„Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 17:36 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði félagsmálaráðherra hvort yfirlýsingar Gissurar Péturssonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, um málefni innflytjenda á málþingi sem hann sótti fyrir helgi, endurspegluðu stefnu stjórnvalda. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti að taka þátt í pallborði í málstofu um málefni innflytjenda og vinnumarkaðinn sem fór fram á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ásmundur forfallaðist en í hans stað mætti Gissur. Þorsteinn sagði að Gissur hefði haft í frammi sláandi ummæli um innflytjendur á Þjóðarspeglinum og þótti ástæða til að ræða málið við félagsmálaráðherra.Spurði hvort stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum „Þar sem meðal annars kom fram að hann teldi ekki ástæðu til að fræða innflytjendur frekar um réttindi sín á vinnumarkaði, þar væri hver á eigin ábyrgð að afla sér upplýsinga þar að lútandi. Hann teldi ekki ástæðu til að styrkja sérstaklega íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Hann tók það sérstaklega fram hvað það væri gott hvað það væri auðvelt að losna við fólk á íslenskum vinnumarkaði í þessu samhengi. Þetta gengur auðvitað þvert á framkvæmdaáætlun sem samþykkt var hér á Alþingi fyrir þremur árum síðan,“ sagði Þorsteinn undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Þorsteinn spurði hvort ráðuneytisstjórinn hefði verið að lýsa persónulegum skoðunum sínum eða hvort einhver stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum; hvort þetta væri lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda og ráðherra í málaflokknum.Ráðherra sagðist hafa frétt af ummælum ráðuneytisstjórans og af pistli sem skrifaður var af því tilefni en bætti við að hann hefði ekki sett sig nægilega vel inn í málið.vísir/vilhelmÁsmundur Einar svaraði því að hann væri ekki vel inn í málinu en hefði frétt af pistli sem Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefði skrifað um fundinn og birt á vef Kjarnans. Hann gat þó staðfest að engin stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum.Sjá nánar: Opið bréf til Ásmundar Einars DaðasonarSegir ummælin lýsa gríðarlegum fordómum og áhugaleysi Þorsteinn steig aftur í pontu og sagði að ummælin hefði honum þótt svo alvarleg að hann hefði fundið sig knúinn til að ræða við nokkra fundarmenn um þau. „Já, fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra ráðuneytis vinnumarkaðar og málefna innflytjenda af því þetta lýsir auðvitað gríðarlegum fordómum gagnvart stöðu innflytjenda á vinnumarkaði og gríðarlegu áhugaleysi ráðuneytis og ráðuneytisstjóra þessa ráðuneytis að sinna málefnum þessa hóps.“ Alþingi Félagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði félagsmálaráðherra hvort yfirlýsingar Gissurar Péturssonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, um málefni innflytjenda á málþingi sem hann sótti fyrir helgi, endurspegluðu stefnu stjórnvalda. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti að taka þátt í pallborði í málstofu um málefni innflytjenda og vinnumarkaðinn sem fór fram á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ásmundur forfallaðist en í hans stað mætti Gissur. Þorsteinn sagði að Gissur hefði haft í frammi sláandi ummæli um innflytjendur á Þjóðarspeglinum og þótti ástæða til að ræða málið við félagsmálaráðherra.Spurði hvort stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum „Þar sem meðal annars kom fram að hann teldi ekki ástæðu til að fræða innflytjendur frekar um réttindi sín á vinnumarkaði, þar væri hver á eigin ábyrgð að afla sér upplýsinga þar að lútandi. Hann teldi ekki ástæðu til að styrkja sérstaklega íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Hann tók það sérstaklega fram hvað það væri gott hvað það væri auðvelt að losna við fólk á íslenskum vinnumarkaði í þessu samhengi. Þetta gengur auðvitað þvert á framkvæmdaáætlun sem samþykkt var hér á Alþingi fyrir þremur árum síðan,“ sagði Þorsteinn undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Þorsteinn spurði hvort ráðuneytisstjórinn hefði verið að lýsa persónulegum skoðunum sínum eða hvort einhver stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum; hvort þetta væri lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda og ráðherra í málaflokknum.Ráðherra sagðist hafa frétt af ummælum ráðuneytisstjórans og af pistli sem skrifaður var af því tilefni en bætti við að hann hefði ekki sett sig nægilega vel inn í málið.vísir/vilhelmÁsmundur Einar svaraði því að hann væri ekki vel inn í málinu en hefði frétt af pistli sem Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefði skrifað um fundinn og birt á vef Kjarnans. Hann gat þó staðfest að engin stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum.Sjá nánar: Opið bréf til Ásmundar Einars DaðasonarSegir ummælin lýsa gríðarlegum fordómum og áhugaleysi Þorsteinn steig aftur í pontu og sagði að ummælin hefði honum þótt svo alvarleg að hann hefði fundið sig knúinn til að ræða við nokkra fundarmenn um þau. „Já, fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra ráðuneytis vinnumarkaðar og málefna innflytjenda af því þetta lýsir auðvitað gríðarlegum fordómum gagnvart stöðu innflytjenda á vinnumarkaði og gríðarlegu áhugaleysi ráðuneytis og ráðuneytisstjóra þessa ráðuneytis að sinna málefnum þessa hóps.“
Alþingi Félagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira