Guðjón Guðmundsson hitti Heimi í dag og fór yfir komandi tímabil sem verður það fyrsta hjá Heimi með Valsliðið og það fyrsta á Íslandi síðan að hann þjálfaði FH sumarið 2017.
Heimir ræðir komandi tímabil með Valsliðið sem olli svo miklum vonbrigðum í sumar og þá fer hann einnig yfir ástæðurnar fyrir því að hann er kominn aftur í Pepsi Max deildina.
Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á árunum 2008 til 2016 og liðið endaði aðeins einu sinni neðar en í öðru sæti og það var lokaárið þegar FH varð í 3. sætinu.
Heimir hefur þjálfað HB í Þórshöfn í Færeyjum undanfarin tvö sumur en snýr nú aftur í íslenska boltann og tekur við Valsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Heimir tók einmitt einnig við FH liðinu af Ólafi á sínum tíma.
Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af því þegar Guðjón Guðmundsson hitti Heimi og aðstoðarmenn hans á Hlíðarenda í dag.