Íslendingurinn ég og Íslendingurinn þú Friðrik Agni Árnason skrifar 6. nóvember 2019 08:00 „Vá hvað þú talar góða íslensku!” „Hvaðan ertu?” „Íslandi.” „Nei ég meina hvaðan ertu upprunalega?” „Íslandi.” „Og talar alveg íslensku?” … Að ofan er byrjunin að samtali sem ég á við nýtt fólk að meðaltali einu sinni í viku. Ég fæddist á Íslandi þann 24. desember 1987. Mamma mín fæddist á Indlandi - eitthvað í kringum 28. október 1966. Það er ekki vitað. Hún var götubarn og kom til Íslands 1969 og var þá fyrsta ættleidda barnið sem kom til Íslands frá þessum slóðum heimsins opinberlega, með undirrituðu leyfisbréfi frá þáverandi forseta, Kristjáni Eldjárn. Ég hef aldrei komið til Indlands en hef þó búið á mismunandi stöðum í heiminum í gegnum tíðina. Ég hef þó margt að sækja til Indlands enda heill leggur af minni fjölskyldu einhversstaðar þar að gera einhverja hluti og með allskonar kosti og kvilla sem ég mun sennilega aldrei vita af. Ætti ég að reyna að vita? Mamma veit ekki hvar hún ætti að byrja. Við vitum þó að munaðarleysingjahælið sem hún fannst fyrir utan er enn til og starfrækt í Bombay. Það er eitthvað. En ekki nóg til þess að þættirnir „Leitin að upprunanum” myndu vilja grafa í þá djúpu gryfju sem það gæti orðið. Skiljanlega. Þetta mun ég gera einn ásamt minni fjölskyldu næstu árin og hugsanlega allt mitt líf. Leita upprunans og skrifa sögu móður minnar og mína eigin í leiðinni. Ég er samt Íslendingur. Og mamma líka. Minn raunveruleiki sem Íslendingur er samt bara öðruvísi en raunveruleiki flestra Íslendinga. Ég þarf að líða það að eiga samtal við íslenskt fólk sem talar ensku við mig og ég svara á íslensku. Ég þarf að líða það að sanna það að ég tala góða íslensku. Ég þarf að líða það að stöku sinnum sé átt við mig sem „þetta fólk” bæði sem útlending og sem samkynhneigðan einstakling. Á hverjum degi er ég öðruvísi Íslendingur því ég er nú einu sinni dökkur á hörund og Íslendingar eru ekki þannig! Eða hvað? Ég mun áfram eiga þessi samtöl og ég er hættur að furða mig á að fólk spyrjist fyrir um uppruna minn. Þetta er svo algengt að ég get ekki látið það fara í taugarnar á mér lengur. Það gerði það á tímabili. Í dag finnst mér þetta áhugavert því oft finnst mér eins og fólki langi svo mikið að ég sé ekki Íslendingur. Mig langar að biðla til ykkar elsku samlandar mínir að kasta því til hliðar hvernig fólk lítur út og gera fyrst og fremst ráð fyrir að fólk tali íslensku þangað til annað kemur í ljós. Manneskja tekur oftast fram ef hún talar ekki íslensku mjög snemma í samtali ef svo ber undir. Það kemur tími þar sem maður nennir ekki að standa í að segja ókunnugum frá allri fjölskyldusögunni sinni til að þóknast einhverjum kössum í huganum á viðkomandi. Má ég bara fá að vera Íslendingur? Þegar fólk svarar á fullkominni íslensku þá myndi maður ætla að viðmælandinn átti sig á að þarna sé einfaldlega Íslendingur á ferð. Það gerist örsjaldan í mínu tilfelli. Annaðhvort er haldið áfram að ávarpa mig á ensku eða spurningaflóðið er sett af stað. Það er nógu erfitt að eiga við einstök augnaráð, vanvirðingu og fordóma sem ríkja nú þegar í þögninni og undir yfirborðinu. (Já, við lifum ekki í fordómalausu samfélagi.) Ef fólk segist vera frá Íslandi leyfum því bara að vera frá Íslandi í smá stund allavega án þess að það þurfi að útskýra hvernig það sé íslenskt og af hverju það hafi þennan húðlit. Einnig er mjög gott í svona tilfellum að hugsa sig um áður en talað er því oft koma spurningar illa út sbr. hér efst í pistlinum. Þegar einhver hefur gefið til kynna að hann sé íslenskur/íslensk en þú ert forvitin/nn vegna útlits myndi ég frekar mæla með að spyrja beint: Áttu ættir að rekja annað því þú lítur ekki út eins og hinn hefðbundni Íslendingur? Það er fullkomlega í lagi að vera forvitinn en þetta er spurning um að gera það rétt og af virðingu. Fólk er auðvitað misviðkvæmt gagnvart þessu en ég tala fyrir mína hönd sem blandaður einstaklingur sem fæddist og ólst upp á Íslandi. Hugsanlega er upplifunin öðruvísi hjá fólki sem er ættleitt og ég geri ráð fyrir að upplifunin hjá innflytjendum sé afar mismunandi þar sem það hefur sterkar tengingar við annað land. Það eru svo margir sem samt fæðast hér og geta ekki að því gert að foreldrar eða foreldri hafi annan húðlit sem á einhvern hátt flokkast ekki almennt undir það að vera samlöndum boðinn. Það er að fara koma árið 2020. Jörðin er orðin agnarsmá og við svo mörg. Litir, tungumál og trúarbrögð blandast óhjákvæmilega saman. Njótum þess bara að búa á sama landi og byggja upp fjölbreytt og sterkt samfélag. Hugsanlega geng ég yfir einhver mörk og fram af einhverjum með þessum pistli og allt er þetta hluti af samfélagslegri umræðu sem er svo miklu stærri en ég get náð yfir í einum skoðunarpistli. Ég vil taka fram að dæmin að ofan eru alvöru dæmi um mína reynslu. En tek einnig fram að ég er ekki að tala um fólk sem almennt sýnir áhuga, og ég á í löngum samræðum við um hitt og þetta. Dæmin eru miðuð við yfirborðskennd samtöl við ókunnuga sem við öll eigum af og til og sumir oftar en aðrir t.d. sökum starfs. Ég á einnig fleiri almenn dæmi þar sem mér hafa verið sýndir fordómar á Íslandi en þau eru svo mörg og margslungin að það ætti frekar heima í ævisögu. Ég skrifa til þess að varpa ljósi á minn veruleika (líklega annarra) og vonandi vekja eitthvað umtal um hvernig við hegðum okkur sem samfélag. Hverjir eiga skilið virðingu og hverjir ekki, ef ekki allir? Munum við einhvern tímann vera á þeim stað að við flokkum ekki fólk í ramma? Kveðja frá „svona” Íslendingi.Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Vá hvað þú talar góða íslensku!” „Hvaðan ertu?” „Íslandi.” „Nei ég meina hvaðan ertu upprunalega?” „Íslandi.” „Og talar alveg íslensku?” … Að ofan er byrjunin að samtali sem ég á við nýtt fólk að meðaltali einu sinni í viku. Ég fæddist á Íslandi þann 24. desember 1987. Mamma mín fæddist á Indlandi - eitthvað í kringum 28. október 1966. Það er ekki vitað. Hún var götubarn og kom til Íslands 1969 og var þá fyrsta ættleidda barnið sem kom til Íslands frá þessum slóðum heimsins opinberlega, með undirrituðu leyfisbréfi frá þáverandi forseta, Kristjáni Eldjárn. Ég hef aldrei komið til Indlands en hef þó búið á mismunandi stöðum í heiminum í gegnum tíðina. Ég hef þó margt að sækja til Indlands enda heill leggur af minni fjölskyldu einhversstaðar þar að gera einhverja hluti og með allskonar kosti og kvilla sem ég mun sennilega aldrei vita af. Ætti ég að reyna að vita? Mamma veit ekki hvar hún ætti að byrja. Við vitum þó að munaðarleysingjahælið sem hún fannst fyrir utan er enn til og starfrækt í Bombay. Það er eitthvað. En ekki nóg til þess að þættirnir „Leitin að upprunanum” myndu vilja grafa í þá djúpu gryfju sem það gæti orðið. Skiljanlega. Þetta mun ég gera einn ásamt minni fjölskyldu næstu árin og hugsanlega allt mitt líf. Leita upprunans og skrifa sögu móður minnar og mína eigin í leiðinni. Ég er samt Íslendingur. Og mamma líka. Minn raunveruleiki sem Íslendingur er samt bara öðruvísi en raunveruleiki flestra Íslendinga. Ég þarf að líða það að eiga samtal við íslenskt fólk sem talar ensku við mig og ég svara á íslensku. Ég þarf að líða það að sanna það að ég tala góða íslensku. Ég þarf að líða það að stöku sinnum sé átt við mig sem „þetta fólk” bæði sem útlending og sem samkynhneigðan einstakling. Á hverjum degi er ég öðruvísi Íslendingur því ég er nú einu sinni dökkur á hörund og Íslendingar eru ekki þannig! Eða hvað? Ég mun áfram eiga þessi samtöl og ég er hættur að furða mig á að fólk spyrjist fyrir um uppruna minn. Þetta er svo algengt að ég get ekki látið það fara í taugarnar á mér lengur. Það gerði það á tímabili. Í dag finnst mér þetta áhugavert því oft finnst mér eins og fólki langi svo mikið að ég sé ekki Íslendingur. Mig langar að biðla til ykkar elsku samlandar mínir að kasta því til hliðar hvernig fólk lítur út og gera fyrst og fremst ráð fyrir að fólk tali íslensku þangað til annað kemur í ljós. Manneskja tekur oftast fram ef hún talar ekki íslensku mjög snemma í samtali ef svo ber undir. Það kemur tími þar sem maður nennir ekki að standa í að segja ókunnugum frá allri fjölskyldusögunni sinni til að þóknast einhverjum kössum í huganum á viðkomandi. Má ég bara fá að vera Íslendingur? Þegar fólk svarar á fullkominni íslensku þá myndi maður ætla að viðmælandinn átti sig á að þarna sé einfaldlega Íslendingur á ferð. Það gerist örsjaldan í mínu tilfelli. Annaðhvort er haldið áfram að ávarpa mig á ensku eða spurningaflóðið er sett af stað. Það er nógu erfitt að eiga við einstök augnaráð, vanvirðingu og fordóma sem ríkja nú þegar í þögninni og undir yfirborðinu. (Já, við lifum ekki í fordómalausu samfélagi.) Ef fólk segist vera frá Íslandi leyfum því bara að vera frá Íslandi í smá stund allavega án þess að það þurfi að útskýra hvernig það sé íslenskt og af hverju það hafi þennan húðlit. Einnig er mjög gott í svona tilfellum að hugsa sig um áður en talað er því oft koma spurningar illa út sbr. hér efst í pistlinum. Þegar einhver hefur gefið til kynna að hann sé íslenskur/íslensk en þú ert forvitin/nn vegna útlits myndi ég frekar mæla með að spyrja beint: Áttu ættir að rekja annað því þú lítur ekki út eins og hinn hefðbundni Íslendingur? Það er fullkomlega í lagi að vera forvitinn en þetta er spurning um að gera það rétt og af virðingu. Fólk er auðvitað misviðkvæmt gagnvart þessu en ég tala fyrir mína hönd sem blandaður einstaklingur sem fæddist og ólst upp á Íslandi. Hugsanlega er upplifunin öðruvísi hjá fólki sem er ættleitt og ég geri ráð fyrir að upplifunin hjá innflytjendum sé afar mismunandi þar sem það hefur sterkar tengingar við annað land. Það eru svo margir sem samt fæðast hér og geta ekki að því gert að foreldrar eða foreldri hafi annan húðlit sem á einhvern hátt flokkast ekki almennt undir það að vera samlöndum boðinn. Það er að fara koma árið 2020. Jörðin er orðin agnarsmá og við svo mörg. Litir, tungumál og trúarbrögð blandast óhjákvæmilega saman. Njótum þess bara að búa á sama landi og byggja upp fjölbreytt og sterkt samfélag. Hugsanlega geng ég yfir einhver mörk og fram af einhverjum með þessum pistli og allt er þetta hluti af samfélagslegri umræðu sem er svo miklu stærri en ég get náð yfir í einum skoðunarpistli. Ég vil taka fram að dæmin að ofan eru alvöru dæmi um mína reynslu. En tek einnig fram að ég er ekki að tala um fólk sem almennt sýnir áhuga, og ég á í löngum samræðum við um hitt og þetta. Dæmin eru miðuð við yfirborðskennd samtöl við ókunnuga sem við öll eigum af og til og sumir oftar en aðrir t.d. sökum starfs. Ég á einnig fleiri almenn dæmi þar sem mér hafa verið sýndir fordómar á Íslandi en þau eru svo mörg og margslungin að það ætti frekar heima í ævisögu. Ég skrifa til þess að varpa ljósi á minn veruleika (líklega annarra) og vonandi vekja eitthvað umtal um hvernig við hegðum okkur sem samfélag. Hverjir eiga skilið virðingu og hverjir ekki, ef ekki allir? Munum við einhvern tímann vera á þeim stað að við flokkum ekki fólk í ramma? Kveðja frá „svona” Íslendingi.Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun