Kjörin ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnu SÞ Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2019 20:52 Skipunin er samstarfsverkefni Landssambands ungmennafélaga, félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfisráðuneytisins. Getty - LUF Aðalbjörg Egilsdóttir var í kvöld kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Kjörið fór fram á fulltrúaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga í Hinu húsinu. Aðalbjörg kemur til með að sækja Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd annan til þrettánda desember næstkomandi og taka þátt í störfum ráðstefnunnar í umboði íslenskra ungmenna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi ungmennafélaga. Aðalbjörg starfar hjá Náttúrustofu Vesturlands og er menntaður líffræðingur. Þá situr Aðalbjörg í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er forseti Umhverfis- og samgöngunefndar ráðsins. Í framboðsræðu sinni talaði Aðalbjörg fyrir mikilvægi endurheimtar vistkerfa og að ungu fólki sé hleypt að ákvarðanatöku um loftslagsmál.Sjá einnig: Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla„Ég er þakklát fyrir að fá vettvang til að nýta þekkingu mína á umhverfismálum í þágu ungs fólks og legg áherslu á að rödd okkar ungmenna verði áberandi á ráðstefnunni. Ég átta mig vel á þeim hindrunum sem eru í vegi fyrir árangri á sviði loftslagsmála og að mörgu leyti hvaða leiðir standa til boða í baráttunni fyrir betri heimi. Til þess að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnir heimsins hafa sett sér þarf kúvendingu í loftslagsmálum og mun ég berjast fyrir því að hagsmunir alls ungs fólks verði í fyrirrúmi,” er haft eftir Aðalbjörgu í tilkynningunni. Er þetta í annað sinn sem Ísland skipar slíkan fulltrúa, en Esther Hallsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda í ágúst síðastliðnum. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla Stjórnvöld í Chile hafa aflýst fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fara átti fram í höfuðborginni Santiago í desember. 30. október 2019 14:38 Flytja loftslagsráðstefnuna frá Santíagó til Madrídar Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar. 1. nóvember 2019 16:54 Spánverjar bjóðast til að taka við loftslagsráðstefnunni Síle, sem átti að halda ráðstefnuna, hefur lagt blessun sína yfir hugmyndina og ætlar að mæla með henni við Sameinuðu þjóðirnar. 31. október 2019 19:02 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Aðalbjörg Egilsdóttir var í kvöld kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Kjörið fór fram á fulltrúaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga í Hinu húsinu. Aðalbjörg kemur til með að sækja Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd annan til þrettánda desember næstkomandi og taka þátt í störfum ráðstefnunnar í umboði íslenskra ungmenna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi ungmennafélaga. Aðalbjörg starfar hjá Náttúrustofu Vesturlands og er menntaður líffræðingur. Þá situr Aðalbjörg í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er forseti Umhverfis- og samgöngunefndar ráðsins. Í framboðsræðu sinni talaði Aðalbjörg fyrir mikilvægi endurheimtar vistkerfa og að ungu fólki sé hleypt að ákvarðanatöku um loftslagsmál.Sjá einnig: Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla„Ég er þakklát fyrir að fá vettvang til að nýta þekkingu mína á umhverfismálum í þágu ungs fólks og legg áherslu á að rödd okkar ungmenna verði áberandi á ráðstefnunni. Ég átta mig vel á þeim hindrunum sem eru í vegi fyrir árangri á sviði loftslagsmála og að mörgu leyti hvaða leiðir standa til boða í baráttunni fyrir betri heimi. Til þess að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnir heimsins hafa sett sér þarf kúvendingu í loftslagsmálum og mun ég berjast fyrir því að hagsmunir alls ungs fólks verði í fyrirrúmi,” er haft eftir Aðalbjörgu í tilkynningunni. Er þetta í annað sinn sem Ísland skipar slíkan fulltrúa, en Esther Hallsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda í ágúst síðastliðnum.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla Stjórnvöld í Chile hafa aflýst fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fara átti fram í höfuðborginni Santiago í desember. 30. október 2019 14:38 Flytja loftslagsráðstefnuna frá Santíagó til Madrídar Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar. 1. nóvember 2019 16:54 Spánverjar bjóðast til að taka við loftslagsráðstefnunni Síle, sem átti að halda ráðstefnuna, hefur lagt blessun sína yfir hugmyndina og ætlar að mæla með henni við Sameinuðu þjóðirnar. 31. október 2019 19:02 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla Stjórnvöld í Chile hafa aflýst fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fara átti fram í höfuðborginni Santiago í desember. 30. október 2019 14:38
Flytja loftslagsráðstefnuna frá Santíagó til Madrídar Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar. 1. nóvember 2019 16:54
Spánverjar bjóðast til að taka við loftslagsráðstefnunni Síle, sem átti að halda ráðstefnuna, hefur lagt blessun sína yfir hugmyndina og ætlar að mæla með henni við Sameinuðu þjóðirnar. 31. október 2019 19:02