Pólverjar brutu lög með breytingum á dómstólum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2019 14:36 Hópur fólks mótmælir breytingum á dómstólum við hæstarétt Póllands í október í fyrra. Vísir/EPA Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hefðu brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Breytingunum á pólsku dómstólunum var snúið við árið 2017 og dómarar sem höfðu verið látnir hætta. Evrópudómstóllinn taldi að upphaflega breytingin hefði brotið Evrópulög á tvennan hátt. Annars vegar hefðu pólsk stjórnvöld ekki mátt lækka eftirlaunaaldur kvenna og hins vegar var ekki rétt af þeim að láta ráðherra hafa lokaorðið um það. Fyrir breytingarnar sem ríkisstjórnin réðst í var eftirlaunaaldur dómara og saksóknara 67 ár. Ríkisstjórnin lækkaði aldurinn hins vegar í 60 ár fyrir konur og 65 fyrir karla. Hún hélt því fram að þetta væri gert til að ryðja spilltum dómurum úr vegi sem hefðu verið skipaði á tímum kommúnismans. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkinn Lög og réttlæti aftur á móti um að búa til pláss við dómstólana til að raða sínum eigin mönnum þar. Evrópudómstóllinn taldi að ólögmætt hafi verið að mismuna dómurum og saksóknurum á grundvelli kyns þeirra. Þá var ákvæði laganna sem ríkisstjórnin samþykkti um að ráðherra gæti veitt einstökum dómurum undanþágu frá eftirlaunaaldrinum talið óskýrt og ógegnsætt.Gæti einnig haft áhrif á hæstarétt Pólska ríkisstjórnin brást við dómnum með því að benda á að þegar hefði verið undið ofan af lögunum. Því hefði dómurinn ekki átt að falla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að pólska ríkisstjórnin hefði brotið lög þegar hún lækkaði einnig eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. Sú ákvörðun neyddi um þriðjung dómara til að hætta. Enn á dómstóllinn eftir að úrskurða um annað umdeild ákvæði í dómstólalögum pólsku ríkisstjórnarinnar. Það varðar dómstólaráð sem tilnefnir dómaraefni. Fulltrúa í því voru áður valdir af meirihluta starfandi dómara. Pólska ríkisstjórnin breytti lögum um ráðið þannig að fulltrúa í það voru skipaðir af neðri deild pólska þingsins þar sem Lög og réttlæti hefur verið með meirihluta þingsæta. Pólska dómstólaráðinu var vikið úr evrópskum samtökum slíkra ráða þar sem það var ekki lengur talið sjálfstætt frá stjórnvöldum. Úrskurður í því mæli gæti einnig haft áhrif á hæstarétt þar sem lög ríkisstjórnar komu á fót tveimur deildum við réttinn nýja dómstólaráðið skipaði með nýjum dómurum. Falli dómur gegn ríkisstjórninni gæti hún þurft að snúa þeim breytingum við einnig. Ný ríkisstjórn Laga og réttlætis hefur haldið áfram að skipa dómara eftir kosningar í haust. Á mánudag voru tveir fyrrverandi þingmenn flokksins skipaðir dómarar við stjórnlagadómstól landsins. Annar þeirra var saksóknari í tíð kommúnismans sem sótti meðal annars stjórnarandstæðing til saka á 9. áratugnum. Annað dómaraefni hefur lýst stjórnarandstæðingum í Póllandi sem „hommum“ og „umhverfishryðjuverkamönnum“. Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37 ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hefðu brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Breytingunum á pólsku dómstólunum var snúið við árið 2017 og dómarar sem höfðu verið látnir hætta. Evrópudómstóllinn taldi að upphaflega breytingin hefði brotið Evrópulög á tvennan hátt. Annars vegar hefðu pólsk stjórnvöld ekki mátt lækka eftirlaunaaldur kvenna og hins vegar var ekki rétt af þeim að láta ráðherra hafa lokaorðið um það. Fyrir breytingarnar sem ríkisstjórnin réðst í var eftirlaunaaldur dómara og saksóknara 67 ár. Ríkisstjórnin lækkaði aldurinn hins vegar í 60 ár fyrir konur og 65 fyrir karla. Hún hélt því fram að þetta væri gert til að ryðja spilltum dómurum úr vegi sem hefðu verið skipaði á tímum kommúnismans. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkinn Lög og réttlæti aftur á móti um að búa til pláss við dómstólana til að raða sínum eigin mönnum þar. Evrópudómstóllinn taldi að ólögmætt hafi verið að mismuna dómurum og saksóknurum á grundvelli kyns þeirra. Þá var ákvæði laganna sem ríkisstjórnin samþykkti um að ráðherra gæti veitt einstökum dómurum undanþágu frá eftirlaunaaldrinum talið óskýrt og ógegnsætt.Gæti einnig haft áhrif á hæstarétt Pólska ríkisstjórnin brást við dómnum með því að benda á að þegar hefði verið undið ofan af lögunum. Því hefði dómurinn ekki átt að falla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að pólska ríkisstjórnin hefði brotið lög þegar hún lækkaði einnig eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. Sú ákvörðun neyddi um þriðjung dómara til að hætta. Enn á dómstóllinn eftir að úrskurða um annað umdeild ákvæði í dómstólalögum pólsku ríkisstjórnarinnar. Það varðar dómstólaráð sem tilnefnir dómaraefni. Fulltrúa í því voru áður valdir af meirihluta starfandi dómara. Pólska ríkisstjórnin breytti lögum um ráðið þannig að fulltrúa í það voru skipaðir af neðri deild pólska þingsins þar sem Lög og réttlæti hefur verið með meirihluta þingsæta. Pólska dómstólaráðinu var vikið úr evrópskum samtökum slíkra ráða þar sem það var ekki lengur talið sjálfstætt frá stjórnvöldum. Úrskurður í því mæli gæti einnig haft áhrif á hæstarétt þar sem lög ríkisstjórnar komu á fót tveimur deildum við réttinn nýja dómstólaráðið skipaði með nýjum dómurum. Falli dómur gegn ríkisstjórninni gæti hún þurft að snúa þeim breytingum við einnig. Ný ríkisstjórn Laga og réttlætis hefur haldið áfram að skipa dómara eftir kosningar í haust. Á mánudag voru tveir fyrrverandi þingmenn flokksins skipaðir dómarar við stjórnlagadómstól landsins. Annar þeirra var saksóknari í tíð kommúnismans sem sótti meðal annars stjórnarandstæðing til saka á 9. áratugnum. Annað dómaraefni hefur lýst stjórnarandstæðingum í Póllandi sem „hommum“ og „umhverfishryðjuverkamönnum“.
Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37 ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37
ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36