur í Borgarleikhúsið, en sýningar undir hennar stjórn vekja ávallt eftirvæntingu. Leikrit Vekemans kryfur sorgina á margslunginn máta, skoðar hana frá mörgum sjónarhornum og stillir aðalpersónunum upp í einvígi. Þegar samtölin eru upp á sitt besta hljóma þau eins og sunginn prósi, setningar hafa engan endapunkt, fremur fljóta hver inn í aðra. Heimur verksins er dularfullur og biðstofan er lituð með natúralískum tónum. En um leið og höfundur fer að vísa út fyrir persónulega sorg karakteranna veikist textinn. Þar af leiðandi er þriðji hlutinn kraftminnstur og leikverkið fjarar út í stað þess að ná einhvers konar hápunkti, kannski eins og lífið sjálft.Nákvæmur leikur Nína Dögg Filippusdóttir hefur úr erfiðara hlutverki að spila. Ekki einungis vegna þess að sorg hennar er svo óheft heldur líka vegna þess að hlutverkið er óræðara. Hér er kona sem er búin að drekkja sér í sorginni síðastliðinn áratug og er fyrir löngu búin að tapa tilganginum í lífinu. Að halda slíku tilfinningalegu uppnámi í nær níutíu mínútur er ansi flókið en að mestu nær Nína Dögg að leysa það verkefni án þess að missa karakterinn frá sér. Á móti henni stendur síðan Hilmir Snær Guðnason í hlutverki hans, öruggari í fasi en harmurinn er alltaf innan seilingar. Hann flaggar ekki sinni sorg en hún er sjáanleg úr augum hans, eitthvað sem einungis er á færi þeirra allra bestu. Samleikur þeirra einkennist af nánd og góðri hlustun. En þriðja hlutann eiga þau erfiðast með þegar handritið nánast bregst þeim en með nákvæmum leik, einlægni og hjálp Leonards Bernstein komast þau saman yfir þröskuldinn.Eftirminnilegar myndir Fagurfræði og nálgun Kristínar er skýr í Eitri, eins og í flestum hennar sýningum. Eitur er leikin án hlés, þannig er hinn viðkvæmi heimur verksins aldrei brotinn upp. Að sama skapi hikar hún ekki við að beita ýmsum listrænum brögðum til að brjóta upp framvinduna, þar leika þöglu milliatriðin stórt hlutverk. Myndirnar sem hún teiknar upp í sínum sýningum eru eftirminnilegar og Eitur skilur eftir sig margar slíkar. Búningar Þórunnar Maríu Jónsdóttur endurspegla ágætlega staðinn sem persónurnar eru á í lífinu; hann í fallega samansettum jakkafötum en hún tættari. Vandamálið er að peysusamansetning hennar virkar illa, bæði passar peysan illa á hana og rauði bolurinn undir er truflandi. Smáatriði sem þessi verða hrópandi áberandi í sýningu þar sem naumhyggjan er við völd. Leikmynd Barkar Jónssonar og hljóðmynd Garðars Borgþórssonar vinna fallega hvor á móti annarri. Hönnun Barkar er köld eins og steinsteypa í rigningunni en glugginn út í japanska sandgarðinn skapar von um betri tíð. Bæði tónlistin og hljóðmyndin virðast sem úr öðrum heimi, jafnvel að handan, sem setur dulmagnaðan tón inn í þetta iðnaðarumhverfi. Sorgin heldur syrgjendum í heljargreipum, hún hverfur aldrei en hægt er að lifa með henni. Eitur er laglega skrifað á köflum og sum samtölin skera djúpt. Hvort hann eða hún komist einhvern tímann úr biðstofu sorgarinnar er óljóst en Kristín og hennar hópur sér til þess að enginn áhorfandi fer úr salnum ósnortinn.Niðurstaða: Átakanleg sýning um uppgjör við lífið og dauðann. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Eitureftir Lot Vekemans Borgarleikhúsið Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir og Hilmir Snær Guðnason Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist og hljóðmynd: Garðar Borgþórsson Þýðing: Ragna Sigurðardóttir Hún og hann bera engin nöfn, einungis óbærilegan harm. Tíu árum eftir að hann fór frá henni á gamlárskvöldi hittast þau aftur í skrifstofubyggingu kirkjugarðs. Barnsmissinn hafa þau aldrei rætt sín á milli og uppgjör við fortíðina er óhjákvæmilegt. Hollenska leikritið Eitur eftir Lot Vekemans var frumsýnt síðastliðinn laugardag og markar endurkomu Kristínar Jóhannesdóttur í Borgarleikhúsið, en sýningar undir hennar stjórn vekja ávallt eftirvæntingu. Leikrit Vekemans kryfur sorgina á margslunginn máta, skoðar hana frá mörgum sjónarhornum og stillir aðalpersónunum upp í einvígi. Þegar samtölin eru upp á sitt besta hljóma þau eins og sunginn prósi, setningar hafa engan endapunkt, fremur fljóta hver inn í aðra. Heimur verksins er dularfullur og biðstofan er lituð með natúralískum tónum. En um leið og höfundur fer að vísa út fyrir persónulega sorg karakteranna veikist textinn. Þar af leiðandi er þriðji hlutinn kraftminnstur og leikverkið fjarar út í stað þess að ná einhvers konar hápunkti, kannski eins og lífið sjálft.Nákvæmur leikur Nína Dögg Filippusdóttir hefur úr erfiðara hlutverki að spila. Ekki einungis vegna þess að sorg hennar er svo óheft heldur líka vegna þess að hlutverkið er óræðara. Hér er kona sem er búin að drekkja sér í sorginni síðastliðinn áratug og er fyrir löngu búin að tapa tilganginum í lífinu. Að halda slíku tilfinningalegu uppnámi í nær níutíu mínútur er ansi flókið en að mestu nær Nína Dögg að leysa það verkefni án þess að missa karakterinn frá sér. Á móti henni stendur síðan Hilmir Snær Guðnason í hlutverki hans, öruggari í fasi en harmurinn er alltaf innan seilingar. Hann flaggar ekki sinni sorg en hún er sjáanleg úr augum hans, eitthvað sem einungis er á færi þeirra allra bestu. Samleikur þeirra einkennist af nánd og góðri hlustun. En þriðja hlutann eiga þau erfiðast með þegar handritið nánast bregst þeim en með nákvæmum leik, einlægni og hjálp Leonards Bernstein komast þau saman yfir þröskuldinn.Eftirminnilegar myndir Fagurfræði og nálgun Kristínar er skýr í Eitri, eins og í flestum hennar sýningum. Eitur er leikin án hlés, þannig er hinn viðkvæmi heimur verksins aldrei brotinn upp. Að sama skapi hikar hún ekki við að beita ýmsum listrænum brögðum til að brjóta upp framvinduna, þar leika þöglu milliatriðin stórt hlutverk. Myndirnar sem hún teiknar upp í sínum sýningum eru eftirminnilegar og Eitur skilur eftir sig margar slíkar. Búningar Þórunnar Maríu Jónsdóttur endurspegla ágætlega staðinn sem persónurnar eru á í lífinu; hann í fallega samansettum jakkafötum en hún tættari. Vandamálið er að peysusamansetning hennar virkar illa, bæði passar peysan illa á hana og rauði bolurinn undir er truflandi. Smáatriði sem þessi verða hrópandi áberandi í sýningu þar sem naumhyggjan er við völd. Leikmynd Barkar Jónssonar og hljóðmynd Garðars Borgþórssonar vinna fallega hvor á móti annarri. Hönnun Barkar er köld eins og steinsteypa í rigningunni en glugginn út í japanska sandgarðinn skapar von um betri tíð. Bæði tónlistin og hljóðmyndin virðast sem úr öðrum heimi, jafnvel að handan, sem setur dulmagnaðan tón inn í þetta iðnaðarumhverfi. Sorgin heldur syrgjendum í heljargreipum, hún hverfur aldrei en hægt er að lifa með henni. Eitur er laglega skrifað á köflum og sum samtölin skera djúpt. Hvort hann eða hún komist einhvern tímann úr biðstofu sorgarinnar er óljóst en Kristín og hennar hópur sér til þess að enginn áhorfandi fer úr salnum ósnortinn.Niðurstaða: Átakanleg sýning um uppgjör við lífið og dauðann.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira